Fimm þingmenn í námi og nokkrir með hliðarverkefni Aðalsteinn Kjartansson skrifar 13. janúar 2016 10:30 Þingmennirnir sem stunda nám segja flestir námið gagnast störfum sínum á Alþingi. Vísir/Ernir Fimm þingmenn stunda nám með fram þingmennsku. Fjórir til viðbótar hafa stundað nám eða hafa nýlokið námi sem þeir stunduðu samhliða þingmennsku. Þá eru sex þingmenn sem eru í aukavinnu eða taka að sér verkefni samhliða þingmennsku. Vísir hafði samband við alla þingmenn og ráðherrana og spurði hvort þeir leggðu stund á nám meðfram þingmennsku, hvort þeir stunduðu vinnu samhliða þingmennsku og hvort þeir væru virkir í félagsstörfum. Flestir sögðust virkir í félagsstörfum en þau snérust í flestum tilvikum um stjórnmál.Gagnast þingstörfunum Róbert Marshall, Silja Dögg Gunnarsdóttir, Haraldur Einarsson, Jóhanna María Sigmundsdóttir og Katrín Júlíusdóttir sögðust stunda eitthvert nám samhliða þingstörfum. Til viðbótar voru Elsa Lára Arnardóttir, Karl Garðarsson, Sigrún Magnúsdóttir og Vilhjálmur Árnason í námi nýverið. Róbert segist bæði í námi og stunda vinnu á sumrin.Vísir/VilhelmRóbert, þingmaður Bjartrar framtíðar, leggur stund á fjarnám í náttúru- og umhverfisfræði við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri. „Kúrsarnir sem um ræðir tengjast með beinum hætti störfum mínum sem þingmaður. Í umhverfisnefnd, þingvallanefnd og stjórnarskrárnefnd hefur nám í siðfræði náttúrunnar og landnýtingu dýpkað skilning minn á á viðfangsefninu,“ segir hann. „Þetta hefur ekkert bitnað á vinnu minni, nema síður sé. Ég á reyndar erfitt með að ímynda mér, árið 2016, að nokkur vinnuveitandi myndi gera annað en að fagna því að starfsmenn reyni að gera sig betri í því sem þeir starfa við.“ Silja Dögg, þingkona Framsóknarflokks, stundar fjarnám við Háskólann á Bifröst í alþjóðaviðskiptum á meistarastigi. Haraldur, flokksbróðir hennar stundar grunnnám í umhverfis- og byggingaverkfræði við Háskóla Íslands. „Tek að jafnaði eitt próf á önn,“ segir hann um framgang námsins. Jóhanna María, þingkona Framsóknarflokks, segist vera í tveimur áföngum við Háskólann á Bifröst. Katrín, þingkona og varaformaður Samfylkingarinnar, er í MBA-námi við Háskólann í Reykjavík. „Nýti minn frítíma í það. Er kennt aðra hverja helgi,“ segir hún. „Stuttar annir svo að námið rekst ekki á mestu álagspunkta þingsins. Klára í vor.“Hætt eða búin með nám Elsa Lára, þingkona Framsóknarflokks, tók tvo áfanga í stjórnun og forystu við Háskólann á Bifröst á síðasta ári. „Það var fjarnám sem skipulagt var með vinnu. Hef hætt því námi,“ segir hún. Karl er búinn með sitt nám; ML nám í lögfræði.vísir/gvaFlokksbróðir hennar Karl segist ekki vera í námi í dag en að hann hafi verið í ML námi í lögfræði við Háskólann í Reykjavík sem lauk á fyrri hluta síðasta árs. „Það nám tengdist vinnu minni á þinginu beint, þar sem ég tók m.a. kúrsa í lagasetningu. Það styrkti mig í starfi sem þingmaður,“ segir hann. Sigrún, þingmaður Framsóknarflokks og umhverfis- og auðlindaráðherra, var hætt í námi áður en hún tók við sem ráðherraembætti. Hún segist hafa farið á námskeið um Þingvallaþjóðgarð í Endurmenntun Háskóla Íslands til að vera betur fær að sinna hlutverki sínu sem formaður þjóðgarðsins. „Þetta var haustið 2014 - minnir mig,“ segir hún. Vilhjálmur, þingmaður Sjálfstæðisflokks, lauk meistaranámi í lögfræði síðastliðið vor sem hann stundaði samhliða þingstörfum. „Lokaritgerðin mín fjallaði um ölvunarakstur en við skrif á henni gafst mér tækifæri á að fá innsýn inn í hvað megi gera til þess að draga úr ölvunarakstri og umferðarslysum sem slíkum akstri fylgir,“ segir hann. „Sjálfur tel ég að þingmönnum geti verið hollt að stunda nám samhliða þingstörfum enda getur það farið vel saman.