Póstkortið Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 25. janúar 2016 07:00 Ef ég fengi að ráða væru SS pylsur 50% lengri og pylsubrauðin líka. Ein pylsa nægir mér ekki en tvær valda mér ógleði. En ég ræð þessu víst ekki og líklega er góð og gild ástæða fyrir lengdinni eins og hún er og hefur verið í tugi ára. Ég sé fyrir mér umfangsmiklar markaðsrannsóknir unnar í samvinnu við reynslumikla matvælafræðinga. Allavega eitthvað sem ég hef ekki hundsvit á. Ég sulla bara remúlaði á þetta. Mörg okkar hugsa stundum um hlutina sem við myndum gera ef við réðum bókstaflega öllu. Sjálfur myndi ég afnema hlé í bíó, stytta vinnuvikuna um einn dag með fríi á miðvikudögum, loka kommentakerfum vefmiðlanna og stöðva innflutning á rósakáli til landsins. En þetta eru dagdraumar og flest gerum við okkur grein fyrir því að það liði eflaust ekki langur tími þar til völdin yrðu tekin af okkur. Fólk hefur almennt litla þolinmæði fyrir einræðisherrum. Forsætisráðherra virðist hins vegar ekki hafa fengið memóið og freistar þess nú að færa þessa vinsælu dægradvöl upp á næsta stig. Að vera forsætisráðherra er ekki nóg, hann vill ráða öllu og þröngvar nú upp á okkur blautum draumi sínum um þá Reykjavík sem hann upplifði aldrei. Rómantíska sjávarþorpið þar sem Bankastræti hét Bakarabrekka og skítalækur rann fram hjá stjórnarráðinu. Engin rök – bara „mér finnst“. Það er auðvitað ekkert að því að embættismenn sinni áhugamálum sínum eins og annað fólk. Mig varðar ekkert um súrdeigsbakstur og flugmódelasmíði ráðamanna. En það er óþolandi að tómstundaarkítektar í valdastöðum stöðvi löglegar og samþykktar byggingarframkvæmdir vegna þess að þeim þykir húsið ekki nógu sexí á póstkorti. Plús það, sendir einhver póstkort árið 2016? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Viðar Alfreðsson Mest lesið Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Halldór 28.12.2024 Halldór Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun
Ef ég fengi að ráða væru SS pylsur 50% lengri og pylsubrauðin líka. Ein pylsa nægir mér ekki en tvær valda mér ógleði. En ég ræð þessu víst ekki og líklega er góð og gild ástæða fyrir lengdinni eins og hún er og hefur verið í tugi ára. Ég sé fyrir mér umfangsmiklar markaðsrannsóknir unnar í samvinnu við reynslumikla matvælafræðinga. Allavega eitthvað sem ég hef ekki hundsvit á. Ég sulla bara remúlaði á þetta. Mörg okkar hugsa stundum um hlutina sem við myndum gera ef við réðum bókstaflega öllu. Sjálfur myndi ég afnema hlé í bíó, stytta vinnuvikuna um einn dag með fríi á miðvikudögum, loka kommentakerfum vefmiðlanna og stöðva innflutning á rósakáli til landsins. En þetta eru dagdraumar og flest gerum við okkur grein fyrir því að það liði eflaust ekki langur tími þar til völdin yrðu tekin af okkur. Fólk hefur almennt litla þolinmæði fyrir einræðisherrum. Forsætisráðherra virðist hins vegar ekki hafa fengið memóið og freistar þess nú að færa þessa vinsælu dægradvöl upp á næsta stig. Að vera forsætisráðherra er ekki nóg, hann vill ráða öllu og þröngvar nú upp á okkur blautum draumi sínum um þá Reykjavík sem hann upplifði aldrei. Rómantíska sjávarþorpið þar sem Bankastræti hét Bakarabrekka og skítalækur rann fram hjá stjórnarráðinu. Engin rök – bara „mér finnst“. Það er auðvitað ekkert að því að embættismenn sinni áhugamálum sínum eins og annað fólk. Mig varðar ekkert um súrdeigsbakstur og flugmódelasmíði ráðamanna. En það er óþolandi að tómstundaarkítektar í valdastöðum stöðvi löglegar og samþykktar byggingarframkvæmdir vegna þess að þeim þykir húsið ekki nógu sexí á póstkorti. Plús það, sendir einhver póstkort árið 2016?
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun