Umfjöllun: Þýskaland - Danmörk 25-23 | Dagur skellti Guðmundi og fer í undanúrslit Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. janúar 2016 19:15 Guðmundur Guðmundsson eftir leikinn í kvöld. Vísir/AFP Þýskaland tryggði sér sæti í undanúrslitum á EM í Póllandi eftir magnaðan sigur á Danmörku, 25-23, í dag. Lemstrað lið Þjóðverja, undir stjórn Dags Sigurðssonar, hefur komið á óvart á mótinu í Póllandi og margir reiknuðu með að geysisterkt lið Dana, liði Guðmundar Guðmundssonar, yrði of stór biti fyrir þá þýsku. Svo reyndist ekki vera en lærisveinar Dags tryggðu sér sigurinn með því að skora fjögur síðustu mörk leiksins. Mikkel Hansen kom Dönum tveimur mörkum yfir, 21-23, þegar sjö og hálf mínúta var eftir en líkt og gegn Svíþjóð í gær gaf danska liðið eftir á lokakaflanum. Danmörk verður nú að treysta á að Spánn vinni ekki Rússland síðar í kvöld til að komast í undanúrslit mótsins. Danir voru fyrri til skora framan af leik. Mads Mensah Larsen byrjaði leikinn vel og skoraði tvö af fyrstu þremur mörkum Danmerkur. Hinum megin var Fabian Wiede, sem kom inn í byrjunarliðið fyrir Steffen Weinhold, sterkur en hann skoraði tvö af fyrstu fjórum mörkum Þýskalands, fiskaði víti sem skilaði marki og eina brottvísun; allt á fyrstu 11 mínútum leiksins. Þjóðverjar spiluðu til skiptis 6-0 og 4-2 vörn sem Danir leystu misvel. Eftir fimm dönsk mörk á fyrstu níu mínútunum kom tregða í sóknarleikinn sem Mikkel Hansen leysti reyndar ágætlega úr en hann skoraði þrjú mörk í röð um miðbik fyrri hálfleiks. Hansen kom Dönum í 7-8 en þá komu þrjú þýsk mörk í röð. Steffen Fäth fór mikinn á þessum kafla en hann var markahæstur Þjóðverja í fyrri hálfleik með fimm mörk úr sex skotum. Kai Häfner, sem kom inn í þýska hópinn fyrir leikinn, kom Þjóðverjum tveimur mörkum yfir, 10-8, þegar átta mínútur voru til hálfleiks. Danir voru hins vegar sterkir á lokakaflanum í fyrri hálfleik sem þeir unnu 5-2. Michael Damgaard átti flotta innkomu í sóknina og Niklas Landin fór loks að verja. Danir skoruðu fjögur mörk í röð og komust tveimur mörkum yfir, 10-12, en tvö af þremur síðustu mörkum fyrri hálfleik voru þýsk og því var forysta Dana í hálfleik aðeins eitt mark, 12-13.Dagur stýrir sínum mönnum í kvöld.Vísir/GettyÞjóðverjar nýttu sér brottvísun Anders Eggert í upphafi seinni hálfleiks og skoruðu þrjú fyrstu mörk hans og komust tveimur mörkum yfir, 15-13. Danir svöruðu fyrir sig með 6-2 kafla og náðu tveggja marka forskoti, 17-19. Þetta var saga leiksins. Liðin skiptust á að skora nokkur mörk í röð en munurinn á þeim var aldrei meiri en tvö mörk. Þjóðverjar lentu í miklum erfiðleikum í sókninni á þessum kafla og skoruðu ekki í tæpar níu mínútur. Samt tókst Dönum ekki að stinga af. Lærisveinar Dags náðu aftur áttum í sókninni eftir þennan erfiða kafla, skoruðu þrjú mörk í röð og komust yfir, 20-19. Þá var komið að Dönum sem skoruðu þrjú mörk í röð og komust tveimur mörkum yfir á ný, 21-23. Eftir 23. mark Dana sem Hansen gerði eftir hraðaupphlaup tók Dagur leikhlé og hvað svo sem hann sagði þar, þá svínvirkaði það. Juilius Kühn, sem kom líkt og Häfner inn í hópinn fyrir leikinn í dag, skoraði eftir leikhléið og Martin Strobel jafnaði svo metin í 23-23 með sínu fyrsta marki.Anders Eggert var sársvekktur í leikslok.Vísir/GettyÞýska vörnin var gríðarlega sterk á lokakaflanum, svo sterk að Danir skoruðu ekki síðustu sjö og hálfa mínútu leiksins. Þá vaknaði Andreas Wolff til lífsins í markinu og varði fimm skot á lokakaflanum. Þjóðverjar skoruðu tvö síðustu mörk leiksins og tryggðu sér frábæran sigur, 25-23, á sterku liði Dana. Fäth var markahæstur í liði Þýskalands með sex mörk en Wiede kom næstur með fimm. Alls komust tíu leikmenn Þjóðverja á blað í leiknum á móti sjö hjá Dönum. Wolff varði 16 skot í markinu (42%). Hansen skoraði sjö mörk fyrir Dani og Eggert sex. Í seinni hálfleik vantaði hins vegar algjörlega framlag frá mönnum eins og Mensah, Damgaard og Mads Christiansen. Þá skoruðu línumenn danska liðsins ekki mark í leiknum. Landin varði alls 17 skot í markinu (40%). EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Girti niður um liðsfélagann í markafagni Enski boltinn Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Sjá meira
Þýskaland tryggði sér sæti í undanúrslitum á EM í Póllandi eftir magnaðan sigur á Danmörku, 25-23, í dag. Lemstrað lið Þjóðverja, undir stjórn Dags Sigurðssonar, hefur komið á óvart á mótinu í Póllandi og margir reiknuðu með að geysisterkt lið Dana, liði Guðmundar Guðmundssonar, yrði of stór biti fyrir þá þýsku. Svo reyndist ekki vera en lærisveinar Dags tryggðu sér sigurinn með því að skora fjögur síðustu mörk leiksins. Mikkel Hansen kom Dönum tveimur mörkum yfir, 21-23, þegar sjö og hálf mínúta var eftir en líkt og gegn Svíþjóð í gær gaf danska liðið eftir á lokakaflanum. Danmörk verður nú að treysta á að Spánn vinni ekki Rússland síðar í kvöld til að komast í undanúrslit mótsins. Danir voru fyrri til skora framan af leik. Mads Mensah Larsen byrjaði leikinn vel og skoraði tvö af fyrstu þremur mörkum Danmerkur. Hinum megin var Fabian Wiede, sem kom inn í byrjunarliðið fyrir Steffen Weinhold, sterkur en hann skoraði tvö af fyrstu fjórum mörkum Þýskalands, fiskaði víti sem skilaði marki og eina brottvísun; allt á fyrstu 11 mínútum leiksins. Þjóðverjar spiluðu til skiptis 6-0 og 4-2 vörn sem Danir leystu misvel. Eftir fimm dönsk mörk á fyrstu níu mínútunum kom tregða í sóknarleikinn sem Mikkel Hansen leysti reyndar ágætlega úr en hann skoraði þrjú mörk í röð um miðbik fyrri hálfleiks. Hansen kom Dönum í 7-8 en þá komu þrjú þýsk mörk í röð. Steffen Fäth fór mikinn á þessum kafla en hann var markahæstur Þjóðverja í fyrri hálfleik með fimm mörk úr sex skotum. Kai Häfner, sem kom inn í þýska hópinn fyrir leikinn, kom Þjóðverjum tveimur mörkum yfir, 10-8, þegar átta mínútur voru til hálfleiks. Danir voru hins vegar sterkir á lokakaflanum í fyrri hálfleik sem þeir unnu 5-2. Michael Damgaard átti flotta innkomu í sóknina og Niklas Landin fór loks að verja. Danir skoruðu fjögur mörk í röð og komust tveimur mörkum yfir, 10-12, en tvö af þremur síðustu mörkum fyrri hálfleik voru þýsk og því var forysta Dana í hálfleik aðeins eitt mark, 12-13.Dagur stýrir sínum mönnum í kvöld.Vísir/GettyÞjóðverjar nýttu sér brottvísun Anders Eggert í upphafi seinni hálfleiks og skoruðu þrjú fyrstu mörk hans og komust tveimur mörkum yfir, 15-13. Danir svöruðu fyrir sig með 6-2 kafla og náðu tveggja marka forskoti, 17-19. Þetta var saga leiksins. Liðin skiptust á að skora nokkur mörk í röð en munurinn á þeim var aldrei meiri en tvö mörk. Þjóðverjar lentu í miklum erfiðleikum í sókninni á þessum kafla og skoruðu ekki í tæpar níu mínútur. Samt tókst Dönum ekki að stinga af. Lærisveinar Dags náðu aftur áttum í sókninni eftir þennan erfiða kafla, skoruðu þrjú mörk í röð og komust yfir, 20-19. Þá var komið að Dönum sem skoruðu þrjú mörk í röð og komust tveimur mörkum yfir á ný, 21-23. Eftir 23. mark Dana sem Hansen gerði eftir hraðaupphlaup tók Dagur leikhlé og hvað svo sem hann sagði þar, þá svínvirkaði það. Juilius Kühn, sem kom líkt og Häfner inn í hópinn fyrir leikinn í dag, skoraði eftir leikhléið og Martin Strobel jafnaði svo metin í 23-23 með sínu fyrsta marki.Anders Eggert var sársvekktur í leikslok.Vísir/GettyÞýska vörnin var gríðarlega sterk á lokakaflanum, svo sterk að Danir skoruðu ekki síðustu sjö og hálfa mínútu leiksins. Þá vaknaði Andreas Wolff til lífsins í markinu og varði fimm skot á lokakaflanum. Þjóðverjar skoruðu tvö síðustu mörk leiksins og tryggðu sér frábæran sigur, 25-23, á sterku liði Dana. Fäth var markahæstur í liði Þýskalands með sex mörk en Wiede kom næstur með fimm. Alls komust tíu leikmenn Þjóðverja á blað í leiknum á móti sjö hjá Dönum. Wolff varði 16 skot í markinu (42%). Hansen skoraði sjö mörk fyrir Dani og Eggert sex. Í seinni hálfleik vantaði hins vegar algjörlega framlag frá mönnum eins og Mensah, Damgaard og Mads Christiansen. Þá skoruðu línumenn danska liðsins ekki mark í leiknum. Landin varði alls 17 skot í markinu (40%).
EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Girti niður um liðsfélagann í markafagni Enski boltinn Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Sjá meira