Íslenski riðillinn á í fyrsta sinn tvö af fjórum liðum í undanúrslitunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. janúar 2016 17:45 Björgvin Páll Gústavsson fagnar hér sigri á Norðmönnum ásamt félögum sínum í íslenska landsliðinu. Vísir/Valli Íslenska handboltalandsliðið fór heim eftir aðeins þrjá leiki á EM 2016 en liðið sat eftir í B-riðli Evrópumótsins í Póllandi. Tvö af liðunum fjórum sem voru í íslenskra riðlinum eru aftur á móti komin alla leið í leiki um verðlaun á mótinu. Noregur og Króatía spila bæði í undanúrslitum keppninnar á morgun og geta enn mæst í úrslitaleiknum. Norðmenn mæta Þjóðverjum og Króatar spila við Spánverja. Þetta er í fyrsta sinn síðan Evrópumótið í handbolta hefur verið með núverandi fyrirkomulagi sem tvö lið úr riðli Íslands spila um verðlaun. Frá EM í Svíþjóð 2002 til EM í Danmörku 2014 var það alltaf aðeins eitt lið úr riðli Íslands sem fór alla leið í undanúrslit og í tvígang var það lið Íslands eða í Svíþjóð 2002 og í Austurríki 2010. Ísland varð í 4. sæti á EM 2002 en vann bronsið átta árum síðar. Lið sem hefur verið með Íslandi í riðli hefur ekki unnið Evrópumótið á þessum tíma en Slóvenar komust í úrslitaleikinn á heimavelli árið 2004. Önnur lið úr riðli Íslands hafa spilað um bronsið. Svíþjóð og Rússland sem voru með Íslandi í sex liða riðli á EM í Króatíu 2000 fóru bæði í úrslitaleikinn þar sem Svíar tryggðu sér Evrópumeistaratitilinn.Lið úr riðli Íslands sem hafa farið alla leið í undanúrslitin á Evrópumóti EM 2016 2 (Króatía og Noregur) EM 2014 1 (Spánn) EM 2012 1 (Króatía) EM 2010 1 (Ísland) EM 2006 1 (Frakkland) EM 2006 1 (Danmörk) EM 2004 1 (Slóvenía) EM 2002 1 (Ísland) - Ísland tók fyrst þátt í EM árið 2000 en þá var keppt í tveimur sex liða riðlum og tvö efstu liðin í honum komust beint í undanúrslitin.Sæti liðanna í riðli Íslands frá því að keppni í milliriðlum var tekin upp 2002:EM 2016 ?. sæti - Króatía ?. sæti - Noregur 10. sæti - Hvíta Rússland 13. sæti - ÍslandEM 2014 (Frakkland Evrópumeistari) 3. sæti - Spánn 5. sæti - Ísland 8. sæti - Ungverjaland 14. sæti - NoregurEM 2012 (Danmörk Evrópumeistari) 3. sæti - Króatía 6. sæti - Slóvenía 10. sæti - Ísland 13. sæti - NoregurEM 2010 (Frakkland Evrópumeistari) 3. sæti - Ísland 5. sæti - Danmörk 9. sæti - Austurríki 13. sæti - SerbíaEM 2008 (Danmörk Evrópumeistari) 3. sæti - Frakkland 5. sæti - Svíþjóð 11. sæti - Ísland 16. sæti - SlóvakíaEM 2006 (Frakkland Evrópumeistari) 3. sæti - Danmörk 7. sæti - Ísland 9. sæti - Serbía og Svartfjallaland 13. sæti - UngverjalandEM 2004 (Þýskaland Evrópumeistari) 2. sæti - Slóvenía 9. sæti - Ungverjaland 11. sæti - Tékkland 13. sæti - ÍslandEM 2002 (Svíþjóð Evrópumeistari) 4. sæti - Ísland 7. sæti - Spánn 12. sæti - Slóvenía 13. sæti - Sviss EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Norski lýsandinn tók Adolf Inga á þetta þegar Noregur komst í undanúrslit Sjáðu mennina sem lýstu sigri Noregs gegn Frakklandi í gær truflast í beinni. 28. janúar 2016 15:30 Einkunnagjöf Ekstra Bladet á EM: Guðmundur á pari við Hansen, Landin og Toft Annað stórmótið í röð mistókst Guðmundi Guðmundssyni að koma danska landsliðinu í undanúrslit á stórmóti en Danir spila um fimmta sætið á EM í Póllandi. 