Krefst þess að dómurinn yfir Mirjam verði staðfestur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. janúar 2016 09:20 Mirjam Foekja van Twuijver hlaut ellefu ára dóm. Verði dómurinn staðfestur í Hæstarétti verður um að ræða þyngsta fíkniefnadóm sem fallið hefur hér á landi. Vísir Hulda María Stefánsdóttir, saksóknari hjá ríkissaksóknara, fer fram á að ellefu ára dómur yfir hinni hollensku Mirjam Foekje van Twuijver úr héraði verði staðfestur. Þetta kom fram í máli hennar í Hæstarétti þar sem málið er flutt í dag. Mirjam áfrýjaði ellefu ára dómnum úr héraði og sömuleiðis Atli Freyr Fjölnisson sem fékk fimm ára dóm fyrir sinn hlut í málinu. Forsaga málsins er sú að Mirjam var stöðvuð af tollvörðum ásamt dóttur sinni í Leifsstöð þann 3. apríl í fyrra. Í tveimur töskum mæðgnanna var að finna tæplega 20 kíló af fíkniefnum. Atli Freyr var svo handtekinn þann 7. apríl fyrir utan Hótel Frón þar sem hann veitti meintum fíkniefnum móttöku. Um gerviefni var að ræða sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði skipt út en markmiðið var að fylgja Atla Frey eftir og sjá hvert hann myndi koma fíkniefnunum. Björgvin Jónsson, verjandi Mirjam, fer fram á að hún verði sýknuð en til vara að refsing hennar verði mildur. Bjarni Hauksson, nýskipaður verjandi Atla Freys, fer sömuleiðis fram á sýknu eða ómerkingu dóms. Til vara að dómurinn verði mildaður. Bjarni tók við sem verjandi Atla Freys í síðustu viku en þangað til hafði Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson verið verjandi Atla Freys. Atli Freyr er viðstaddur málflutninginn sem hófst klukkan níu í Hæstarétti í morgun. Mirjam er hins vegar fjarverandi. Mikill fjöldi fólks er í salnum en virðast flestir vera nemendur í vettvangsskoðun. Leki og spilling í lögreglu Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Sjá meira
Hulda María Stefánsdóttir, saksóknari hjá ríkissaksóknara, fer fram á að ellefu ára dómur yfir hinni hollensku Mirjam Foekje van Twuijver úr héraði verði staðfestur. Þetta kom fram í máli hennar í Hæstarétti þar sem málið er flutt í dag. Mirjam áfrýjaði ellefu ára dómnum úr héraði og sömuleiðis Atli Freyr Fjölnisson sem fékk fimm ára dóm fyrir sinn hlut í málinu. Forsaga málsins er sú að Mirjam var stöðvuð af tollvörðum ásamt dóttur sinni í Leifsstöð þann 3. apríl í fyrra. Í tveimur töskum mæðgnanna var að finna tæplega 20 kíló af fíkniefnum. Atli Freyr var svo handtekinn þann 7. apríl fyrir utan Hótel Frón þar sem hann veitti meintum fíkniefnum móttöku. Um gerviefni var að ræða sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði skipt út en markmiðið var að fylgja Atla Frey eftir og sjá hvert hann myndi koma fíkniefnunum. Björgvin Jónsson, verjandi Mirjam, fer fram á að hún verði sýknuð en til vara að refsing hennar verði mildur. Bjarni Hauksson, nýskipaður verjandi Atla Freys, fer sömuleiðis fram á sýknu eða ómerkingu dóms. Til vara að dómurinn verði mildaður. Bjarni tók við sem verjandi Atla Freys í síðustu viku en þangað til hafði Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson verið verjandi Atla Freys. Atli Freyr er viðstaddur málflutninginn sem hófst klukkan níu í Hæstarétti í morgun. Mirjam er hins vegar fjarverandi. Mikill fjöldi fólks er í salnum en virðast flestir vera nemendur í vettvangsskoðun.
Leki og spilling í lögreglu Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Sjá meira