Umfjöllun: Þýskaland - Danmörk 25-23 | Dagur skellti Guðmundi og fer í undanúrslit Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. janúar 2016 19:15 Guðmundur Guðmundsson eftir leikinn í kvöld. Vísir/AFP Þýskaland tryggði sér sæti í undanúrslitum á EM í Póllandi eftir magnaðan sigur á Danmörku, 25-23, í dag. Lemstrað lið Þjóðverja, undir stjórn Dags Sigurðssonar, hefur komið á óvart á mótinu í Póllandi og margir reiknuðu með að geysisterkt lið Dana, liði Guðmundar Guðmundssonar, yrði of stór biti fyrir þá þýsku. Svo reyndist ekki vera en lærisveinar Dags tryggðu sér sigurinn með því að skora fjögur síðustu mörk leiksins. Mikkel Hansen kom Dönum tveimur mörkum yfir, 21-23, þegar sjö og hálf mínúta var eftir en líkt og gegn Svíþjóð í gær gaf danska liðið eftir á lokakaflanum. Danmörk verður nú að treysta á að Spánn vinni ekki Rússland síðar í kvöld til að komast í undanúrslit mótsins. Danir voru fyrri til skora framan af leik. Mads Mensah Larsen byrjaði leikinn vel og skoraði tvö af fyrstu þremur mörkum Danmerkur. Hinum megin var Fabian Wiede, sem kom inn í byrjunarliðið fyrir Steffen Weinhold, sterkur en hann skoraði tvö af fyrstu fjórum mörkum Þýskalands, fiskaði víti sem skilaði marki og eina brottvísun; allt á fyrstu 11 mínútum leiksins. Þjóðverjar spiluðu til skiptis 6-0 og 4-2 vörn sem Danir leystu misvel. Eftir fimm dönsk mörk á fyrstu níu mínútunum kom tregða í sóknarleikinn sem Mikkel Hansen leysti reyndar ágætlega úr en hann skoraði þrjú mörk í röð um miðbik fyrri hálfleiks. Hansen kom Dönum í 7-8 en þá komu þrjú þýsk mörk í röð. Steffen Fäth fór mikinn á þessum kafla en hann var markahæstur Þjóðverja í fyrri hálfleik með fimm mörk úr sex skotum. Kai Häfner, sem kom inn í þýska hópinn fyrir leikinn, kom Þjóðverjum tveimur mörkum yfir, 10-8, þegar átta mínútur voru til hálfleiks. Danir voru hins vegar sterkir á lokakaflanum í fyrri hálfleik sem þeir unnu 5-2. Michael Damgaard átti flotta innkomu í sóknina og Niklas Landin fór loks að verja. Danir skoruðu fjögur mörk í röð og komust tveimur mörkum yfir, 10-12, en tvö af þremur síðustu mörkum fyrri hálfleik voru þýsk og því var forysta Dana í hálfleik aðeins eitt mark, 12-13.Dagur stýrir sínum mönnum í kvöld.Vísir/GettyÞjóðverjar nýttu sér brottvísun Anders Eggert í upphafi seinni hálfleiks og skoruðu þrjú fyrstu mörk hans og komust tveimur mörkum yfir, 15-13. Danir svöruðu fyrir sig með 6-2 kafla og náðu tveggja marka forskoti, 17-19. Þetta var saga leiksins. Liðin skiptust á að skora nokkur mörk í röð en munurinn á þeim var aldrei meiri en tvö mörk. Þjóðverjar lentu í miklum erfiðleikum í sókninni á þessum kafla og skoruðu ekki í tæpar níu mínútur. Samt tókst Dönum ekki að stinga af. Lærisveinar Dags náðu aftur áttum í sókninni eftir þennan erfiða kafla, skoruðu þrjú mörk í röð og komust yfir, 20-19. Þá var komið að Dönum sem skoruðu þrjú mörk í röð og komust tveimur mörkum yfir á ný, 21-23. Eftir 23. mark Dana sem Hansen gerði eftir hraðaupphlaup tók Dagur leikhlé og hvað svo sem hann sagði þar, þá svínvirkaði það. Juilius Kühn, sem kom líkt og Häfner inn í hópinn fyrir leikinn í dag, skoraði eftir leikhléið og Martin Strobel jafnaði svo metin í 23-23 með sínu fyrsta marki.Anders Eggert var sársvekktur í leikslok.Vísir/GettyÞýska vörnin var gríðarlega sterk á lokakaflanum, svo sterk að Danir skoruðu ekki síðustu sjö og hálfa mínútu leiksins. Þá vaknaði Andreas Wolff til lífsins í markinu og varði fimm skot á lokakaflanum. Þjóðverjar skoruðu tvö síðustu mörk leiksins og tryggðu sér frábæran sigur, 25-23, á sterku liði Dana. Fäth var markahæstur í liði Þýskalands með sex mörk en Wiede kom næstur með fimm. Alls komust tíu leikmenn Þjóðverja á blað í leiknum á móti sjö hjá Dönum. Wolff varði 16 skot í markinu (42%). Hansen skoraði sjö mörk fyrir Dani og Eggert sex. Í seinni hálfleik vantaði hins vegar algjörlega framlag frá mönnum eins og Mensah, Damgaard og Mads Christiansen. Þá skoruðu línumenn danska liðsins ekki mark í leiknum. Landin varði alls 17 skot í markinu (40%). EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Fleiri fréttir Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Sjá meira
