Ísland í 13. sæti og í efri styrkleikaflokki þökk sé Degi og Rússum Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. janúar 2016 17:51 Dagur Sigurðsson fagnar með sínum mönnum í dag. vísir/epa Þýskaland og Rússland gerðu íslenska landsliðinu mikinn greiða í dag þegar þau unnu lokaleiki sína í riðlakeppni EM 2016 í handbolta. Þýskaland vann Slóveníu, 25-21, og Rússar unnu Svartfellinga, 28-21, en þessi úrslit þýða að Ísland verður í efri styrkleikaflokki þegar dregið verður til umspils um sæti á HM 2017 í Frakklandi. Ísland þurfti að hafna í 13. sæti mótsins til að komast í efri styrkleikaflokkinn og var ljóst fyrir daginn í dag að Serbía myndi ekki komast upp yfir Ísland. Slóvenía gat með jafntefli eða sigri komist upp fyrir íslenska liðið og auðvitað í millirðilinn, en Svartfjallaland þurfti sigur gegn Rússlandi þar sem það var stigalaust. Eins og áður í mótinu byrjaði þýska liðið ekki vel og var þremur mörkum undir, 5-2, eftir tíu mínútur. Lærisveinar Dag Sigurðssonar hafa þó sýnt að þeir gefast ekki upp. Þeir skoruðu fjögur mörk í röð, komust í 6-2, og voru tveimur mörkum yfir í hálfleik, 12-10. Munurinn varð aldrei minni en tvö mörk í seinni hálfleik, en þýska liðið spilaði flottan varnarleik og náði alltaf að halda sterku liði Slóvena frá sér. Þýskaland fer upp í milliriðil tvö með tvö stig eftir sigur á Svíþjóð og tap gegn Spánverjum, en Svíar og Spánverjar mætast í lokaleik riðilsins í kvöld. Rússar áttu ekki í teljandi vandræðum með að leggja Svartfellinga að velli, en staðan eftir þrettán mínútna leik var 8-3 fyrir rússneska liðinu. Rússar voru fimm mörkum yfir í hálfleik, 14-9, og þrátt fyrir að Svartfjallaland skipti um markvörð í hálfleik og fékk aðeins tvö mörk á sig fyrstu tíu mínútur seinni hálfleiks gekk liðinu ekkert að minnka muninn að viti. Smám saman dró af Svartfjallalandi og gekk Rússland á lagið. Rússar náðu mest ellefu marka forskoti, 26-15, en gáfu eftir undir lokin og unnu sjö marka sigur, 28-21. Rússar fara með tvö stig í milliriðil tvö eftir sigur á Ungverjum en tap fyrir Dönum. Ungverjaland og Danmörk mætast í kvöld.Drátturinn fyrir umspil UM 2017:Efri styrkleikaflokkur: Níu lið sem bestum árangri ná á EM í Póllandi fyrir utan heimsmeistara Frakklands og þrjú efstu liðin (fyrir utan Frakkland) sem komast beint á HM 2017.Neðri styrkleikaflokkur: Serbía, Rússland, Slóvenía, Austurríki, Bosnía, Tékkland, Lettland, Holland og Portúgal. EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Handvarpið: Hvað gerðist í Póllandi og hver er framtíðin? Evrópumótið hjá strákunum okkar í Póllandi gert upp í Handvarpinu, hlaðvarpi Vísis um stórmótin í handbolta. 20. janúar 2016 14:00 Mest sláandi tölfræðin hjá Íslandi á EM er ekki markvarslan Markvarsla íslenska liðsins hefur oft verið betri en á EM í Póllandi. En hún ein og sér varð ekki íslenska liðinu að falli. 20. janúar 2016 12:00 Framtíðarhorfur strákanna í höndum Dags og Rússa Þó svo að Ísland hafi lokið þátttöku á EM skiptir kvöldið heilmiklu fyrir framtíð íslenska landsliðsins. 20. janúar 2016 09:45 Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ Sjá meira
Þýskaland og Rússland gerðu íslenska landsliðinu mikinn greiða í dag þegar þau unnu lokaleiki sína í riðlakeppni EM 2016 í handbolta. Þýskaland vann Slóveníu, 25-21, og Rússar unnu Svartfellinga, 28-21, en þessi úrslit þýða að Ísland verður í efri styrkleikaflokki þegar dregið verður til umspils um sæti á HM 2017 í Frakklandi. Ísland þurfti að hafna í 13. sæti mótsins til að komast í efri styrkleikaflokkinn og var ljóst fyrir daginn í dag að Serbía myndi ekki komast upp yfir Ísland. Slóvenía gat með jafntefli eða sigri komist upp fyrir íslenska liðið og auðvitað í millirðilinn, en Svartfjallaland þurfti sigur gegn Rússlandi þar sem það var stigalaust. Eins og áður í mótinu byrjaði þýska liðið ekki vel og var þremur mörkum undir, 5-2, eftir tíu mínútur. Lærisveinar Dag Sigurðssonar hafa þó sýnt að þeir gefast ekki upp. Þeir skoruðu fjögur mörk í röð, komust í 6-2, og voru tveimur mörkum yfir í hálfleik, 12-10. Munurinn varð aldrei minni en tvö mörk í seinni hálfleik, en þýska liðið spilaði flottan varnarleik og náði alltaf að halda sterku liði Slóvena frá sér. Þýskaland fer upp í milliriðil tvö með tvö stig eftir sigur á Svíþjóð og tap gegn Spánverjum, en Svíar og Spánverjar mætast í lokaleik riðilsins í kvöld. Rússar áttu ekki í teljandi vandræðum með að leggja Svartfellinga að velli, en staðan eftir þrettán mínútna leik var 8-3 fyrir rússneska liðinu. Rússar voru fimm mörkum yfir í hálfleik, 14-9, og þrátt fyrir að Svartfjallaland skipti um markvörð í hálfleik og fékk aðeins tvö mörk á sig fyrstu tíu mínútur seinni hálfleiks gekk liðinu ekkert að minnka muninn að viti. Smám saman dró af Svartfjallalandi og gekk Rússland á lagið. Rússar náðu mest ellefu marka forskoti, 26-15, en gáfu eftir undir lokin og unnu sjö marka sigur, 28-21. Rússar fara með tvö stig í milliriðil tvö eftir sigur á Ungverjum en tap fyrir Dönum. Ungverjaland og Danmörk mætast í kvöld.Drátturinn fyrir umspil UM 2017:Efri styrkleikaflokkur: Níu lið sem bestum árangri ná á EM í Póllandi fyrir utan heimsmeistara Frakklands og þrjú efstu liðin (fyrir utan Frakkland) sem komast beint á HM 2017.Neðri styrkleikaflokkur: Serbía, Rússland, Slóvenía, Austurríki, Bosnía, Tékkland, Lettland, Holland og Portúgal.
EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Handvarpið: Hvað gerðist í Póllandi og hver er framtíðin? Evrópumótið hjá strákunum okkar í Póllandi gert upp í Handvarpinu, hlaðvarpi Vísis um stórmótin í handbolta. 20. janúar 2016 14:00 Mest sláandi tölfræðin hjá Íslandi á EM er ekki markvarslan Markvarsla íslenska liðsins hefur oft verið betri en á EM í Póllandi. En hún ein og sér varð ekki íslenska liðinu að falli. 20. janúar 2016 12:00 Framtíðarhorfur strákanna í höndum Dags og Rússa Þó svo að Ísland hafi lokið þátttöku á EM skiptir kvöldið heilmiklu fyrir framtíð íslenska landsliðsins. 20. janúar 2016 09:45 Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ Sjá meira
Handvarpið: Hvað gerðist í Póllandi og hver er framtíðin? Evrópumótið hjá strákunum okkar í Póllandi gert upp í Handvarpinu, hlaðvarpi Vísis um stórmótin í handbolta. 20. janúar 2016 14:00
Mest sláandi tölfræðin hjá Íslandi á EM er ekki markvarslan Markvarsla íslenska liðsins hefur oft verið betri en á EM í Póllandi. En hún ein og sér varð ekki íslenska liðinu að falli. 20. janúar 2016 12:00
Framtíðarhorfur strákanna í höndum Dags og Rússa Þó svo að Ísland hafi lokið þátttöku á EM skiptir kvöldið heilmiklu fyrir framtíð íslenska landsliðsins. 20. janúar 2016 09:45