Mest sláandi tölfræðin hjá Íslandi á EM er ekki markvarslan Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. janúar 2016 12:00 Ísland er úr leik á EM. Vísir/Valli Það er gömul saga og ný að án vörn og marvörslu er ekki hægt að ætlast til þess að ná langt á stórmótum í handbolta. Því hefur íslenska liðið fengið að kynnast reglulega. Ísland er úr leik á EM í Póllandi eftir að hafa tapað síðustu tveimur leikjum sínum í B-riðli, fyrir Hvíta-Rússlandi og Króatíu. Strákarnir okkar fengu á sig samtals 76 mörk í þessum tveimur leikjum.Sjá einnig: Björgvin Páll: SorryHBStatz.is er ný tölfræðiveita fyrir handbolta og þar má sjá hvernig varnarleikurinn hrynur hjá íslenska liðinu eftir sigurinn á Noregi í fyrsta leiknum. Það er sérstaklega áberandi þegar þátturinn „Legal stops“ er skoðaður. Leikmaður fær skráð á sig „löglegt stopp“ þegar honum tekst að stöðva sóknarmann andstæðings án þess að fá dæmt á sig víti, brottvísun eða gult spjald. Varnarmenn Íslands voru með 29 slíkar stöðvanir í leiknum gegn Noregi. En aðeins níu gegn Hvíta-Rússlandi og sjö gegn Króatíu. Andstæðingar Íslands voru mjög stöðugir í þessum þætti í leikjunum á EM og voru allir með á bilinu 25-27 stöðvanir.Guðjón: Var tímabært að skipta um þjálfara eftir HM í Katar Markvarslan fer einnig minnkandi eftir því sem líður á mótið en hrunið er langt í frá jafn mikið. Þar að auki er ekki svo mikill munur á markvörslu íslenska liðsins og andstæðingsins í hvert sinn. Tapaðir boltar hafa verið vandamál hjá íslenska liðinu en Ísland tapaði til að mynda færri boltum en Hvíta-Rússland í leik liðanna, sem Hvít-Rússar unnu. Munurinn var meiri í leiknum gegn Króatíu enda mikið sem fór úrskeðis í þeim leik. Hér fyrir neðan má sjá samantektir á þessum tölfræðiþáttum hjá HBStatz.is.Legal stops: Gegn Noregi: 29 Gegn Hvíta-Rússlandi: 9 Gegn Króatíu: 7Legal stops: Noregur gegn Íslandi: 27 Hvíta-Rússland gegn Íslandi: 25 Króatía gegn Íslandi: 26Markvarslan: Ísland - Noregur: 12-6 Ísland - Hvíta-Rússland: 11-11 Ísland - Króatía: 9-14Tapaðir boltar: Ísland - Noregur: 8-5 Ísland - Hvíta-Rússland: 10-11 Ísland - Króatía: 16-9 EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Gjaldþrotið gegn Króötum setur framtíð landsliðsins í uppnám Íslenska landsliðið í handknattleik fór heim með skottið á milli lappanna eftir að hafa verið niðurlægt af Króötum í Katowice í gær. Þörf er á mikilli naflaskoðun hjá landsliðinu eftir sneypuför til Póllands. 20. janúar 2016 07:00 Aron vildi ekki ræða framtíðina | Stundum best að bíta í tunguna á sér Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari var bugaður eftir tapið gegn Króatíu í kvöld. Vonbrigðin skinu úr andliti hans og skal engan undra. 19. janúar 2016 22:16 Guðjón: Var tímabært að skipta um þjálfara eftir HM í Katar Guðjón Guðmundsson segir að enginn þorir að segja hlutina eins og þeir eru. 20. janúar 2016 10:15 Framtíðarhorfur strákanna í höndum Dags og Rússa Þó svo að Ísland hafi lokið þátttöku á EM skiptir kvöldið heilmiklu fyrir framtíð íslenska landsliðsins. 20. janúar 2016 09:45 Tapið á móti Króatíu í kvöld hefur slæm áhrif á þrjú stórmót Tap íslenska landsliðsins á móti Króatíu á EM í kvöld þýðir ekki bara að liðið er úr leik og spilar ekki fleiri leiki á Evrópumótinu í Póllandi. Þessi úrslit í kvöld hafa líka mögulega slæm áhrif á tvö önnur stórmót til viðbótar. 19. janúar 2016 21:00 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ Körfubolti Fleiri fréttir Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Sjá meira
