Dagur, hvernig ferðu að þessu? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. janúar 2016 06:00 Vísir/Getty Hafi einhver minnsti vafi verið um hæfileika Dags Sigurðssonar sem þjálfara þá hefur hann gulltryggt sig í hóp bestu handboltaþjálfara heims með framgöngu sinni á Evrópumótinu í Póllandi. Dagur Sigurðsson er kominn með þýska landsliðið í undanúrslit á EM þrátt fyrir gríðarleg forföll sem hefðu bugað flest landslið heimsins. Dagur hefur aftur á móti sigrast á mótlætinu sem og fimm síðustu andstæðingum sínum á EM. Dagur er líka hátt metinn í Þýskalandi. Honum hefur verið líkt við Pep Guardiola og þýskir handboltaspekingar hafa talað um að það hafi verið guðsgjöf til þýska handboltans þegar hann tók við liðinu fyrir rúmum sautján mánuðum á tímapunkti þegar þýska handboltalandsliði mátti muna sín fífil fegurri.Sjá einnig: Milljónir Þjóðverja fylgdust ævintýri Dags og þýska landsliðsins Dagur fór strax í það að hreinsa til í liðinu þegar hann tók við og talaði um það frá fyrsta degi að hann væri að búa til framtíðarlið. Þýska liðið kom því mörgum á óvart með því að ná engu að síður sjöunda sætinu á HM í Katar. Liðið átti vissulega að geta byggt ofan á það á EM en svo fóru áföllin að dynja yfir. Fimm leikmenn duttu út fyrir mót og tveir leikmenn meiddust síðan á úrslitastundu á mótinu sjálfu. Allt frábærir leikmenn sem komast í flest landslið heims. Þeir eru ekki að spila eina stöðu heldur í fimm af sjö leikstöðum vallarins. Hann er kominn í þriðja kost í báðum stöðunum á vinstri vængnum. Dagur átti hins vegar mótleik við öllum þessum skakkaföllum og líka í leiknum mikilvæga á móti Dönum þegar tveir af þremur atkvæðamestu mönnum liðsins höfðu meiðst í leiknum á undan. Þjóðverjar unnu Dani 25-23 og spila um verðlaun á EM í fyrsta sinn í átta ár. Hér fyrir ofan má sjá hvaða frábæru leikmenn þetta eru sem eru nú fjarri góðu gamni hjá Þjóðverjum.Grafík/FréttablaðiðÞað á eftir að koma í ljós hvort þýska liðinu takist að komast í úrslitaleikinn eða vinna verðlaun í Póllandi en Dagur var enn þá fyrirliði íslenska landsliðsins þegar þýska liðið vann síðast verðlaun á Evrópumóti sem var gull á EM í Slóveníu 2004. Fréttablaðið fékk Alfreð Gíslason til að koma með sitt mat á frammistöðu Dags með þýska liðið. „Það er mjög mikil stemning fyrir liðinu hérna í Þýskalandi sem er virkilega gott,“ segir Alfreð, sem er þjálfari Kiel, en hann gleðst yfir góðu gengi þýska landsliðsins á EM. „Fólk er virkilega ánægt með Dag enda hefur hann gert þetta mjög vel. Alveg frábærlega gert hjá honum. Virkilega fín breidd í liðinu og hann nær að láta menn vinna vel saman. Hann hefur náð upp frábærri liðsstemningu þannig að þetta er á frábæru róli hjá honum,“ segir Alfreð.Sjá einnig: Dagur fagnaði með íslenskum bjór í beinni útsendingu Árangur liðsins er framar björtustu vonum og Dagur er líka nokkuð á undan áætlun í uppbyggingu liðsins. „Þjóðverjar eru komnir með meiri breidd en flest allir aðrir,“ segir Alfreð en getur þýska liðið farið alla leið? „Já, það held ég. Ég hef trú á því að liðið geti það. Það er komin gríðarleg stemning í þetta. Norðmennirnir hafa staðið sig frábærlega líka og komið vel á óvart. Eru með mjög efnilegt lið rétt eins og Þjóðverjarnir. Króatarnir eru í sama hópi. Allt lið á svipuðu róli í dag. Það getur allt gerst,“ segir Alfreð. Þjóðverjar mæta Norðmönnum klukkan 17.30 í kvöld í fyrri undanúrslitaleiknum og sigurvegarinn í þeim leik spilar til úrslita um EM-gullið á móti Spáni eða Króatíu sem mætast í seinni undanúrslitaleiknum klukkan 20.00. EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Fleiri fréttir Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Sjá meira
