Fegurðardrottning íhugar forsetaframboð Jakob Bjarnar skrifar 22. janúar 2016 09:44 Verulegar líkur eru á því að Linda muni gefa á sér kost í baráttuna um Bessastaði, en undirbúningur hugsanlegs framboðs hennar hefur staðið lengi. Lindu Pétursdóttur, athafnakonu og fyrrum alheimsfegurðardrottningu, hefur á undanförnum vikum borist mikill fjöldi áskorana um að bjóða sig fram til embættis Forseta Íslands í komandi forsetakosningum. Vegna þessa, hefur undirbúningshópur komið reglulega saman í þeim tilgangi, að undirbúa slíkt hugsanlegt framboð. Einn úr hópnum, Árni Stefán Árnason dýraréttindalögfræðingur, segir að þetta hafi verið til athugunar nú í þó nokkurn tíma. „Hún vill leggja gott af mörkum og nýta frægð sína í þágu góðra mála á Íslandi og á alþjóðavettvangi, að sjálfsögðu, konan er heimþekkt.“Árni Stefán dýralögfræðingur er í undirbúningshópi fyrir mögulegt framboð Lindu.Samkvæmt Árna Stefáni hefur Linda lengi velt fyrir sér þessum möguleika og hefur mikinn áhuga á því að láta til sín taka á þessum vettvangi. Linda lítur einkum til Vigdísar Finnbogadóttur og vill vera sameiningartákn, öðru fremur. Sjálf segist Linda , vegna hvatninga, hafa vaxandi áhuga á að þjóna þjóð sinni í þessu áhrifamikla embætti og bjóða henni þannig, að njóta góðs af þeirri góðvild, sem hún hefur áunnið sér um allan heim, án þess þó að hafa tekið endanlega ákvörðun um framboð. Linda er stödd erlendis. Hún segist hafa sérstakan áhuga á samfélagsumbótum, bættum hag allra Íslendinga, með búsetureynslu sinni úr dreifbýli og þéttbýli. Þá hefur hún mikinn áhuga á öllum málefnum, sem lúta að umhverfisvernd. Innan undirbúningshóps forsetaframboðs Lindu velkjast menn hvergi í vafa um að hún yrði góður og farsæll leiðtogi innanlands sem utan; hún gæti með hugsjónum sínum haft jákvæð áhrif um allan heim, enda vel þekkt, vinsæl og jákvæð en á sama tíma einbeitt og vel til þess fallin að koma góðum verkum áleiðis, mannkyni og umhverfi til framdráttar. Ef af verður mun formleg tilkynning um framboðið liggja fyrir innan tíðar. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Skoðanakönnun Vísis: Hvern vilt þú sjá sem næsta forseta Íslands? Sjötti forseti lýðveldissögunnar tekur því við embættinu í ár og eru spekingar farnir að velta því fyrir sér hver sé nú líklegastur til að ná kjöri. 2. janúar 2016 20:15 95 prósent líkur á því að Þorgrímur fari í forsetann Einn þeirra fyrstu sem gefur sig fram sem væntanlegur forsetaframbjóðandi er kominn fram: Þorgrímur Þráinsson. 24. nóvember 2015 11:59 Ólafur Ragnar mun láta af embætti forseta í sumar Ólafur Ragnar Grímsson forseti flutti árlegt nýársávarp forseta í dag. 1. janúar 2016 13:15 Árni Björn Guðjónsson býður sig fram til forseta Árni er 76 ára og bauð sig fram á Alþingi fyrir Kristilega lýðræðisflokkinn árin 1995 og 1999. 3. janúar 2016 15:20 Ástþór Magnússon býður sig fram til forseta Íslands Stofnandi Friðar 2000 fer fram á að Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu sendi eftirlitsmenn til landsins til að fylgjast með forsetakosningunum næsta sumar. 2. janúar 2016 15:55 Hildur gefur kost á sér til forseta Rithöfundurinn og þjóðfræðingurinn Hildur Þórðardóttir hefur ákveðið að gefa kost á sér til embættis forseta Íslands í sumar. Hún ætlar að gefa út bók samhliða framboðinu. 3. janúar 2016 17:16 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Lindu Pétursdóttur, athafnakonu og fyrrum alheimsfegurðardrottningu, hefur á undanförnum vikum borist mikill fjöldi áskorana um að bjóða sig fram til embættis Forseta Íslands í komandi forsetakosningum. Vegna þessa, hefur undirbúningshópur komið reglulega saman í þeim tilgangi, að undirbúa slíkt hugsanlegt framboð. Einn úr hópnum, Árni Stefán Árnason dýraréttindalögfræðingur, segir að þetta hafi verið til athugunar nú í þó nokkurn tíma. „Hún vill leggja gott af mörkum og nýta frægð sína í þágu góðra mála á Íslandi og á alþjóðavettvangi, að sjálfsögðu, konan er heimþekkt.“Árni Stefán dýralögfræðingur er í undirbúningshópi fyrir mögulegt framboð Lindu.Samkvæmt Árna Stefáni hefur Linda lengi velt fyrir sér þessum möguleika og hefur mikinn áhuga á því að láta til sín taka á þessum vettvangi. Linda lítur einkum til Vigdísar Finnbogadóttur og vill vera sameiningartákn, öðru fremur. Sjálf segist Linda , vegna hvatninga, hafa vaxandi áhuga á að þjóna þjóð sinni í þessu áhrifamikla embætti og bjóða henni þannig, að njóta góðs af þeirri góðvild, sem hún hefur áunnið sér um allan heim, án þess þó að hafa tekið endanlega ákvörðun um framboð. Linda er stödd erlendis. Hún segist hafa sérstakan áhuga á samfélagsumbótum, bættum hag allra Íslendinga, með búsetureynslu sinni úr dreifbýli og þéttbýli. Þá hefur hún mikinn áhuga á öllum málefnum, sem lúta að umhverfisvernd. Innan undirbúningshóps forsetaframboðs Lindu velkjast menn hvergi í vafa um að hún yrði góður og farsæll leiðtogi innanlands sem utan; hún gæti með hugsjónum sínum haft jákvæð áhrif um allan heim, enda vel þekkt, vinsæl og jákvæð en á sama tíma einbeitt og vel til þess fallin að koma góðum verkum áleiðis, mannkyni og umhverfi til framdráttar. Ef af verður mun formleg tilkynning um framboðið liggja fyrir innan tíðar.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Skoðanakönnun Vísis: Hvern vilt þú sjá sem næsta forseta Íslands? Sjötti forseti lýðveldissögunnar tekur því við embættinu í ár og eru spekingar farnir að velta því fyrir sér hver sé nú líklegastur til að ná kjöri. 2. janúar 2016 20:15 95 prósent líkur á því að Þorgrímur fari í forsetann Einn þeirra fyrstu sem gefur sig fram sem væntanlegur forsetaframbjóðandi er kominn fram: Þorgrímur Þráinsson. 24. nóvember 2015 11:59 Ólafur Ragnar mun láta af embætti forseta í sumar Ólafur Ragnar Grímsson forseti flutti árlegt nýársávarp forseta í dag. 1. janúar 2016 13:15 Árni Björn Guðjónsson býður sig fram til forseta Árni er 76 ára og bauð sig fram á Alþingi fyrir Kristilega lýðræðisflokkinn árin 1995 og 1999. 3. janúar 2016 15:20 Ástþór Magnússon býður sig fram til forseta Íslands Stofnandi Friðar 2000 fer fram á að Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu sendi eftirlitsmenn til landsins til að fylgjast með forsetakosningunum næsta sumar. 2. janúar 2016 15:55 Hildur gefur kost á sér til forseta Rithöfundurinn og þjóðfræðingurinn Hildur Þórðardóttir hefur ákveðið að gefa kost á sér til embættis forseta Íslands í sumar. Hún ætlar að gefa út bók samhliða framboðinu. 3. janúar 2016 17:16 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Skoðanakönnun Vísis: Hvern vilt þú sjá sem næsta forseta Íslands? Sjötti forseti lýðveldissögunnar tekur því við embættinu í ár og eru spekingar farnir að velta því fyrir sér hver sé nú líklegastur til að ná kjöri. 2. janúar 2016 20:15
95 prósent líkur á því að Þorgrímur fari í forsetann Einn þeirra fyrstu sem gefur sig fram sem væntanlegur forsetaframbjóðandi er kominn fram: Þorgrímur Þráinsson. 24. nóvember 2015 11:59
Ólafur Ragnar mun láta af embætti forseta í sumar Ólafur Ragnar Grímsson forseti flutti árlegt nýársávarp forseta í dag. 1. janúar 2016 13:15
Árni Björn Guðjónsson býður sig fram til forseta Árni er 76 ára og bauð sig fram á Alþingi fyrir Kristilega lýðræðisflokkinn árin 1995 og 1999. 3. janúar 2016 15:20
Ástþór Magnússon býður sig fram til forseta Íslands Stofnandi Friðar 2000 fer fram á að Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu sendi eftirlitsmenn til landsins til að fylgjast með forsetakosningunum næsta sumar. 2. janúar 2016 15:55
Hildur gefur kost á sér til forseta Rithöfundurinn og þjóðfræðingurinn Hildur Þórðardóttir hefur ákveðið að gefa kost á sér til embættis forseta Íslands í sumar. Hún ætlar að gefa út bók samhliða framboðinu. 3. janúar 2016 17:16