Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Dana, er kominn aftur á ferðina eftir veikindi.
„Ég hef það fínt, er frískur og klár í bátana. Ég hlakka til leiksins á morgun,“ sagði Guðmundur í samtali við TV 2 en Danir mæta Spánverjum í Wroclaw í milliriðli 2 annað kvöld.
„Þetta var smá flensa en ég var betri í morgun,“ bætti Guðmundur við.
Aðstoðarþjálfarinn Thomas Svensson er hins vegar lagstur í rúmið auk þess sem leikstjórnandinn Rasmus Lauge hefur fundið fyrir slappleika.
Danir fóru með fjögur stig upp í milliriðil 2 líkt og Spánn en leikurinn á morgun gæti ráðið miklu um framhaldið.
Danir eiga harma að hefna gegn Spánverjum en lærisveinar Guðmundar töpuðu naumlega fyrir þeim í 8-liða úrslitum á HM í Katar í fyrra.
Guðmundur búinn að jafna sig af flensunni

Tengdar fréttir

Strákarnir hans Guðmundar voru prúðastir en strákar Dags grófastir
Landslið Danmerkur og Þýskalands voru á sitthvorum enda listans yfir refsistig liða í riðlakeppni Evrópumótsins í handbolta í Póllandi sem lauk í gærkvöldi.

Guðmundur pakkaði erkióvini sínum saman
Danir með fullt hús stiga í milliriðilinn eftir stórsigur á Ungverjalandi.

Bent Nyegaard: Besti leikur danska landsliðsins undir stjórn Guðmundar
Danir tryggðu sér sigur í sínum riðli og fullt hús inn í milliriðilinn þegar þeir unnu sannfærandi átta marka sigur á Ungverjum í gærkvöldi á lokadegi riðlakeppninnar á Evrópumótinu í handbolta í Póllandi.