Frakkland hafði betur gegn Dönum, 29-26, í leiknum um fimmta sætið á EM í Póllandi. Frakkar höfðu tveggja marka forystu í hálfleik, 15-14, en leikmenn sem höfðu lítið spilað til þessa á mótinu fengu stærra hlutverk hjá báðum liðum í leiknum.
Frakkar byrjuðu mjög vel og komust í 4-0, 7-2 og 9-4 forystu snemma í leiknum en þá rönkuðu lærisveinar Guðmundar Guðmundssonar við sér og minnkuðu muninn í eitt mark, 12-11, þegar fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleik.
Það var meira jafnræði með liðunum í síðari hálfleik og staðan var jöfn, 26-26, þegar tæpar átta mínútur voru til leiksloka. En þá hrundi sóknarleikur Dana sem skoruðu ekki mark það sem eftir lifði leiksins og Frakkar sigldu sigrinum nokkuð þægilega í höfn.
Thierry Omeyer átti stórleik í marki Frakka og varði 20 skot en markahæstur hjá þeim var Benoit Kounkoud með átta mörk. Cedric Soirhando kom næstur með sex mörk. Peter Balling skoraði sjö mörk fyrir Dani og Kevin Möller varði tíu skot í markinu.
Eftir góða byrjun hjá Dönum á EM í Póllandi þar sem liðið vann fyrstu fimm leiki sína tókst liðinum ekki að vinna síðustu þrjá leiki sína og endaði því í sjötta sæti. Fyrir mótið var gefið út að fyrsta markmið liðsins væri að komast í undanúrslit en það tókst ekki, annað stórmótið í röð.
Frakkar eru heldur ekki sáttir við þessa niðurstöðu enda ríkjandi heims-, Evrópu- og Ólympíumeistarar.
Frakkar lögðu Dani
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið

Allt annað en sáttur með Frey
Fótbolti


Lögreglumaður var fótboltabulla í felum
Enski boltinn

„Geitin“ í kvennakörfunni hætt
Körfubolti

„Fyrr skal ég dauður liggja“
Enski boltinn



Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað
Íslenski boltinn

