Guðjón Valur: Ég vil fá einn allt eða ekkert leik og sjá hvar við stöndum Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. janúar 2016 11:30 Guðjón Valur Sigurðsson spilar á sínu 19. stórmóti á morgun. vísir/anton brink „Mér finnst standið á liðinu vera gott og ég er gríðarlega bjartsýnn,“ segir Guðjón Valur Sigurðsson, landsliðsfyrirliði í handbolta, en hann var gestur fyrsta þáttar Handvarpsins, hlaðvarps Vísis um stórmótin í handbolta.Hlustaðu á annan þátt Handvarpsins þar sem hitað er upp fyrir EM 2016. Guðjón Valur leiðir strákana okkar út á völlinn gegn Noregi á morgun klukkan 17.15 í gríðarlega mikilvægum leik sem gæti skorið úr um hvernig framhaldið verður hjá liðinu.Sjá einnig:Guðjón Valur: Ég vil fá meiri pressu á okkur sem fyrir eru í landsliðinu Hann er ekki tilbúinn að spá til um hvar íslenska liðið endar, en hann vill fá einn stóran leik sem gæti mögulega komið Íslandi í Ólympíuumspilið. Um það snýst þetta mót.Guðjón Valur Sigurðsson fagnar marki á HM í Katar.vísir/afpÞurfum ekkert sumarfrí „Ég er ekki tilbúinn að segja til hvort við verðum í fyrsta, öðru, þriðja, fjórða eða fimmta sæti,“ segir Guðjón Valur í Handvarpinu. „Það verður einn leikur sem verður allt eða ekkert leikur. Ég vil fá að komast í svoleiðis leik og fá svoleiðis stund. Þar fáum við að sjá hvar við stöndum og fyrir hvað menn eru búnir að vera að æfa fyrir.“Sjá einnig:Hefur hlustað 119 sinnum á íslenska þjóðsönginn á stórmóti Fyrirliðinn segir að honum lítist vel á liðið, standið á því og móralinn. Hann kveðst bjartsýnn fyrir EM. „Við ætlum okkur náttúrlega að komast í Ólympíuumspilið en við viljum í heildina standa okkur vel í Póllandi. Ég sé ekkert því til fyrirstöðu eins og ég vona að við getum verið með okkar sterkasta lið. Þá er allt hægt,“ segir Guðjón Valur. Álagið á bestu handboltamenn heims er mikið og ekki minnkar það komist Ísland í umspilið fyrir Ólympíuleikana og hvað þá alla leið til Ríó. „Þá verða aukaleikir í júní, ekkert sumarfrí og Ólympíuleikar. Verðlaunin fyrir að standa sig vel núna þýðir sumarfrí 2017. Enda höfum við ekkert að gera við sumarfrí 2016,“ segir Guðjón Valur Sigurðsson. Hlusta má á allt hlaðvarpið með Guðjóni Val í spilaranum hér að neðan.Ekki missa af neinu sem gerist á EM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365). EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Strákarnir æfa í geimskipinu Strákarnir okkar komu til Katowice í Póllandi í gærkvöld og taka æfingu í keppnishöllinni í dag. 14. janúar 2016 10:30 Tandri Már ekki til Póllands Dettur úr 18 manna landsliðshópi Íslands fyrir EM í Póllandi. 12. janúar 2016 15:01 Aron Rafn til Þýskalands Ósáttur við spilatímann í Danmörku og klárar tímabilið í þýsku B-deildinni. 14. janúar 2016 08:12 Þeir yngri þurfa að fá tækifæri Strákarnir okkar hefja leik á EM á föstudaginn en undirbúningi lauk formlega á sunnudaginn. Enn á eftir að skera niður um einn leikmann. Fréttablaðið leitaði til þriggja sérfræðinga til að fara yfir stöðuna. 12. janúar 2016 06:00 Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Enski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Sjá meira
„Mér finnst standið á liðinu vera gott og ég er gríðarlega bjartsýnn,“ segir Guðjón Valur Sigurðsson, landsliðsfyrirliði í handbolta, en hann var gestur fyrsta þáttar Handvarpsins, hlaðvarps Vísis um stórmótin í handbolta.Hlustaðu á annan þátt Handvarpsins þar sem hitað er upp fyrir EM 2016. Guðjón Valur leiðir strákana okkar út á völlinn gegn Noregi á morgun klukkan 17.15 í gríðarlega mikilvægum leik sem gæti skorið úr um hvernig framhaldið verður hjá liðinu.Sjá einnig:Guðjón Valur: Ég vil fá meiri pressu á okkur sem fyrir eru í landsliðinu Hann er ekki tilbúinn að spá til um hvar íslenska liðið endar, en hann vill fá einn stóran leik sem gæti mögulega komið Íslandi í Ólympíuumspilið. Um það snýst þetta mót.Guðjón Valur Sigurðsson fagnar marki á HM í Katar.vísir/afpÞurfum ekkert sumarfrí „Ég er ekki tilbúinn að segja til hvort við verðum í fyrsta, öðru, þriðja, fjórða eða fimmta sæti,“ segir Guðjón Valur í Handvarpinu. „Það verður einn leikur sem verður allt eða ekkert leikur. Ég vil fá að komast í svoleiðis leik og fá svoleiðis stund. Þar fáum við að sjá hvar við stöndum og fyrir hvað menn eru búnir að vera að æfa fyrir.“Sjá einnig:Hefur hlustað 119 sinnum á íslenska þjóðsönginn á stórmóti Fyrirliðinn segir að honum lítist vel á liðið, standið á því og móralinn. Hann kveðst bjartsýnn fyrir EM. „Við ætlum okkur náttúrlega að komast í Ólympíuumspilið en við viljum í heildina standa okkur vel í Póllandi. Ég sé ekkert því til fyrirstöðu eins og ég vona að við getum verið með okkar sterkasta lið. Þá er allt hægt,“ segir Guðjón Valur. Álagið á bestu handboltamenn heims er mikið og ekki minnkar það komist Ísland í umspilið fyrir Ólympíuleikana og hvað þá alla leið til Ríó. „Þá verða aukaleikir í júní, ekkert sumarfrí og Ólympíuleikar. Verðlaunin fyrir að standa sig vel núna þýðir sumarfrí 2017. Enda höfum við ekkert að gera við sumarfrí 2016,“ segir Guðjón Valur Sigurðsson. Hlusta má á allt hlaðvarpið með Guðjóni Val í spilaranum hér að neðan.Ekki missa af neinu sem gerist á EM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365).
EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Strákarnir æfa í geimskipinu Strákarnir okkar komu til Katowice í Póllandi í gærkvöld og taka æfingu í keppnishöllinni í dag. 14. janúar 2016 10:30 Tandri Már ekki til Póllands Dettur úr 18 manna landsliðshópi Íslands fyrir EM í Póllandi. 12. janúar 2016 15:01 Aron Rafn til Þýskalands Ósáttur við spilatímann í Danmörku og klárar tímabilið í þýsku B-deildinni. 14. janúar 2016 08:12 Þeir yngri þurfa að fá tækifæri Strákarnir okkar hefja leik á EM á föstudaginn en undirbúningi lauk formlega á sunnudaginn. Enn á eftir að skera niður um einn leikmann. Fréttablaðið leitaði til þriggja sérfræðinga til að fara yfir stöðuna. 12. janúar 2016 06:00 Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Enski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Sjá meira
Strákarnir æfa í geimskipinu Strákarnir okkar komu til Katowice í Póllandi í gærkvöld og taka æfingu í keppnishöllinni í dag. 14. janúar 2016 10:30
Tandri Már ekki til Póllands Dettur úr 18 manna landsliðshópi Íslands fyrir EM í Póllandi. 12. janúar 2016 15:01
Aron Rafn til Þýskalands Ósáttur við spilatímann í Danmörku og klárar tímabilið í þýsku B-deildinni. 14. janúar 2016 08:12
Þeir yngri þurfa að fá tækifæri Strákarnir okkar hefja leik á EM á föstudaginn en undirbúningi lauk formlega á sunnudaginn. Enn á eftir að skera niður um einn leikmann. Fréttablaðið leitaði til þriggja sérfræðinga til að fara yfir stöðuna. 12. janúar 2016 06:00
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn