Spá íslenska liðinu áttunda sætinu á EM í Póllandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. janúar 2016 17:30 Snorri Steinn Guðjónson. Vísir/Ernir Blaðamenn EHF á Evrópumótinu í handbolta í Póllandi hafa sett saman í spá um það hvaða þjóðir enda í tíu efstu sætunum á Evrópumótinu sem hefst á morgun. Það eru þeir Vladislav Brindzak, Björn Pazen, Eric Willemsen, Peter Bruun, Paul Bray og Nemanja Savic sem spá fyrir heimasíðu keppninnar. Íslenska landsliðinu er spáð áttunda sætinu í spánni en Norðmenn, mótherjar Íslands í fyrsta leik liðsins, er spáð tíunda sætinu. Spámennirnir segja að íslenska landsliðinu takist alltaf að finna óslípaðan demant í sínum röðum á þessum stórmótum og þeir búist við það hjálpi liðinu til að vinna á móti meiðslum lykilmanna eins og þeirra hjá Alexander Petersson. Í greininni er einnig talað um hinn eldfljóta Guðjón Val Sigurðsson sem og besta leikmann liðsins, Aron Pálmarsson, en mikið verður á herðum Arons í sóknarleik íslenska liðsins á þessu Evrópumóti. Íslenska liðið getur komið á óvart á þessu móti samkvæmt palladómum spekinga EHF og nú er bara að vona að Ísland finni enn á ný demant í hópnum og að litla Ísland slái einu sinni enn í gegn á stórmóti. Spekingarnir eru á því að Spánn verði Evrópumeistari, Frakkar taki silfrið og gestgjafar Pólverjar fái bronsið. Guðmundur Guðmundsson og lærisveinar hans í danska landsliðinu komast í undanúrslitin samkvæmt þessari spá en missa af verðlaunum og enda í fjórða sæti. Strákarnir hans Dags Sigurðssonar í þýska landsliðinu komst ekki í hóp tíu bestu þjóðanna samkvæmt spánni en Þjóðverjar eru í mjög erfiðum riðli með Spáni, Svíþjóð og Slóveníu en allar þær þjóðir enda meðal níu efstu í þessari spá.Spá heimasíðu Evrópumótsins: Evrópumeistari: Spánn 2. sæti: Frakkland 3. sæti: Pólland 4. sæti: Danmörk 5. sæti: Króatía 6. sæti: Slóvenía 7. sæti: Ungverjaland 8. sæti: Ísland 9. sæti: Svíþjóð 10. sæti: Noregur EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Allir komust heilir úr æfingu dagsins | Myndir Strákarnir okkar tók góða 90 mínútna æfingu í Spodek-höllinni í Katowice og komu allir heilir úr henni. Leikmenn hafa verið veikir og einn meiddist. 14. janúar 2016 12:30 Er Aron Pálmarsson orðinn jafn góður og Ólafur Stefánsson? Stórskyttan úr Hafnarfirðinum er lykilmaður strákanna okkar á EM 2016 í Póllandi. 14. janúar 2016 16:00 Arnór og Vignir saman í einangrun "Við fengum vökva í æð í morgun og ég held að við verðum tilbúnir á morgun,“ segir hornamaðurinn Arnór Þór Gunnarsson en hann og línumaðurinn Vignir Svavarsson fengu magakveisu en eru á batavegi. 14. janúar 2016 13:02 Bjarki: Ég er orðinn 100 prósent "Ég er allur að koma til og verð í toppstandi á morgun,“ segir varnarjaxlinn Bjarki Már Gunnarsson en hann hefur verið spurningamerki í undirbúningi landsliðsins. 14. janúar 2016 14:23 Guðjón Valur: Ég vil fá einn allt eða ekkert leik og sjá hvar við stöndum „Mér finnst standið á liðinu vera gott og ég er gríðarlega bjartsýnn,“ segir Guðjón Valur Sigurðsson, landsliðsfyrirliði í handbolta. 14. janúar 2016 11:30 Norskir sérfræðingar hafa enga trú á strákunum okkar Þrír norskir spekingar spá Noregi allir öðru sætinu í riðlinum á eftir Króatíu. 14. janúar 2016 13:45 Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Sport Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Sjá meira
Blaðamenn EHF á Evrópumótinu í handbolta í Póllandi hafa sett saman í spá um það hvaða þjóðir enda í tíu efstu sætunum á Evrópumótinu sem hefst á morgun. Það eru þeir Vladislav Brindzak, Björn Pazen, Eric Willemsen, Peter Bruun, Paul Bray og Nemanja Savic sem spá fyrir heimasíðu keppninnar. Íslenska landsliðinu er spáð áttunda sætinu í spánni en Norðmenn, mótherjar Íslands í fyrsta leik liðsins, er spáð tíunda sætinu. Spámennirnir segja að íslenska landsliðinu takist alltaf að finna óslípaðan demant í sínum röðum á þessum stórmótum og þeir búist við það hjálpi liðinu til að vinna á móti meiðslum lykilmanna eins og þeirra hjá Alexander Petersson. Í greininni er einnig talað um hinn eldfljóta Guðjón Val Sigurðsson sem og besta leikmann liðsins, Aron Pálmarsson, en mikið verður á herðum Arons í sóknarleik íslenska liðsins á þessu Evrópumóti. Íslenska liðið getur komið á óvart á þessu móti samkvæmt palladómum spekinga EHF og nú er bara að vona að Ísland finni enn á ný demant í hópnum og að litla Ísland slái einu sinni enn í gegn á stórmóti. Spekingarnir eru á því að Spánn verði Evrópumeistari, Frakkar taki silfrið og gestgjafar Pólverjar fái bronsið. Guðmundur Guðmundsson og lærisveinar hans í danska landsliðinu komast í undanúrslitin samkvæmt þessari spá en missa af verðlaunum og enda í fjórða sæti. Strákarnir hans Dags Sigurðssonar í þýska landsliðinu komst ekki í hóp tíu bestu þjóðanna samkvæmt spánni en Þjóðverjar eru í mjög erfiðum riðli með Spáni, Svíþjóð og Slóveníu en allar þær þjóðir enda meðal níu efstu í þessari spá.Spá heimasíðu Evrópumótsins: Evrópumeistari: Spánn 2. sæti: Frakkland 3. sæti: Pólland 4. sæti: Danmörk 5. sæti: Króatía 6. sæti: Slóvenía 7. sæti: Ungverjaland 8. sæti: Ísland 9. sæti: Svíþjóð 10. sæti: Noregur
EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Allir komust heilir úr æfingu dagsins | Myndir Strákarnir okkar tók góða 90 mínútna æfingu í Spodek-höllinni í Katowice og komu allir heilir úr henni. Leikmenn hafa verið veikir og einn meiddist. 14. janúar 2016 12:30 Er Aron Pálmarsson orðinn jafn góður og Ólafur Stefánsson? Stórskyttan úr Hafnarfirðinum er lykilmaður strákanna okkar á EM 2016 í Póllandi. 14. janúar 2016 16:00 Arnór og Vignir saman í einangrun "Við fengum vökva í æð í morgun og ég held að við verðum tilbúnir á morgun,“ segir hornamaðurinn Arnór Þór Gunnarsson en hann og línumaðurinn Vignir Svavarsson fengu magakveisu en eru á batavegi. 14. janúar 2016 13:02 Bjarki: Ég er orðinn 100 prósent "Ég er allur að koma til og verð í toppstandi á morgun,“ segir varnarjaxlinn Bjarki Már Gunnarsson en hann hefur verið spurningamerki í undirbúningi landsliðsins. 14. janúar 2016 14:23 Guðjón Valur: Ég vil fá einn allt eða ekkert leik og sjá hvar við stöndum „Mér finnst standið á liðinu vera gott og ég er gríðarlega bjartsýnn,“ segir Guðjón Valur Sigurðsson, landsliðsfyrirliði í handbolta. 14. janúar 2016 11:30 Norskir sérfræðingar hafa enga trú á strákunum okkar Þrír norskir spekingar spá Noregi allir öðru sætinu í riðlinum á eftir Króatíu. 14. janúar 2016 13:45 Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Sport Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Sjá meira
Allir komust heilir úr æfingu dagsins | Myndir Strákarnir okkar tók góða 90 mínútna æfingu í Spodek-höllinni í Katowice og komu allir heilir úr henni. Leikmenn hafa verið veikir og einn meiddist. 14. janúar 2016 12:30
Er Aron Pálmarsson orðinn jafn góður og Ólafur Stefánsson? Stórskyttan úr Hafnarfirðinum er lykilmaður strákanna okkar á EM 2016 í Póllandi. 14. janúar 2016 16:00
Arnór og Vignir saman í einangrun "Við fengum vökva í æð í morgun og ég held að við verðum tilbúnir á morgun,“ segir hornamaðurinn Arnór Þór Gunnarsson en hann og línumaðurinn Vignir Svavarsson fengu magakveisu en eru á batavegi. 14. janúar 2016 13:02
Bjarki: Ég er orðinn 100 prósent "Ég er allur að koma til og verð í toppstandi á morgun,“ segir varnarjaxlinn Bjarki Már Gunnarsson en hann hefur verið spurningamerki í undirbúningi landsliðsins. 14. janúar 2016 14:23
Guðjón Valur: Ég vil fá einn allt eða ekkert leik og sjá hvar við stöndum „Mér finnst standið á liðinu vera gott og ég er gríðarlega bjartsýnn,“ segir Guðjón Valur Sigurðsson, landsliðsfyrirliði í handbolta. 14. janúar 2016 11:30
Norskir sérfræðingar hafa enga trú á strákunum okkar Þrír norskir spekingar spá Noregi allir öðru sætinu í riðlinum á eftir Króatíu. 14. janúar 2016 13:45