28. janúar 2016 13:15 Stærsta tap gestgjafa síðan á HM á Íslandi 1995 Pólverjar komust ekki í undanúrslit á Evrópumótinu í handbolta sem fer fram á þeirra heimavelli en pólska liðið brann yfir á úrslitastundu í gær og steinlá á móti Króatíu. 28. janúar 2016 10:45 Lazarov markahæstur á EM Makedóninn Kiril Lazarov er markahæsti leikmaður EM eftir milliriðlana en ekki er víst að hann nái samt markakóngstitlinum á endanum. 28. janúar 2016 16:30 Innistæðan búin hjá Guðmundi sem þarf að fara ef Danir komast ekki á ÓL Guðmundur Guðmundsson fær að heyra að frá handboltasérfræðingi í Danmörku. 28. janúar 2016 11:45 Veit ekki á hvaða lyfjum heimildarmaður Morgunblaðsins er Alfreð Gíslason, þjálfari Kiel, er furðulostinn á fréttaflutningi Morgunblaðsins sem heldur því fram að Kiel sé til í greiða yfir 700 milljónir króna fyrir Aron Pálmarsson. 28. janúar 2016 13:45 Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Í beinni: FH - Veszprém | Aron stígur hinsta dansinn Handbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: FH - Veszprém | Aron stígur hinsta dansinn Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Sjá meira
Íslenska handboltalandsliðið fór heim eftir aðeins þrjá leiki á EM 2016 en liðið sat eftir í B-riðli Evrópumótsins í Póllandi. Tvö af liðunum fjórum sem voru í íslenskra riðlinum eru aftur á móti komin alla leið í leiki um verðlaun á mótinu. Noregur og Króatía spila bæði í undanúrslitum keppninnar á morgun og geta enn mæst í úrslitaleiknum. Norðmenn mæta Þjóðverjum og Króatar spila við Spánverja. Þetta er í fyrsta sinn síðan Evrópumótið í handbolta hefur verið með núverandi fyrirkomulagi sem tvö lið úr riðli Íslands spila um verðlaun. Frá EM í Svíþjóð 2002 til EM í Danmörku 2014 var það alltaf aðeins eitt lið úr riðli Íslands sem fór alla leið í undanúrslit og í tvígang var það lið Íslands eða í Svíþjóð 2002 og í Austurríki 2010. Ísland varð í 4. sæti á EM 2002 en vann bronsið átta árum síðar. Lið sem hefur verið með Íslandi í riðli hefur ekki unnið Evrópumótið á þessum tíma en Slóvenar komust í úrslitaleikinn á heimavelli árið 2004. Önnur lið úr riðli Íslands hafa spilað um bronsið. Svíþjóð og Rússland sem voru með Íslandi í sex liða riðli á EM í Króatíu 2000 fóru bæði í úrslitaleikinn þar sem Svíar tryggðu sér Evrópumeistaratitilinn.Lið úr riðli Íslands sem hafa farið alla leið í undanúrslitin á Evrópumóti EM 2016 2 (Króatía og Noregur) EM 2014 1 (Spánn) EM 2012 1 (Króatía) EM 2010 1 (Ísland) EM 2006 1 (Frakkland) EM 2006 1 (Danmörk) EM 2004 1 (Slóvenía) EM 2002 1 (Ísland) - Ísland tók fyrst þátt í EM árið 2000 en þá var keppt í tveimur sex liða riðlum og tvö efstu liðin í honum komust beint í undanúrslitin.Sæti liðanna í riðli Íslands frá því að keppni í milliriðlum var tekin upp 2002:EM 2016 ?. sæti - Króatía ?. sæti - Noregur 10. sæti - Hvíta Rússland 13. sæti - ÍslandEM 2014 (Frakkland Evrópumeistari) 3. sæti - Spánn 5. sæti - Ísland 8. sæti - Ungverjaland 14. sæti - NoregurEM 2012 (Danmörk Evrópumeistari) 3. sæti - Króatía 6. sæti - Slóvenía 10. sæti - Ísland 13. sæti - NoregurEM 2010 (Frakkland Evrópumeistari) 3. sæti - Ísland 5. sæti - Danmörk 9. sæti - Austurríki 13. sæti - SerbíaEM 2008 (Danmörk Evrópumeistari) 3. sæti - Frakkland 5. sæti - Svíþjóð 11. sæti - Ísland 16. sæti - SlóvakíaEM 2006 (Frakkland Evrópumeistari) 3. sæti - Danmörk 7. sæti - Ísland 9. sæti - Serbía og Svartfjallaland 13. sæti - UngverjalandEM 2004 (Þýskaland Evrópumeistari) 2. sæti - Slóvenía 9. sæti - Ungverjaland 11. sæti - Tékkland 13. sæti - ÍslandEM 2002 (Svíþjóð Evrópumeistari) 4. sæti - Ísland 7. sæti - Spánn 12. sæti - Slóvenía 13. sæti - Sviss
EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Norski lýsandinn tók Adolf Inga á þetta þegar Noregur komst í undanúrslit Sjáðu mennina sem lýstu sigri Noregs gegn Frakklandi í gær truflast í beinni. 28. janúar 2016 15:30 Einkunnagjöf Ekstra Bladet á EM: Guðmundur á pari við Hansen, Landin og Toft Annað stórmótið í röð mistókst Guðmundi Guðmundssyni að koma danska landsliðinu í undanúrslit á stórmóti en Danir spila um fimmta sætið á EM í Póllandi. 28. janúar 2016 13:15 Stærsta tap gestgjafa síðan á HM á Íslandi 1995 Pólverjar komust ekki í undanúrslit á Evrópumótinu í handbolta sem fer fram á þeirra heimavelli en pólska liðið brann yfir á úrslitastundu í gær og steinlá á móti Króatíu. 28. janúar 2016 10:45 Lazarov markahæstur á EM Makedóninn Kiril Lazarov er markahæsti leikmaður EM eftir milliriðlana en ekki er víst að hann nái samt markakóngstitlinum á endanum. 28. janúar 2016 16:30 Innistæðan búin hjá Guðmundi sem þarf að fara ef Danir komast ekki á ÓL Guðmundur Guðmundsson fær að heyra að frá handboltasérfræðingi í Danmörku. 28. janúar 2016 11:45 Veit ekki á hvaða lyfjum heimildarmaður Morgunblaðsins er Alfreð Gíslason, þjálfari Kiel, er furðulostinn á fréttaflutningi Morgunblaðsins sem heldur því fram að Kiel sé til í greiða yfir 700 milljónir króna fyrir Aron Pálmarsson. 28. janúar 2016 13:45 Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Í beinni: FH - Veszprém | Aron stígur hinsta dansinn Handbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: FH - Veszprém | Aron stígur hinsta dansinn Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Sjá meira
Norski lýsandinn tók Adolf Inga á þetta þegar Noregur komst í undanúrslit Sjáðu mennina sem lýstu sigri Noregs gegn Frakklandi í gær truflast í beinni. 28. janúar 2016 15:30
Einkunnagjöf Ekstra Bladet á EM: Guðmundur á pari við Hansen, Landin og Toft Annað stórmótið í röð mistókst Guðmundi Guðmundssyni að koma danska landsliðinu í undanúrslit á stórmóti en Danir spila um fimmta sætið á EM í Póllandi. 28. janúar 2016 13:15
Stærsta tap gestgjafa síðan á HM á Íslandi 1995 Pólverjar komust ekki í undanúrslit á Evrópumótinu í handbolta sem fer fram á þeirra heimavelli en pólska liðið brann yfir á úrslitastundu í gær og steinlá á móti Króatíu. 28. janúar 2016 10:45
Lazarov markahæstur á EM Makedóninn Kiril Lazarov er markahæsti leikmaður EM eftir milliriðlana en ekki er víst að hann nái samt markakóngstitlinum á endanum. 28. janúar 2016 16:30
Innistæðan búin hjá Guðmundi sem þarf að fara ef Danir komast ekki á ÓL Guðmundur Guðmundsson fær að heyra að frá handboltasérfræðingi í Danmörku. 28. janúar 2016 11:45
Veit ekki á hvaða lyfjum heimildarmaður Morgunblaðsins er Alfreð Gíslason, þjálfari Kiel, er furðulostinn á fréttaflutningi Morgunblaðsins sem heldur því fram að Kiel sé til í greiða yfir 700 milljónir króna fyrir Aron Pálmarsson. 28. janúar 2016 13:45