Það er gömul saga og ný að án vörn og marvörslu er ekki hægt að ætlast til þess að ná langt á stórmótum í handbolta. Því hefur íslenska liðið fengið að kynnast reglulega. Ísland er úr leik á EM í Póllandi eftir að hafa tapað síðustu tveimur leikjum sínum í B-riðli, fyrir Hvíta-Rússlandi og Króatíu. Strákarnir okkar fengu á sig samtals 76 mörk í þessum tveimur leikjum.Sjá einnig: Björgvin Páll: SorryHBStatz.is er ný tölfræðiveita fyrir handbolta og þar má sjá hvernig varnarleikurinn hrynur hjá íslenska liðinu eftir sigurinn á Noregi í fyrsta leiknum. Það er sérstaklega áberandi þegar þátturinn „Legal stops“ er skoðaður. Leikmaður fær skráð á sig „löglegt stopp“ þegar honum tekst að stöðva sóknarmann andstæðings án þess að fá dæmt á sig víti, brottvísun eða gult spjald. Varnarmenn Íslands voru með 29 slíkar stöðvanir í leiknum gegn Noregi. En aðeins níu gegn Hvíta-Rússlandi og sjö gegn Króatíu. Andstæðingar Íslands voru mjög stöðugir í þessum þætti í leikjunum á EM og voru allir með á bilinu 25-27 stöðvanir.Guðjón: Var tímabært að skipta um þjálfara eftir HM í Katar Markvarslan fer einnig minnkandi eftir því sem líður á mótið en hrunið er langt í frá jafn mikið. Þar að auki er ekki svo mikill munur á markvörslu íslenska liðsins og andstæðingsins í hvert sinn. Tapaðir boltar hafa verið vandamál hjá íslenska liðinu en Ísland tapaði til að mynda færri boltum en Hvíta-Rússland í leik liðanna, sem Hvít-Rússar unnu. Munurinn var meiri í leiknum gegn Króatíu enda mikið sem fór úrskeðis í þeim leik. Hér fyrir neðan má sjá samantektir á þessum tölfræðiþáttum hjá HBStatz.is.Legal stops: Gegn Noregi: 29 Gegn Hvíta-Rússlandi: 9 Gegn Króatíu: 7Legal stops: Noregur gegn Íslandi: 27 Hvíta-Rússland gegn Íslandi: 25 Króatía gegn Íslandi: 26Markvarslan: Ísland - Noregur: 12-6 Ísland - Hvíta-Rússland: 11-11 Ísland - Króatía: 9-14Tapaðir boltar: Ísland - Noregur: 8-5 Ísland - Hvíta-Rússland: 10-11 Ísland - Króatía: 16-9
EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Gjaldþrotið gegn Króötum setur framtíð landsliðsins í uppnám Íslenska landsliðið í handknattleik fór heim með skottið á milli lappanna eftir að hafa verið niðurlægt af Króötum í Katowice í gær. Þörf er á mikilli naflaskoðun hjá landsliðinu eftir sneypuför til Póllands. 20. janúar 2016 07:00 Aron vildi ekki ræða framtíðina | Stundum best að bíta í tunguna á sér Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari var bugaður eftir tapið gegn Króatíu í kvöld. Vonbrigðin skinu úr andliti hans og skal engan undra. 19. janúar 2016 22:16 Guðjón: Var tímabært að skipta um þjálfara eftir HM í Katar Guðjón Guðmundsson segir að enginn þorir að segja hlutina eins og þeir eru. 20. janúar 2016 10:15 Framtíðarhorfur strákanna í höndum Dags og Rússa Þó svo að Ísland hafi lokið þátttöku á EM skiptir kvöldið heilmiklu fyrir framtíð íslenska landsliðsins. 20. janúar 2016 09:45 Tapið á móti Króatíu í kvöld hefur slæm áhrif á þrjú stórmót Tap íslenska landsliðsins á móti Króatíu á EM í kvöld þýðir ekki bara að liðið er úr leik og spilar ekki fleiri leiki á Evrópumótinu í Póllandi. Þessi úrslit í kvöld hafa líka mögulega slæm áhrif á tvö önnur stórmót til viðbótar. 19. janúar 2016 21:00 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ Körfubolti Fleiri fréttir Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Sjá meira
Gjaldþrotið gegn Króötum setur framtíð landsliðsins í uppnám Íslenska landsliðið í handknattleik fór heim með skottið á milli lappanna eftir að hafa verið niðurlægt af Króötum í Katowice í gær. Þörf er á mikilli naflaskoðun hjá landsliðinu eftir sneypuför til Póllands. 20. janúar 2016 07:00
Aron vildi ekki ræða framtíðina | Stundum best að bíta í tunguna á sér Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari var bugaður eftir tapið gegn Króatíu í kvöld. Vonbrigðin skinu úr andliti hans og skal engan undra. 19. janúar 2016 22:16
Guðjón: Var tímabært að skipta um þjálfara eftir HM í Katar Guðjón Guðmundsson segir að enginn þorir að segja hlutina eins og þeir eru. 20. janúar 2016 10:15
Framtíðarhorfur strákanna í höndum Dags og Rússa Þó svo að Ísland hafi lokið þátttöku á EM skiptir kvöldið heilmiklu fyrir framtíð íslenska landsliðsins. 20. janúar 2016 09:45
Tapið á móti Króatíu í kvöld hefur slæm áhrif á þrjú stórmót Tap íslenska landsliðsins á móti Króatíu á EM í kvöld þýðir ekki bara að liðið er úr leik og spilar ekki fleiri leiki á Evrópumótinu í Póllandi. Þessi úrslit í kvöld hafa líka mögulega slæm áhrif á tvö önnur stórmót til viðbótar. 19. janúar 2016 21:00