Deilur um upphaf landnáms sagðar heillandi viðfangsefni Kristján Már Unnarsson skrifar 11. janúar 2016 17:45 Áhugaverðar rökræður fara nú fram innan vísinda- og fræðasamfélagsins, og meðal áhugamanna um landnámið, um hvort tilefni sé til að endurskrifa Íslandssöguna í ljósi nýrra vísbendinga um elstu byggð í landinu. Um þetta verður fjallað í Landnemunum, nýrri þáttaröð sem hefst á Stöð 2 kl. 20.40 í kvöld. „Þetta er svo heillandi viðfangsefni að fara ofan í þetta að maður verður bara að vara sig að sökkva ekki alveg,“ segir Guðmundur G. Þórarinsson verkfræðingur, einn þeirra áhugamanna sem eru á kafi í landnámssögunni. Í kennslubókunum sem íslensk skólabörn lærðu nær alla síðustu öld var sagan á þá leið að Ingólfur Arnarson hafi verið fyrsti landnámsmaðurinn og hann hafi byggt bæ sinn í Reykjavík árið 874. En svo fundu fornleifafræðingar mannvirki í Aðalstræti, sem þar átti ekki að vera, ef sagan um Ingólf væri rétt; hlaðinn túngarð. Hann þykir ótvíræð sönnun þess að einhver var byrjaður með skepnuhald í Reykjavík fyrir árið 870, því garðurinn fannst undir svokölluðu landnámsöskulagi. „Þannig að annaðhvort hefur Ingólfur komið fyrr en sagt er í ritheimildum eða einhver hefur verið hér á undan honum,“ segir Gunnar Karlsson sagnfræðingur, einn viðmælanda þáttarins, en hann vinnur nú að ritun landnámssögu Íslands.Lengi hefur verið deilt um niðurstöður Margrétar Hermanns Auðardóttur fornleifafræðings, um mun eldra upphaf byggðar í Vestmannaeyjum. Deilurnar birtust á fjörugum fundum á vegum Miðaldastofu Háskóla Íslands í fyrra, meðal annars um nýlegar niðurstöður vestur íslenska fornleifafræðingsins Kristjáns Ahronson, um að hellir undir Eyjafjöllum hafi verið grafinn út af mönnum í kringum árið 800. Páll Theodórsson eðlisfræðingur, sem varið hefur aldursgreiningar Margrétar, segir mjög margt benda til að landnám sé 100-200 árum eldra en hingað til hafi verið talið. Þá gagnrýnir hann viðbrögð íslenskra fornleifafræðinga við niðurstöðum Kristjáns Ahronson. Fornleifauppgröftur sem staðið hefur yfir í Höfnum á Reykjanesi undanfarinn áratug, með hléum, er kannski einhver sá mest spennandi á Íslandi um þessar mundir. Þar er nefnilega búið að finna rústir skála sem einhver virðist hafa reist löngu á undan Ingólfi.Bjarni F. Einarsson fornleifafræðingur tímasetur mannvirkið einhverjum áratugum fyrr, jafnvel aftur til ársins 800. En kallar þetta á að einhverjir kaflar Íslandssögunnar verði endurskrifaðir? „Væntanlega. Skrifa þá aðeins betur, kannski,“ svarar Bjarni. Landnemarnir Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Sjá meira
Áhugaverðar rökræður fara nú fram innan vísinda- og fræðasamfélagsins, og meðal áhugamanna um landnámið, um hvort tilefni sé til að endurskrifa Íslandssöguna í ljósi nýrra vísbendinga um elstu byggð í landinu. Um þetta verður fjallað í Landnemunum, nýrri þáttaröð sem hefst á Stöð 2 kl. 20.40 í kvöld. „Þetta er svo heillandi viðfangsefni að fara ofan í þetta að maður verður bara að vara sig að sökkva ekki alveg,“ segir Guðmundur G. Þórarinsson verkfræðingur, einn þeirra áhugamanna sem eru á kafi í landnámssögunni. Í kennslubókunum sem íslensk skólabörn lærðu nær alla síðustu öld var sagan á þá leið að Ingólfur Arnarson hafi verið fyrsti landnámsmaðurinn og hann hafi byggt bæ sinn í Reykjavík árið 874. En svo fundu fornleifafræðingar mannvirki í Aðalstræti, sem þar átti ekki að vera, ef sagan um Ingólf væri rétt; hlaðinn túngarð. Hann þykir ótvíræð sönnun þess að einhver var byrjaður með skepnuhald í Reykjavík fyrir árið 870, því garðurinn fannst undir svokölluðu landnámsöskulagi. „Þannig að annaðhvort hefur Ingólfur komið fyrr en sagt er í ritheimildum eða einhver hefur verið hér á undan honum,“ segir Gunnar Karlsson sagnfræðingur, einn viðmælanda þáttarins, en hann vinnur nú að ritun landnámssögu Íslands.Lengi hefur verið deilt um niðurstöður Margrétar Hermanns Auðardóttur fornleifafræðings, um mun eldra upphaf byggðar í Vestmannaeyjum. Deilurnar birtust á fjörugum fundum á vegum Miðaldastofu Háskóla Íslands í fyrra, meðal annars um nýlegar niðurstöður vestur íslenska fornleifafræðingsins Kristjáns Ahronson, um að hellir undir Eyjafjöllum hafi verið grafinn út af mönnum í kringum árið 800. Páll Theodórsson eðlisfræðingur, sem varið hefur aldursgreiningar Margrétar, segir mjög margt benda til að landnám sé 100-200 árum eldra en hingað til hafi verið talið. Þá gagnrýnir hann viðbrögð íslenskra fornleifafræðinga við niðurstöðum Kristjáns Ahronson. Fornleifauppgröftur sem staðið hefur yfir í Höfnum á Reykjanesi undanfarinn áratug, með hléum, er kannski einhver sá mest spennandi á Íslandi um þessar mundir. Þar er nefnilega búið að finna rústir skála sem einhver virðist hafa reist löngu á undan Ingólfi.Bjarni F. Einarsson fornleifafræðingur tímasetur mannvirkið einhverjum áratugum fyrr, jafnvel aftur til ársins 800. En kallar þetta á að einhverjir kaflar Íslandssögunnar verði endurskrifaðir? „Væntanlega. Skrifa þá aðeins betur, kannski,“ svarar Bjarni.
Landnemarnir Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Sjá meira