Þýskaland tryggði sér sæti í undanúrslitum á EM í Póllandi eftir magnaðan sigur á Danmörku, 25-23, í dag. Lemstrað lið Þjóðverja, undir stjórn Dags Sigurðssonar, hefur komið á óvart á mótinu í Póllandi og margir reiknuðu með að geysisterkt lið Dana, liði Guðmundar Guðmundssonar, yrði of stór biti fyrir þá þýsku. Svo reyndist ekki vera en lærisveinar Dags tryggðu sér sigurinn með því að skora fjögur síðustu mörk leiksins. Mikkel Hansen kom Dönum tveimur mörkum yfir, 21-23, þegar sjö og hálf mínúta var eftir en líkt og gegn Svíþjóð í gær gaf danska liðið eftir á lokakaflanum. Danmörk verður nú að treysta á að Spánn vinni ekki Rússland síðar í kvöld til að komast í undanúrslit mótsins. Danir voru fyrri til skora framan af leik. Mads Mensah Larsen byrjaði leikinn vel og skoraði tvö af fyrstu þremur mörkum Danmerkur. Hinum megin var Fabian Wiede, sem kom inn í byrjunarliðið fyrir Steffen Weinhold, sterkur en hann skoraði tvö af fyrstu fjórum mörkum Þýskalands, fiskaði víti sem skilaði marki og eina brottvísun; allt á fyrstu 11 mínútum leiksins. Þjóðverjar spiluðu til skiptis 6-0 og 4-2 vörn sem Danir leystu misvel. Eftir fimm dönsk mörk á fyrstu níu mínútunum kom tregða í sóknarleikinn sem Mikkel Hansen leysti reyndar ágætlega úr en hann skoraði þrjú mörk í röð um miðbik fyrri hálfleiks. Hansen kom Dönum í 7-8 en þá komu þrjú þýsk mörk í röð. Steffen Fäth fór mikinn á þessum kafla en hann var markahæstur Þjóðverja í fyrri hálfleik með fimm mörk úr sex skotum. Kai Häfner, sem kom inn í þýska hópinn fyrir leikinn, kom Þjóðverjum tveimur mörkum yfir, 10-8, þegar átta mínútur voru til hálfleiks. Danir voru hins vegar sterkir á lokakaflanum í fyrri hálfleik sem þeir unnu 5-2. Michael Damgaard átti flotta innkomu í sóknina og Niklas Landin fór loks að verja. Danir skoruðu fjögur mörk í röð og komust tveimur mörkum yfir, 10-12, en tvö af þremur síðustu mörkum fyrri hálfleik voru þýsk og því var forysta Dana í hálfleik aðeins eitt mark, 12-13.Dagur stýrir sínum mönnum í kvöld.Vísir/GettyÞjóðverjar nýttu sér brottvísun Anders Eggert í upphafi seinni hálfleiks og skoruðu þrjú fyrstu mörk hans og komust tveimur mörkum yfir, 15-13. Danir svöruðu fyrir sig með 6-2 kafla og náðu tveggja marka forskoti, 17-19. Þetta var saga leiksins. Liðin skiptust á að skora nokkur mörk í röð en munurinn á þeim var aldrei meiri en tvö mörk. Þjóðverjar lentu í miklum erfiðleikum í sókninni á þessum kafla og skoruðu ekki í tæpar níu mínútur. Samt tókst Dönum ekki að stinga af. Lærisveinar Dags náðu aftur áttum í sókninni eftir þennan erfiða kafla, skoruðu þrjú mörk í röð og komust yfir, 20-19. Þá var komið að Dönum sem skoruðu þrjú mörk í röð og komust tveimur mörkum yfir á ný, 21-23. Eftir 23. mark Dana sem Hansen gerði eftir hraðaupphlaup tók Dagur leikhlé og hvað svo sem hann sagði þar, þá svínvirkaði það. Juilius Kühn, sem kom líkt og Häfner inn í hópinn fyrir leikinn í dag, skoraði eftir leikhléið og Martin Strobel jafnaði svo metin í 23-23 með sínu fyrsta marki.Anders Eggert var sársvekktur í leikslok.Vísir/GettyÞýska vörnin var gríðarlega sterk á lokakaflanum, svo sterk að Danir skoruðu ekki síðustu sjö og hálfa mínútu leiksins. Þá vaknaði Andreas Wolff til lífsins í markinu og varði fimm skot á lokakaflanum. Þjóðverjar skoruðu tvö síðustu mörk leiksins og tryggðu sér frábæran sigur, 25-23, á sterku liði Dana. Fäth var markahæstur í liði Þýskalands með sex mörk en Wiede kom næstur með fimm. Alls komust tíu leikmenn Þjóðverja á blað í leiknum á móti sjö hjá Dönum. Wolff varði 16 skot í markinu (42%). Hansen skoraði sjö mörk fyrir Dani og Eggert sex. Í seinni hálfleik vantaði hins vegar algjörlega framlag frá mönnum eins og Mensah, Damgaard og Mads Christiansen. Þá skoruðu línumenn danska liðsins ekki mark í leiknum. Landin varði alls 17 skot í markinu (40%).
EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Fleiri fréttir Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Sjá meira