Salat með mexíkóskum blæ að hætti Evu Laufeyjar 22. janúar 2016 14:24 Skálarnar setja skemmtilegan svip á salatið. Salatskálar Tortillahveitikökur Ólífuolía Setjið smá ólífuolíu í pott, skál eða form sem þolir að fara inn í ofn. Setjið eina tortillahveitiköku í formið og mótið skál. Bakið við 180°C í 10–15 mínútur eða þar til kakan er orðin stökk. Lárperusósa:1 lárpera2 hvítlauksrif4–5 msk. grískt jógúrtSafinn úr 1/2 límónuSkvetta af hunangiSalt og pipar Setjið allt í matvinnsluvél eða maukið með töfrasprota, smakkið ykkur gjarnan áfram og kælið í smá stund áður en þið berið sósuna fram með salatinu.Salatið:800 g kjúklingakjöt, helst kjúklingalæri með skinniSalt og pipar1/2 tsk. kumminkrydd1 tsk. Bezt á allt-krydd1 askja kirsuberjatómatar1 laukurHandfylli kóríander1 mangóÓlífuolíaLímónusafiGott kál, t.d. lambhagasalat og klettasalat Steikið kjúklinginn upp úr olíu, kryddið skinnhliðina og steikið á þeirri hlið í tíu mínútur. Kryddið hina hliðina með salti, pipar, kumminkryddi og Bezt á allt-kryddblöndunni. Þegar kjúklingurinn er tilbúinn er gott að setja hann inn í heitan ofn á meðan salatið er útbúið. Skerið allt grænmetið fremur smátt, blandið salsanu vel saman og bætið saman við lambhagasalatið og klettasalatið í lokin. Fyllið hverja tortillaskál með salati og skerið kjúklinginn í bita og raðið yfir. Setjið væna skeið af lárperusósu yfir og myljið fetaost rétt í lokin yfir allt salatið, osturinn setur punktinn yfir i-ið. Eva Laufey Salat Sósur Uppskriftir Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Fleiri fréttir Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira
Salatskálar Tortillahveitikökur Ólífuolía Setjið smá ólífuolíu í pott, skál eða form sem þolir að fara inn í ofn. Setjið eina tortillahveitiköku í formið og mótið skál. Bakið við 180°C í 10–15 mínútur eða þar til kakan er orðin stökk. Lárperusósa:1 lárpera2 hvítlauksrif4–5 msk. grískt jógúrtSafinn úr 1/2 límónuSkvetta af hunangiSalt og pipar Setjið allt í matvinnsluvél eða maukið með töfrasprota, smakkið ykkur gjarnan áfram og kælið í smá stund áður en þið berið sósuna fram með salatinu.Salatið:800 g kjúklingakjöt, helst kjúklingalæri með skinniSalt og pipar1/2 tsk. kumminkrydd1 tsk. Bezt á allt-krydd1 askja kirsuberjatómatar1 laukurHandfylli kóríander1 mangóÓlífuolíaLímónusafiGott kál, t.d. lambhagasalat og klettasalat Steikið kjúklinginn upp úr olíu, kryddið skinnhliðina og steikið á þeirri hlið í tíu mínútur. Kryddið hina hliðina með salti, pipar, kumminkryddi og Bezt á allt-kryddblöndunni. Þegar kjúklingurinn er tilbúinn er gott að setja hann inn í heitan ofn á meðan salatið er útbúið. Skerið allt grænmetið fremur smátt, blandið salsanu vel saman og bætið saman við lambhagasalatið og klettasalatið í lokin. Fyllið hverja tortillaskál með salati og skerið kjúklinginn í bita og raðið yfir. Setjið væna skeið af lárperusósu yfir og myljið fetaost rétt í lokin yfir allt salatið, osturinn setur punktinn yfir i-ið.
Eva Laufey Salat Sósur Uppskriftir Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Fleiri fréttir Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira