Dagur, hvernig ferðu að þessu? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. janúar 2016 06:00 Vísir/Getty Hafi einhver minnsti vafi verið um hæfileika Dags Sigurðssonar sem þjálfara þá hefur hann gulltryggt sig í hóp bestu handboltaþjálfara heims með framgöngu sinni á Evrópumótinu í Póllandi. Dagur Sigurðsson er kominn með þýska landsliðið í undanúrslit á EM þrátt fyrir gríðarleg forföll sem hefðu bugað flest landslið heimsins. Dagur hefur aftur á móti sigrast á mótlætinu sem og fimm síðustu andstæðingum sínum á EM. Dagur er líka hátt metinn í Þýskalandi. Honum hefur verið líkt við Pep Guardiola og þýskir handboltaspekingar hafa talað um að það hafi verið guðsgjöf til þýska handboltans þegar hann tók við liðinu fyrir rúmum sautján mánuðum á tímapunkti þegar þýska handboltalandsliði mátti muna sín fífil fegurri.Sjá einnig: Milljónir Þjóðverja fylgdust ævintýri Dags og þýska landsliðsins Dagur fór strax í það að hreinsa til í liðinu þegar hann tók við og talaði um það frá fyrsta degi að hann væri að búa til framtíðarlið. Þýska liðið kom því mörgum á óvart með því að ná engu að síður sjöunda sætinu á HM í Katar. Liðið átti vissulega að geta byggt ofan á það á EM en svo fóru áföllin að dynja yfir. Fimm leikmenn duttu út fyrir mót og tveir leikmenn meiddust síðan á úrslitastundu á mótinu sjálfu. Allt frábærir leikmenn sem komast í flest landslið heims. Þeir eru ekki að spila eina stöðu heldur í fimm af sjö leikstöðum vallarins. Hann er kominn í þriðja kost í báðum stöðunum á vinstri vængnum. Dagur átti hins vegar mótleik við öllum þessum skakkaföllum og líka í leiknum mikilvæga á móti Dönum þegar tveir af þremur atkvæðamestu mönnum liðsins höfðu meiðst í leiknum á undan. Þjóðverjar unnu Dani 25-23 og spila um verðlaun á EM í fyrsta sinn í átta ár. Hér fyrir ofan má sjá hvaða frábæru leikmenn þetta eru sem eru nú fjarri góðu gamni hjá Þjóðverjum.Grafík/FréttablaðiðÞað á eftir að koma í ljós hvort þýska liðinu takist að komast í úrslitaleikinn eða vinna verðlaun í Póllandi en Dagur var enn þá fyrirliði íslenska landsliðsins þegar þýska liðið vann síðast verðlaun á Evrópumóti sem var gull á EM í Slóveníu 2004. Fréttablaðið fékk Alfreð Gíslason til að koma með sitt mat á frammistöðu Dags með þýska liðið. „Það er mjög mikil stemning fyrir liðinu hérna í Þýskalandi sem er virkilega gott,“ segir Alfreð, sem er þjálfari Kiel, en hann gleðst yfir góðu gengi þýska landsliðsins á EM. „Fólk er virkilega ánægt með Dag enda hefur hann gert þetta mjög vel. Alveg frábærlega gert hjá honum. Virkilega fín breidd í liðinu og hann nær að láta menn vinna vel saman. Hann hefur náð upp frábærri liðsstemningu þannig að þetta er á frábæru róli hjá honum,“ segir Alfreð.Sjá einnig: Dagur fagnaði með íslenskum bjór í beinni útsendingu Árangur liðsins er framar björtustu vonum og Dagur er líka nokkuð á undan áætlun í uppbyggingu liðsins. „Þjóðverjar eru komnir með meiri breidd en flest allir aðrir,“ segir Alfreð en getur þýska liðið farið alla leið? „Já, það held ég. Ég hef trú á því að liðið geti það. Það er komin gríðarleg stemning í þetta. Norðmennirnir hafa staðið sig frábærlega líka og komið vel á óvart. Eru með mjög efnilegt lið rétt eins og Þjóðverjarnir. Króatarnir eru í sama hópi. Allt lið á svipuðu róli í dag. Það getur allt gerst,“ segir Alfreð. Þjóðverjar mæta Norðmönnum klukkan 17.30 í kvöld í fyrri undanúrslitaleiknum og sigurvegarinn í þeim leik spilar til úrslita um EM-gullið á móti Spáni eða Króatíu sem mætast í seinni undanúrslitaleiknum klukkan 20.00. EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Fleiri fréttir Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Sjá meira
Hafi einhver minnsti vafi verið um hæfileika Dags Sigurðssonar sem þjálfara þá hefur hann gulltryggt sig í hóp bestu handboltaþjálfara heims með framgöngu sinni á Evrópumótinu í Póllandi. Dagur Sigurðsson er kominn með þýska landsliðið í undanúrslit á EM þrátt fyrir gríðarleg forföll sem hefðu bugað flest landslið heimsins. Dagur hefur aftur á móti sigrast á mótlætinu sem og fimm síðustu andstæðingum sínum á EM. Dagur er líka hátt metinn í Þýskalandi. Honum hefur verið líkt við Pep Guardiola og þýskir handboltaspekingar hafa talað um að það hafi verið guðsgjöf til þýska handboltans þegar hann tók við liðinu fyrir rúmum sautján mánuðum á tímapunkti þegar þýska handboltalandsliði mátti muna sín fífil fegurri.Sjá einnig: Milljónir Þjóðverja fylgdust ævintýri Dags og þýska landsliðsins Dagur fór strax í það að hreinsa til í liðinu þegar hann tók við og talaði um það frá fyrsta degi að hann væri að búa til framtíðarlið. Þýska liðið kom því mörgum á óvart með því að ná engu að síður sjöunda sætinu á HM í Katar. Liðið átti vissulega að geta byggt ofan á það á EM en svo fóru áföllin að dynja yfir. Fimm leikmenn duttu út fyrir mót og tveir leikmenn meiddust síðan á úrslitastundu á mótinu sjálfu. Allt frábærir leikmenn sem komast í flest landslið heims. Þeir eru ekki að spila eina stöðu heldur í fimm af sjö leikstöðum vallarins. Hann er kominn í þriðja kost í báðum stöðunum á vinstri vængnum. Dagur átti hins vegar mótleik við öllum þessum skakkaföllum og líka í leiknum mikilvæga á móti Dönum þegar tveir af þremur atkvæðamestu mönnum liðsins höfðu meiðst í leiknum á undan. Þjóðverjar unnu Dani 25-23 og spila um verðlaun á EM í fyrsta sinn í átta ár. Hér fyrir ofan má sjá hvaða frábæru leikmenn þetta eru sem eru nú fjarri góðu gamni hjá Þjóðverjum.Grafík/FréttablaðiðÞað á eftir að koma í ljós hvort þýska liðinu takist að komast í úrslitaleikinn eða vinna verðlaun í Póllandi en Dagur var enn þá fyrirliði íslenska landsliðsins þegar þýska liðið vann síðast verðlaun á Evrópumóti sem var gull á EM í Slóveníu 2004. Fréttablaðið fékk Alfreð Gíslason til að koma með sitt mat á frammistöðu Dags með þýska liðið. „Það er mjög mikil stemning fyrir liðinu hérna í Þýskalandi sem er virkilega gott,“ segir Alfreð, sem er þjálfari Kiel, en hann gleðst yfir góðu gengi þýska landsliðsins á EM. „Fólk er virkilega ánægt með Dag enda hefur hann gert þetta mjög vel. Alveg frábærlega gert hjá honum. Virkilega fín breidd í liðinu og hann nær að láta menn vinna vel saman. Hann hefur náð upp frábærri liðsstemningu þannig að þetta er á frábæru róli hjá honum,“ segir Alfreð.Sjá einnig: Dagur fagnaði með íslenskum bjór í beinni útsendingu Árangur liðsins er framar björtustu vonum og Dagur er líka nokkuð á undan áætlun í uppbyggingu liðsins. „Þjóðverjar eru komnir með meiri breidd en flest allir aðrir,“ segir Alfreð en getur þýska liðið farið alla leið? „Já, það held ég. Ég hef trú á því að liðið geti það. Það er komin gríðarleg stemning í þetta. Norðmennirnir hafa staðið sig frábærlega líka og komið vel á óvart. Eru með mjög efnilegt lið rétt eins og Þjóðverjarnir. Króatarnir eru í sama hópi. Allt lið á svipuðu róli í dag. Það getur allt gerst,“ segir Alfreð. Þjóðverjar mæta Norðmönnum klukkan 17.30 í kvöld í fyrri undanúrslitaleiknum og sigurvegarinn í þeim leik spilar til úrslita um EM-gullið á móti Spáni eða Króatíu sem mætast í seinni undanúrslitaleiknum klukkan 20.00.
EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Fleiri fréttir Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Sjá meira