“Í vinnu eða með verkefni Róbert Marshall, Brynjar Níelsson, Katrín Jakobsdóttir, Óttarr Proppé, Páll Jóhann Pálsson og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir segjast öll hafa sinnt öðrum störfum samhliða þingmennsku. Róbert og Bjarkey segjast þó aðeins starfa annað á meðan þingið er í leyfi. Róbert segist stundum starfa sem fararstjóri á sumrin fyrir Ferðafélag Íslands og Bjarkey, þingkona Vinstri grænna, rekur lítið gisti- og kaffihús á sumrin með fjölskyldu sinni sem hún segist aðeins vinna í á þeim tíma sem þinghald er ekki. Róbert er eini þingmaðurinn sem segist bæði vinna og er í námi með fram þingmennsku.Þingmaðurinn og tónlistarmaðurinn Óttarr segist taka stundum að sér verkefni tengdum tónlist, kvikmyndagerð og sviðslistum.vísir/StefánKatrín, þingmaður og formaður Vinstri grænna, segist stundum halda fyrirlestra um bókmenntir. Óttarr, þingmaður og formaður Bjartrar framtíðar, segist að upplagi vera listamaður og að hann komi stundum að verkefnum tengdum tónlist, kvikmyndagerð og sviðslistum. „Stöku sinnum fæ ég greitt fyrir slíkt en það er mjög tilviljanakennt,“ segir hann. Brynjar, þingmaður Sjálfstæðisflokks, er stundakennari við Háskóla Íslands. „En vinnuframlagið er óverulegt eða ca. 10-12 kennslustundir á vetri,“ segir hann í svari sínu við fyrirspurninni. Páll Jóhann, þingmaður Framsóknarflokks, er varabæjarfulltrúi í Grindavík og situr sem slíkur sem aðalmaður í hafnarstjórn bæjarins.Sjö sem ekki svara Einar K. Guðfinnsson, Guðlaugur Þór Þórðarson, Gunnar Bragi Sveinsson, Höskuldur Þórhallsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Unnur Brá Konráðsdóttir og Vigdís Hauksdóttir svöruðu ekki fyrirspurn fréttastofu þrátt fyrir ítrekanir. Í hagsmunaskráningum þeirra kemur hins vegar ekkert fram um nám eða önnur störf að undanskilinni setu Gunnars Braga, þingmanns Framsóknarflokks og utanríkisráðherra, í sveitarstjórn Skagafjarðar. Samkvæmt hagsmunaskráningunni hefur hann þó afsalað sér föstum greiðslum. Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Innlent Fleiri fréttir Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig til hlés Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Sjá meira
Fimm þingmenn stunda nám með fram þingmennsku. Fjórir til viðbótar hafa stundað nám eða hafa nýlokið námi sem þeir stunduðu samhliða þingmennsku. Þá eru sex þingmenn sem eru í aukavinnu eða taka að sér verkefni samhliða þingmennsku. Vísir hafði samband við alla þingmenn og ráðherrana og spurði hvort þeir leggðu stund á nám meðfram þingmennsku, hvort þeir stunduðu vinnu samhliða þingmennsku og hvort þeir væru virkir í félagsstörfum. Flestir sögðust virkir í félagsstörfum en þau snérust í flestum tilvikum um stjórnmál.Gagnast þingstörfunum Róbert Marshall, Silja Dögg Gunnarsdóttir, Haraldur Einarsson, Jóhanna María Sigmundsdóttir og Katrín Júlíusdóttir sögðust stunda eitthvert nám samhliða þingstörfum. Til viðbótar voru Elsa Lára Arnardóttir, Karl Garðarsson, Sigrún Magnúsdóttir og Vilhjálmur Árnason í námi nýverið. Róbert segist bæði í námi og stunda vinnu á sumrin.Vísir/VilhelmRóbert, þingmaður Bjartrar framtíðar, leggur stund á fjarnám í náttúru- og umhverfisfræði við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri. „Kúrsarnir sem um ræðir tengjast með beinum hætti störfum mínum sem þingmaður. Í umhverfisnefnd, þingvallanefnd og stjórnarskrárnefnd hefur nám í siðfræði náttúrunnar og landnýtingu dýpkað skilning minn á á viðfangsefninu,“ segir hann. „Þetta hefur ekkert bitnað á vinnu minni, nema síður sé. Ég á reyndar erfitt með að ímynda mér, árið 2016, að nokkur vinnuveitandi myndi gera annað en að fagna því að starfsmenn reyni að gera sig betri í því sem þeir starfa við.“ Silja Dögg, þingkona Framsóknarflokks, stundar fjarnám við Háskólann á Bifröst í alþjóðaviðskiptum á meistarastigi. Haraldur, flokksbróðir hennar stundar grunnnám í umhverfis- og byggingaverkfræði við Háskóla Íslands. „Tek að jafnaði eitt próf á önn,“ segir hann um framgang námsins. Jóhanna María, þingkona Framsóknarflokks, segist vera í tveimur áföngum við Háskólann á Bifröst. Katrín, þingkona og varaformaður Samfylkingarinnar, er í MBA-námi við Háskólann í Reykjavík. „Nýti minn frítíma í það. Er kennt aðra hverja helgi,“ segir hún. „Stuttar annir svo að námið rekst ekki á mestu álagspunkta þingsins. Klára í vor.“Hætt eða búin með nám Elsa Lára, þingkona Framsóknarflokks, tók tvo áfanga í stjórnun og forystu við Háskólann á Bifröst á síðasta ári. „Það var fjarnám sem skipulagt var með vinnu. Hef hætt því námi,“ segir hún. Karl er búinn með sitt nám; ML nám í lögfræði.vísir/gvaFlokksbróðir hennar Karl segist ekki vera í námi í dag en að hann hafi verið í ML námi í lögfræði við Háskólann í Reykjavík sem lauk á fyrri hluta síðasta árs. „Það nám tengdist vinnu minni á þinginu beint, þar sem ég tók m.a. kúrsa í lagasetningu. Það styrkti mig í starfi sem þingmaður,“ segir hann. Sigrún, þingmaður Framsóknarflokks og umhverfis- og auðlindaráðherra, var hætt í námi áður en hún tók við sem ráðherraembætti. Hún segist hafa farið á námskeið um Þingvallaþjóðgarð í Endurmenntun Háskóla Íslands til að vera betur fær að sinna hlutverki sínu sem formaður þjóðgarðsins. „Þetta var haustið 2014 - minnir mig,“ segir hún. Vilhjálmur, þingmaður Sjálfstæðisflokks, lauk meistaranámi í lögfræði síðastliðið vor sem hann stundaði samhliða þingstörfum. „Lokaritgerðin mín fjallaði um ölvunarakstur en við skrif á henni gafst mér tækifæri á að fá innsýn inn í hvað megi gera til þess að draga úr ölvunarakstri og umferðarslysum sem slíkum akstri fylgir,“ segir hann. „Sjálfur tel ég að þingmönnum geti verið hollt að stunda nám samhliða þingstörfum enda getur það farið vel saman.“Í vinnu eða með verkefni Róbert Marshall, Brynjar Níelsson, Katrín Jakobsdóttir, Óttarr Proppé, Páll Jóhann Pálsson og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir segjast öll hafa sinnt öðrum störfum samhliða þingmennsku. Róbert og Bjarkey segjast þó aðeins starfa annað á meðan þingið er í leyfi. Róbert segist stundum starfa sem fararstjóri á sumrin fyrir Ferðafélag Íslands og Bjarkey, þingkona Vinstri grænna, rekur lítið gisti- og kaffihús á sumrin með fjölskyldu sinni sem hún segist aðeins vinna í á þeim tíma sem þinghald er ekki. Róbert er eini þingmaðurinn sem segist bæði vinna og er í námi með fram þingmennsku.Þingmaðurinn og tónlistarmaðurinn Óttarr segist taka stundum að sér verkefni tengdum tónlist, kvikmyndagerð og sviðslistum.vísir/StefánKatrín, þingmaður og formaður Vinstri grænna, segist stundum halda fyrirlestra um bókmenntir. Óttarr, þingmaður og formaður Bjartrar framtíðar, segist að upplagi vera listamaður og að hann komi stundum að verkefnum tengdum tónlist, kvikmyndagerð og sviðslistum. „Stöku sinnum fæ ég greitt fyrir slíkt en það er mjög tilviljanakennt,“ segir hann. Brynjar, þingmaður Sjálfstæðisflokks, er stundakennari við Háskóla Íslands. „En vinnuframlagið er óverulegt eða ca. 10-12 kennslustundir á vetri,“ segir hann í svari sínu við fyrirspurninni. Páll Jóhann, þingmaður Framsóknarflokks, er varabæjarfulltrúi í Grindavík og situr sem slíkur sem aðalmaður í hafnarstjórn bæjarins.Sjö sem ekki svara Einar K. Guðfinnsson, Guðlaugur Þór Þórðarson, Gunnar Bragi Sveinsson, Höskuldur Þórhallsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Unnur Brá Konráðsdóttir og Vigdís Hauksdóttir svöruðu ekki fyrirspurn fréttastofu þrátt fyrir ítrekanir. Í hagsmunaskráningum þeirra kemur hins vegar ekkert fram um nám eða önnur störf að undanskilinni setu Gunnars Braga, þingmanns Framsóknarflokks og utanríkisráðherra, í sveitarstjórn Skagafjarðar. Samkvæmt hagsmunaskráningunni hefur hann þó afsalað sér föstum greiðslum.
Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Innlent Fleiri fréttir Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig til hlés Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent