Sigríður og Helgi gáfust upp á að bíða eftir Framsókn Aðalsteinn Kjartansson skrifar 22. janúar 2016 15:43 Frumvarpið hefur ekki verið rætt við aðra þingmenn. Vísir/GVA/Ernir Engin umræða hefur átt sér stað á milli tveggja þingmanna Samfylkingarinnar og fulltrúa annarra flokka á Alþingi vegna frumvarps um afnám verðtryggingarinnar. „Við höfum ekki gert það,“ segir Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingkona Samfylkingarinnar, um hvort hún og Helgi Hjörvar flokksbróðir hennar hafi leitað eftir stuðningi við frumvarp sitt hjá þingmönnum annarra flokka. „Við vorum alltaf að bíða eftir því að Framsókn kæmi sjálf fram með málið.“ Framsóknarflokkurinn hefur lofað afnámi verðtryggingar og hafa þingmenn flokksins á undanförnum mánuðum reynt að ýta á eftir aðgerðum til að efna það loforð. Ásmundur Einar Daðason, formaður þingflokks Framsóknarflokksins, sagði í samtali við Vísi á mánudag að ljóst væri að lagt sé upp með að afnema verðtrygginguna. Það hefur þó ekki enn bólað á frumvarpi þess efnis.Viss um stuðning í flokknum Málið var rætt innan þingflokks Samfylkingarinnar áður en hún og Helgi tóku ákvörðun um að leggja það fram án þess að vera með stuðning flokksins á bak við sig. Árni Páll Árnason, formaður flokksins, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að frumvarpið væri ekki í samræmi við stefnu flokksins. En eru fleiri en þau tvö innan þingflokksins sem styðja málið? „Ég held að það séu nú bara svona ýmsar skoðanir á þessu,“ segir hún. Þá segist hún einnig viss um að stuðningur við frumvarpið sé á meðal flokksmanna. „Ég veit að hjá svona hinum almenna flokksmanni eru margri sem styðja þetta.“ Mörg mál bíða eftir að komast á dagskrá þingsins en það er ekki að heyra annað en að Sigríður Ingibjörg sé sannfærð um að málið komist á dagskrá. „Ég ætla rétt að vona að þetta komist á dagskrá þingsins, en það er auðvitað undir forseta komið. Það eru mörg mál sem bíða,“ segir hún. Stjórnmálavísir Tengdar fréttir Engin plön um þjóðaratkvæði um verðtryggingu Þingflokksformaður Framsóknar segir flokkinn þó til í þjóðaratkvæðagreiðslu. 18. janúar 2016 14:30 Vilja banna verðtryggingu á nýjum neytendalánum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Helgi Hjörvar, þingmenn Samfylkingarinnar, hafa lagt fram frumvarp á Alþingi sem kveður á um bann við verðtryggingu á nýjum neytendalánum, þar með talið húsnæðislánum. 21. janúar 2016 15:34 Árni Páll segir þingflokkinn ekki að baki verðtryggingarfrumvarpsins Formaður Samfylkingarinnar segir Helga Hjörvar og Sigríði Ingibjörgu sjálf verða að skýra tilganginn með frumvarpi þeirra um afnám verðtryggingar. 22. janúar 2016 13:28 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Fleiri fréttir Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Sjá meira
Engin umræða hefur átt sér stað á milli tveggja þingmanna Samfylkingarinnar og fulltrúa annarra flokka á Alþingi vegna frumvarps um afnám verðtryggingarinnar. „Við höfum ekki gert það,“ segir Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingkona Samfylkingarinnar, um hvort hún og Helgi Hjörvar flokksbróðir hennar hafi leitað eftir stuðningi við frumvarp sitt hjá þingmönnum annarra flokka. „Við vorum alltaf að bíða eftir því að Framsókn kæmi sjálf fram með málið.“ Framsóknarflokkurinn hefur lofað afnámi verðtryggingar og hafa þingmenn flokksins á undanförnum mánuðum reynt að ýta á eftir aðgerðum til að efna það loforð. Ásmundur Einar Daðason, formaður þingflokks Framsóknarflokksins, sagði í samtali við Vísi á mánudag að ljóst væri að lagt sé upp með að afnema verðtrygginguna. Það hefur þó ekki enn bólað á frumvarpi þess efnis.Viss um stuðning í flokknum Málið var rætt innan þingflokks Samfylkingarinnar áður en hún og Helgi tóku ákvörðun um að leggja það fram án þess að vera með stuðning flokksins á bak við sig. Árni Páll Árnason, formaður flokksins, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að frumvarpið væri ekki í samræmi við stefnu flokksins. En eru fleiri en þau tvö innan þingflokksins sem styðja málið? „Ég held að það séu nú bara svona ýmsar skoðanir á þessu,“ segir hún. Þá segist hún einnig viss um að stuðningur við frumvarpið sé á meðal flokksmanna. „Ég veit að hjá svona hinum almenna flokksmanni eru margri sem styðja þetta.“ Mörg mál bíða eftir að komast á dagskrá þingsins en það er ekki að heyra annað en að Sigríður Ingibjörg sé sannfærð um að málið komist á dagskrá. „Ég ætla rétt að vona að þetta komist á dagskrá þingsins, en það er auðvitað undir forseta komið. Það eru mörg mál sem bíða,“ segir hún.
Stjórnmálavísir Tengdar fréttir Engin plön um þjóðaratkvæði um verðtryggingu Þingflokksformaður Framsóknar segir flokkinn þó til í þjóðaratkvæðagreiðslu. 18. janúar 2016 14:30 Vilja banna verðtryggingu á nýjum neytendalánum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Helgi Hjörvar, þingmenn Samfylkingarinnar, hafa lagt fram frumvarp á Alþingi sem kveður á um bann við verðtryggingu á nýjum neytendalánum, þar með talið húsnæðislánum. 21. janúar 2016 15:34 Árni Páll segir þingflokkinn ekki að baki verðtryggingarfrumvarpsins Formaður Samfylkingarinnar segir Helga Hjörvar og Sigríði Ingibjörgu sjálf verða að skýra tilganginn með frumvarpi þeirra um afnám verðtryggingar. 22. janúar 2016 13:28 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Fleiri fréttir Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Sjá meira
Engin plön um þjóðaratkvæði um verðtryggingu Þingflokksformaður Framsóknar segir flokkinn þó til í þjóðaratkvæðagreiðslu. 18. janúar 2016 14:30
Vilja banna verðtryggingu á nýjum neytendalánum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Helgi Hjörvar, þingmenn Samfylkingarinnar, hafa lagt fram frumvarp á Alþingi sem kveður á um bann við verðtryggingu á nýjum neytendalánum, þar með talið húsnæðislánum. 21. janúar 2016 15:34
Árni Páll segir þingflokkinn ekki að baki verðtryggingarfrumvarpsins Formaður Samfylkingarinnar segir Helga Hjörvar og Sigríði Ingibjörgu sjálf verða að skýra tilganginn með frumvarpi þeirra um afnám verðtryggingar. 22. janúar 2016 13:28