Hafi einhver minnsti vafi verið um hæfileika Dags Sigurðssonar sem þjálfara þá hefur hann gulltryggt sig í hóp bestu handboltaþjálfara heims með framgöngu sinni á Evrópumótinu í Póllandi. Dagur Sigurðsson er kominn með þýska landsliðið í undanúrslit á EM þrátt fyrir gríðarleg forföll sem hefðu bugað flest landslið heimsins. Dagur hefur aftur á móti sigrast á mótlætinu sem og fimm síðustu andstæðingum sínum á EM. Dagur er líka hátt metinn í Þýskalandi. Honum hefur verið líkt við Pep Guardiola og þýskir handboltaspekingar hafa talað um að það hafi verið guðsgjöf til þýska handboltans þegar hann tók við liðinu fyrir rúmum sautján mánuðum á tímapunkti þegar þýska handboltalandsliði mátti muna sín fífil fegurri.Sjá einnig: Milljónir Þjóðverja fylgdust ævintýri Dags og þýska landsliðsins Dagur fór strax í það að hreinsa til í liðinu þegar hann tók við og talaði um það frá fyrsta degi að hann væri að búa til framtíðarlið. Þýska liðið kom því mörgum á óvart með því að ná engu að síður sjöunda sætinu á HM í Katar. Liðið átti vissulega að geta byggt ofan á það á EM en svo fóru áföllin að dynja yfir. Fimm leikmenn duttu út fyrir mót og tveir leikmenn meiddust síðan á úrslitastundu á mótinu sjálfu. Allt frábærir leikmenn sem komast í flest landslið heims. Þeir eru ekki að spila eina stöðu heldur í fimm af sjö leikstöðum vallarins. Hann er kominn í þriðja kost í báðum stöðunum á vinstri vængnum. Dagur átti hins vegar mótleik við öllum þessum skakkaföllum og líka í leiknum mikilvæga á móti Dönum þegar tveir af þremur atkvæðamestu mönnum liðsins höfðu meiðst í leiknum á undan. Þjóðverjar unnu Dani 25-23 og spila um verðlaun á EM í fyrsta sinn í átta ár. Hér fyrir ofan má sjá hvaða frábæru leikmenn þetta eru sem eru nú fjarri góðu gamni hjá Þjóðverjum.Grafík/FréttablaðiðÞað á eftir að koma í ljós hvort þýska liðinu takist að komast í úrslitaleikinn eða vinna verðlaun í Póllandi en Dagur var enn þá fyrirliði íslenska landsliðsins þegar þýska liðið vann síðast verðlaun á Evrópumóti sem var gull á EM í Slóveníu 2004. Fréttablaðið fékk Alfreð Gíslason til að koma með sitt mat á frammistöðu Dags með þýska liðið. „Það er mjög mikil stemning fyrir liðinu hérna í Þýskalandi sem er virkilega gott,“ segir Alfreð, sem er þjálfari Kiel, en hann gleðst yfir góðu gengi þýska landsliðsins á EM. „Fólk er virkilega ánægt með Dag enda hefur hann gert þetta mjög vel. Alveg frábærlega gert hjá honum. Virkilega fín breidd í liðinu og hann nær að láta menn vinna vel saman. Hann hefur náð upp frábærri liðsstemningu þannig að þetta er á frábæru róli hjá honum,“ segir Alfreð.Sjá einnig: Dagur fagnaði með íslenskum bjór í beinni útsendingu Árangur liðsins er framar björtustu vonum og Dagur er líka nokkuð á undan áætlun í uppbyggingu liðsins. „Þjóðverjar eru komnir með meiri breidd en flest allir aðrir,“ segir Alfreð en getur þýska liðið farið alla leið? „Já, það held ég. Ég hef trú á því að liðið geti það. Það er komin gríðarleg stemning í þetta. Norðmennirnir hafa staðið sig frábærlega líka og komið vel á óvart. Eru með mjög efnilegt lið rétt eins og Þjóðverjarnir. Króatarnir eru í sama hópi. Allt lið á svipuðu róli í dag. Það getur allt gerst,“ segir Alfreð. Þjóðverjar mæta Norðmönnum klukkan 17.30 í kvöld í fyrri undanúrslitaleiknum og sigurvegarinn í þeim leik spilar til úrslita um EM-gullið á móti Spáni eða Króatíu sem mætast í seinni undanúrslitaleiknum klukkan 20.00.
EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Fleiri fréttir Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Sjá meira