Sagt upp því að hún vildi ekki skipta um stjórnmálaflokk Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 28. janúar 2016 07:00 Dega-fjölskyldan hyggst höfða einkamál á hendur ríkinu í því skyni að fá úrskurði kærunefndar útlendingamála snúið og freista þess að halda áfram að búa í örygginu á Íslandi. vísir/anton Dega-fjölskyldan flúði Albaníu á síðasta ári sökum ofsókna vegna stjórnmálaskoðana og vegna lélegrar geðheilbrigðisþjónustu fyrir elsta soninn sem glímir við geðklofa. Þann 14. október á síðasta ári synjaði Útlendingastofnun fjölskyldunni um hæli, dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða og dvalarleyfi vegna sérstakra tengsla við landið. Þann 7. janúar staðfesti kærunefnd útlendingamála þá ákvörðun Útlendingastofnunar og gerði fjölskyldunni að yfirgefa landið. Sótt hefur verið um frestun réttaráhrifa þeirrar ákvörðunar og er beðið eftir niðurstöðu þar að lútandi. Fyrst nú um þessar mundir kemur fjölskyldan fram í fjölmiðlum og segir sína sögu. Áður hafði hún óttast að segja sögu sína. Þau Nazmie og Skender Dega bjuggu fyrir flóttann ásamt þremur börnum sínum, þeim Visar, Joniada og Viken, í Tropoje í Albaníu. Hjónin eru bæði kennaramenntuð og Skender er þar að auki með meistarapróf í stjórnsýslu og alþjóðarétti. Stjórnmálaþátttaka Skenders hefur haft afdrifarík áhrif á velferð og öryggi fjölskyldunnar. Hann var félagi í albanska demókrataflokknum. Eftir að flokkurinn lenti í minnihluta árið 2013 fann fjölskyldan fyrir mismunun. „Ég var rekinn og fann fljótt að ég gat ekki fengið aðra vinnu. Það var útilokað. Það var búið að útskúfa mér,“ segir Skender sem kveður Nazmie einnig hafa verið rekna. „Þá hafa okkur borist hótanir um líflát og ofbeldi frá valdamiklum manni í meirihlutanum sem er við völd í Tropoje. Við erum ekki örugg og getum ekki reitt okkur á aðstoð frá yfirvöldum. Spillingin er of mikil og ítök þess flokks sem nú er við völd ná til lögreglunnar.“ Nazmie tekur til máls: „Einn daginn þá er ég beðin um að skrifa undir plagg þar sem ég skrái mig í annan stjórnmálaflokk. Ég neitaði og var strax sagt upp störfum.“ Skender segir þau hafa fengið nóg. „Ég og konan mín erum útskúfuð, okkur hefur verið hótað og við óttumst mjög um líf okkar og velferð. Streitan sem aðstæður okkar hafa valdið hefur tekið sinn toll. Ég fékk heilablóðfall og sonur minn veiktist mjög skyndilega.“ Að sögn Skenders er geðheilbrigðisþjónustuna í Albaníu mjög vanþróuð og dýr. „Heilbrigðiskerfið er mjög veikburða og það er líka spillt. Lyf eru seld af einkaaðilum og alls ekki til nauðsynleg lyf við öllum sjúkdómum. Við þurftum að fara með drenginn úr landi til að fá greiningu og rétt lyf. Nú þegar hann er kominn til Íslands svarar hann í fyrsta skipti meðferð,“ segir Skender. Nú er kærunefnd útlendingamála hefur vísað fjölskyldunni úr landi taka dómstólarnir við. Fjölskyldan hyggst höfða einkamál gegn ríkinu í því skyni að fá úrskurðinum snúið við og freista þess þannig að fá að halda áfram að búa í örygginu á Íslandi. „Við getum ekki farið til baka. Þá er þetta bara búið,“ segir Skender. Flóttamenn Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis Sjá meira
Dega-fjölskyldan flúði Albaníu á síðasta ári sökum ofsókna vegna stjórnmálaskoðana og vegna lélegrar geðheilbrigðisþjónustu fyrir elsta soninn sem glímir við geðklofa. Þann 14. október á síðasta ári synjaði Útlendingastofnun fjölskyldunni um hæli, dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða og dvalarleyfi vegna sérstakra tengsla við landið. Þann 7. janúar staðfesti kærunefnd útlendingamála þá ákvörðun Útlendingastofnunar og gerði fjölskyldunni að yfirgefa landið. Sótt hefur verið um frestun réttaráhrifa þeirrar ákvörðunar og er beðið eftir niðurstöðu þar að lútandi. Fyrst nú um þessar mundir kemur fjölskyldan fram í fjölmiðlum og segir sína sögu. Áður hafði hún óttast að segja sögu sína. Þau Nazmie og Skender Dega bjuggu fyrir flóttann ásamt þremur börnum sínum, þeim Visar, Joniada og Viken, í Tropoje í Albaníu. Hjónin eru bæði kennaramenntuð og Skender er þar að auki með meistarapróf í stjórnsýslu og alþjóðarétti. Stjórnmálaþátttaka Skenders hefur haft afdrifarík áhrif á velferð og öryggi fjölskyldunnar. Hann var félagi í albanska demókrataflokknum. Eftir að flokkurinn lenti í minnihluta árið 2013 fann fjölskyldan fyrir mismunun. „Ég var rekinn og fann fljótt að ég gat ekki fengið aðra vinnu. Það var útilokað. Það var búið að útskúfa mér,“ segir Skender sem kveður Nazmie einnig hafa verið rekna. „Þá hafa okkur borist hótanir um líflát og ofbeldi frá valdamiklum manni í meirihlutanum sem er við völd í Tropoje. Við erum ekki örugg og getum ekki reitt okkur á aðstoð frá yfirvöldum. Spillingin er of mikil og ítök þess flokks sem nú er við völd ná til lögreglunnar.“ Nazmie tekur til máls: „Einn daginn þá er ég beðin um að skrifa undir plagg þar sem ég skrái mig í annan stjórnmálaflokk. Ég neitaði og var strax sagt upp störfum.“ Skender segir þau hafa fengið nóg. „Ég og konan mín erum útskúfuð, okkur hefur verið hótað og við óttumst mjög um líf okkar og velferð. Streitan sem aðstæður okkar hafa valdið hefur tekið sinn toll. Ég fékk heilablóðfall og sonur minn veiktist mjög skyndilega.“ Að sögn Skenders er geðheilbrigðisþjónustuna í Albaníu mjög vanþróuð og dýr. „Heilbrigðiskerfið er mjög veikburða og það er líka spillt. Lyf eru seld af einkaaðilum og alls ekki til nauðsynleg lyf við öllum sjúkdómum. Við þurftum að fara með drenginn úr landi til að fá greiningu og rétt lyf. Nú þegar hann er kominn til Íslands svarar hann í fyrsta skipti meðferð,“ segir Skender. Nú er kærunefnd útlendingamála hefur vísað fjölskyldunni úr landi taka dómstólarnir við. Fjölskyldan hyggst höfða einkamál gegn ríkinu í því skyni að fá úrskurðinum snúið við og freista þess þannig að fá að halda áfram að búa í örygginu á Íslandi. „Við getum ekki farið til baka. Þá er þetta bara búið,“ segir Skender.
Flóttamenn Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis Sjá meira