Krefst þess að dómurinn yfir Mirjam verði staðfestur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. janúar 2016 09:20 Mirjam Foekja van Twuijver hlaut ellefu ára dóm. Verði dómurinn staðfestur í Hæstarétti verður um að ræða þyngsta fíkniefnadóm sem fallið hefur hér á landi. Vísir Hulda María Stefánsdóttir, saksóknari hjá ríkissaksóknara, fer fram á að ellefu ára dómur yfir hinni hollensku Mirjam Foekje van Twuijver úr héraði verði staðfestur. Þetta kom fram í máli hennar í Hæstarétti þar sem málið er flutt í dag. Mirjam áfrýjaði ellefu ára dómnum úr héraði og sömuleiðis Atli Freyr Fjölnisson sem fékk fimm ára dóm fyrir sinn hlut í málinu. Forsaga málsins er sú að Mirjam var stöðvuð af tollvörðum ásamt dóttur sinni í Leifsstöð þann 3. apríl í fyrra. Í tveimur töskum mæðgnanna var að finna tæplega 20 kíló af fíkniefnum. Atli Freyr var svo handtekinn þann 7. apríl fyrir utan Hótel Frón þar sem hann veitti meintum fíkniefnum móttöku. Um gerviefni var að ræða sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði skipt út en markmiðið var að fylgja Atla Frey eftir og sjá hvert hann myndi koma fíkniefnunum. Björgvin Jónsson, verjandi Mirjam, fer fram á að hún verði sýknuð en til vara að refsing hennar verði mildur. Bjarni Hauksson, nýskipaður verjandi Atla Freys, fer sömuleiðis fram á sýknu eða ómerkingu dóms. Til vara að dómurinn verði mildaður. Bjarni tók við sem verjandi Atla Freys í síðustu viku en þangað til hafði Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson verið verjandi Atla Freys. Atli Freyr er viðstaddur málflutninginn sem hófst klukkan níu í Hæstarétti í morgun. Mirjam er hins vegar fjarverandi. Mikill fjöldi fólks er í salnum en virðast flestir vera nemendur í vettvangsskoðun. Leki og spilling í lögreglu Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
Hulda María Stefánsdóttir, saksóknari hjá ríkissaksóknara, fer fram á að ellefu ára dómur yfir hinni hollensku Mirjam Foekje van Twuijver úr héraði verði staðfestur. Þetta kom fram í máli hennar í Hæstarétti þar sem málið er flutt í dag. Mirjam áfrýjaði ellefu ára dómnum úr héraði og sömuleiðis Atli Freyr Fjölnisson sem fékk fimm ára dóm fyrir sinn hlut í málinu. Forsaga málsins er sú að Mirjam var stöðvuð af tollvörðum ásamt dóttur sinni í Leifsstöð þann 3. apríl í fyrra. Í tveimur töskum mæðgnanna var að finna tæplega 20 kíló af fíkniefnum. Atli Freyr var svo handtekinn þann 7. apríl fyrir utan Hótel Frón þar sem hann veitti meintum fíkniefnum móttöku. Um gerviefni var að ræða sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði skipt út en markmiðið var að fylgja Atla Frey eftir og sjá hvert hann myndi koma fíkniefnunum. Björgvin Jónsson, verjandi Mirjam, fer fram á að hún verði sýknuð en til vara að refsing hennar verði mildur. Bjarni Hauksson, nýskipaður verjandi Atla Freys, fer sömuleiðis fram á sýknu eða ómerkingu dóms. Til vara að dómurinn verði mildaður. Bjarni tók við sem verjandi Atla Freys í síðustu viku en þangað til hafði Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson verið verjandi Atla Freys. Atli Freyr er viðstaddur málflutninginn sem hófst klukkan níu í Hæstarétti í morgun. Mirjam er hins vegar fjarverandi. Mikill fjöldi fólks er í salnum en virðast flestir vera nemendur í vettvangsskoðun.
Leki og spilling í lögreglu Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira