Sigríður Björk: Tími kominn á ytra eftirlit með lögreglunni Jóhann Óli Eiðsson skrifar 13. janúar 2016 19:37 „Ég tel að það sé tímabært að hafa ytra eftirlit með lögreglunni og við höfum lýst yfir vilja til að koma því á,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins. Sigríður var í viðtali hjá Andra Ólafssyni í Íslandi í dag í kvöld. Spillingarmál tveggja starfsmanna fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu voru til umfjöllunar í þættinum en fjallað hefur verið ítarlega um þau á Vísi. Málin virðast vera ótengd. Annað þeirra kom upp mjög skyndilega en hitt virðist hafa staðið yfir í um áratug. „Þetta eru auðvitað grafalvarleg mál og við tökum þeim sem slíkum. Fréttirnar hafa verið gífurlegt áfall fyrir samstarfsfólk mannanna og stjórnendur en það er rétt að halda því til að haga að þau eru enn í rannsókn og dómur hefur enn ekki fallið í þeim,“ segir Sigríður. Í öðru málinu var lögreglumaður hnepptur í gæsluvarðhald eftir að hann heyrðist í hleruðu símtali ræða við mann úr undirheimunum. Þar virðast honum hafa verið boðið fé í skiptum fyrir upplýsingar. Það mál kom líkt og þruma úr heiðskíru lofti og var starfsfólki fíkniefnadeildarinnar boðið upp á áfallahjálp eftir að það komst upp. „Fólki var mjög brugðið. Við byggðum upp samtal við sérfræðing og einhverjir sóttu sér aðstoð hjá honum. Starfsmenn lögreglunnar eru hins vegar vanir erfiðum málum og oftar en ekki er stuðningurinn frá samstarfsfélögum sá besti.“ Hitt málið virðist hafa verið í ferli í lengri tíma en það snýr að ásökunum gegn lögreglufulltrúa sem hefur verið ítrekað færður til í starfi eftir að málið komst í hámæli. Þrátt fyrir fjölda ábendinga, bæði innan veggja lögreglunnar og af götunni, virðist ekki útlit fyrir að málið hafi verið rannsakað fyrr en nú. „Ég get aðeins svarað fyrir meðferð málanna eftir að ég tók við sem lögreglustjóri. Spurningum um hvernig þetta var áður verður að vísa til ríkissaksóknara eða fólk sem starfaði hér á þeim tíma,“ segir Sigríður aðspurð um málið en hún tók við sem lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins um mitt ár 2014. „Ég vona að þessi mál verði ekki til þess að við töpum miklu trausti. Við erum að vinna í því að uppræta þessi mál og höfum nú þegar gert ýmsar ráðstafanir. Það er verið að breyta skipulagi deilda skipulagðra brota og fjármunabrota. Sú vinna hefur gengið vel. Við viljum styrkja rannsóknir mála tengdu mansali, vændi, rána, innbrota og annarra skipulagðra brotamála. Vinna okkar nú miðar að því,“ segir Sigríður. Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Lögreglufulltrúinn sem samstarfsmenn efast um stýrði tálbeituaðgerðinni Tálbeituaðgerð lögreglu við Hótel Frón lauk á óvæntan hátt þegar sendisveinn var handtekinn þegar allt virtist vera á áætlun. 8. janúar 2016 11:00 Meirihluti fíkniefnadeildar gerði í sameiningu alvarlegar athugasemdir við störf lögreglufulltrúans Níu starfsmenn fíkniefnadeildar lögreglu lýstu yfir vantrausti á hendur samstarfsmanni sínum við yfirmann á liðnu ári. Um enn eitt dæmið var að ræða þar sem efasemdir voru uppi um heilindi hans í starfi. 8. janúar 2016 18:30 Lögregluforingi segir fjölmiðla fara offari Ómar Smári Ármannsson vandar fjölmiðlum ekki kveðjurnar og telur umfjöllun þeirra litast af minnimáttarkennd gagnvart lögreglunni. 8. janúar 2016 10:55 Karl Steinar: Ég fylgdi öllum reglum í mínu starfi Fyrrverandi yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar neitar að nokkuð athugavert hafi verið við vinnubrögð sín. 9. janúar 2016 07:00 Fulltrúinn enn við störf þrátt fyrir að rannsókn sé hafin Sigríður Björk Guðjónsdóttir segir að ekki hafi náðst að skoða málið. Tíðindi af rannsókninni hafi borist embættinu í dag. 12. janúar 2016 15:18 Þöggun í kringum rannsókn Atli Gíslason fór fyrir viðamikilli rannsókn á störfum lögreglu fyrir tuttugu árum. Skýrslan var aldrei gerð opinber. 9. janúar 2016 12:15 Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira
„Ég tel að það sé tímabært að hafa ytra eftirlit með lögreglunni og við höfum lýst yfir vilja til að koma því á,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins. Sigríður var í viðtali hjá Andra Ólafssyni í Íslandi í dag í kvöld. Spillingarmál tveggja starfsmanna fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu voru til umfjöllunar í þættinum en fjallað hefur verið ítarlega um þau á Vísi. Málin virðast vera ótengd. Annað þeirra kom upp mjög skyndilega en hitt virðist hafa staðið yfir í um áratug. „Þetta eru auðvitað grafalvarleg mál og við tökum þeim sem slíkum. Fréttirnar hafa verið gífurlegt áfall fyrir samstarfsfólk mannanna og stjórnendur en það er rétt að halda því til að haga að þau eru enn í rannsókn og dómur hefur enn ekki fallið í þeim,“ segir Sigríður. Í öðru málinu var lögreglumaður hnepptur í gæsluvarðhald eftir að hann heyrðist í hleruðu símtali ræða við mann úr undirheimunum. Þar virðast honum hafa verið boðið fé í skiptum fyrir upplýsingar. Það mál kom líkt og þruma úr heiðskíru lofti og var starfsfólki fíkniefnadeildarinnar boðið upp á áfallahjálp eftir að það komst upp. „Fólki var mjög brugðið. Við byggðum upp samtal við sérfræðing og einhverjir sóttu sér aðstoð hjá honum. Starfsmenn lögreglunnar eru hins vegar vanir erfiðum málum og oftar en ekki er stuðningurinn frá samstarfsfélögum sá besti.“ Hitt málið virðist hafa verið í ferli í lengri tíma en það snýr að ásökunum gegn lögreglufulltrúa sem hefur verið ítrekað færður til í starfi eftir að málið komst í hámæli. Þrátt fyrir fjölda ábendinga, bæði innan veggja lögreglunnar og af götunni, virðist ekki útlit fyrir að málið hafi verið rannsakað fyrr en nú. „Ég get aðeins svarað fyrir meðferð málanna eftir að ég tók við sem lögreglustjóri. Spurningum um hvernig þetta var áður verður að vísa til ríkissaksóknara eða fólk sem starfaði hér á þeim tíma,“ segir Sigríður aðspurð um málið en hún tók við sem lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins um mitt ár 2014. „Ég vona að þessi mál verði ekki til þess að við töpum miklu trausti. Við erum að vinna í því að uppræta þessi mál og höfum nú þegar gert ýmsar ráðstafanir. Það er verið að breyta skipulagi deilda skipulagðra brota og fjármunabrota. Sú vinna hefur gengið vel. Við viljum styrkja rannsóknir mála tengdu mansali, vændi, rána, innbrota og annarra skipulagðra brotamála. Vinna okkar nú miðar að því,“ segir Sigríður.
Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Lögreglufulltrúinn sem samstarfsmenn efast um stýrði tálbeituaðgerðinni Tálbeituaðgerð lögreglu við Hótel Frón lauk á óvæntan hátt þegar sendisveinn var handtekinn þegar allt virtist vera á áætlun. 8. janúar 2016 11:00 Meirihluti fíkniefnadeildar gerði í sameiningu alvarlegar athugasemdir við störf lögreglufulltrúans Níu starfsmenn fíkniefnadeildar lögreglu lýstu yfir vantrausti á hendur samstarfsmanni sínum við yfirmann á liðnu ári. Um enn eitt dæmið var að ræða þar sem efasemdir voru uppi um heilindi hans í starfi. 8. janúar 2016 18:30 Lögregluforingi segir fjölmiðla fara offari Ómar Smári Ármannsson vandar fjölmiðlum ekki kveðjurnar og telur umfjöllun þeirra litast af minnimáttarkennd gagnvart lögreglunni. 8. janúar 2016 10:55 Karl Steinar: Ég fylgdi öllum reglum í mínu starfi Fyrrverandi yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar neitar að nokkuð athugavert hafi verið við vinnubrögð sín. 9. janúar 2016 07:00 Fulltrúinn enn við störf þrátt fyrir að rannsókn sé hafin Sigríður Björk Guðjónsdóttir segir að ekki hafi náðst að skoða málið. Tíðindi af rannsókninni hafi borist embættinu í dag. 12. janúar 2016 15:18 Þöggun í kringum rannsókn Atli Gíslason fór fyrir viðamikilli rannsókn á störfum lögreglu fyrir tuttugu árum. Skýrslan var aldrei gerð opinber. 9. janúar 2016 12:15 Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira
Lögreglufulltrúinn sem samstarfsmenn efast um stýrði tálbeituaðgerðinni Tálbeituaðgerð lögreglu við Hótel Frón lauk á óvæntan hátt þegar sendisveinn var handtekinn þegar allt virtist vera á áætlun. 8. janúar 2016 11:00
Meirihluti fíkniefnadeildar gerði í sameiningu alvarlegar athugasemdir við störf lögreglufulltrúans Níu starfsmenn fíkniefnadeildar lögreglu lýstu yfir vantrausti á hendur samstarfsmanni sínum við yfirmann á liðnu ári. Um enn eitt dæmið var að ræða þar sem efasemdir voru uppi um heilindi hans í starfi. 8. janúar 2016 18:30
Lögregluforingi segir fjölmiðla fara offari Ómar Smári Ármannsson vandar fjölmiðlum ekki kveðjurnar og telur umfjöllun þeirra litast af minnimáttarkennd gagnvart lögreglunni. 8. janúar 2016 10:55
Karl Steinar: Ég fylgdi öllum reglum í mínu starfi Fyrrverandi yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar neitar að nokkuð athugavert hafi verið við vinnubrögð sín. 9. janúar 2016 07:00
Fulltrúinn enn við störf þrátt fyrir að rannsókn sé hafin Sigríður Björk Guðjónsdóttir segir að ekki hafi náðst að skoða málið. Tíðindi af rannsókninni hafi borist embættinu í dag. 12. janúar 2016 15:18
Þöggun í kringum rannsókn Atli Gíslason fór fyrir viðamikilli rannsókn á störfum lögreglu fyrir tuttugu árum. Skýrslan var aldrei gerð opinber. 9. janúar 2016 12:15