Tæknin gæti útrýmt fimm milljónum starfa fyrir 2020 Sæunn Gísladóttir skrifar 20. janúar 2016 08:30 Vélmenni eru líkleg til að leysa sum almenn störf af hólmi á næstunni, svo sem matargerð. Fréttablaðið/Getty Allt að fimm milljónir starfa gætu horfið í fimmtán stærstu hagkerfum heims fyrir árið 2020 samkvæmt nýrri skýrslu World Economic Forum sem birt var á mánudaginn. Talið er að tækni, svo sem gervigreind, vélmenni og líftækni gætu leyst störfin af hólmi. Stjórnunarstörf og almenn skrifstofustörf eru talin í mestri hættu vegna „fjórðu iðnaðarbyltingarinnar“ sem er eitt af aðalumræðuefnunum á World Economic Forum sem fer fram í Davos í Sviss í vikunni. Hagkerfin fimmtán sem um ræðir ráða 65 prósent af vinnuafli heimsins. Talið er að allt að 7,1 milljón starfa geti tapast í þeim vegna sjálfvirkni. Spáð er að 2,1 milljón nýrra starfa muni skapast í tækni-, margmiðlunar- og þjónustugeirunum í staðinn. Því munu samtals fimm milljón störf tapast. Klaus Schaw, stofnandi og stjórnarformaður World Economic Forum, segir að löndin verði að fjárfesta í breytingum á vinnustöðum sínum til að mæta þessari þróun. Annars sé hætta á færri sérhæfðum starfsmönnum, auknu atvinnuleysi og ójöfnuði. Mikilvægt er að fjárfesta í menntun og þjálfun. Talið er að 65 prósent barna sem hefja grunnskólanám í dag muni vinna störf sem eru ekki enn þá til. Því er framtíðarþjálfun mjög mikilvæg, segir í skýrslunni. Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Allt að fimm milljónir starfa gætu horfið í fimmtán stærstu hagkerfum heims fyrir árið 2020 samkvæmt nýrri skýrslu World Economic Forum sem birt var á mánudaginn. Talið er að tækni, svo sem gervigreind, vélmenni og líftækni gætu leyst störfin af hólmi. Stjórnunarstörf og almenn skrifstofustörf eru talin í mestri hættu vegna „fjórðu iðnaðarbyltingarinnar“ sem er eitt af aðalumræðuefnunum á World Economic Forum sem fer fram í Davos í Sviss í vikunni. Hagkerfin fimmtán sem um ræðir ráða 65 prósent af vinnuafli heimsins. Talið er að allt að 7,1 milljón starfa geti tapast í þeim vegna sjálfvirkni. Spáð er að 2,1 milljón nýrra starfa muni skapast í tækni-, margmiðlunar- og þjónustugeirunum í staðinn. Því munu samtals fimm milljón störf tapast. Klaus Schaw, stofnandi og stjórnarformaður World Economic Forum, segir að löndin verði að fjárfesta í breytingum á vinnustöðum sínum til að mæta þessari þróun. Annars sé hætta á færri sérhæfðum starfsmönnum, auknu atvinnuleysi og ójöfnuði. Mikilvægt er að fjárfesta í menntun og þjálfun. Talið er að 65 prósent barna sem hefja grunnskólanám í dag muni vinna störf sem eru ekki enn þá til. Því er framtíðarþjálfun mjög mikilvæg, segir í skýrslunni.
Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira