Brá mikið við símtal frá lögreglunni Birta Björnsdóttir skrifar 30. janúar 2016 19:30 Lögmaður hælisleitenda gagnrýnir vinnubrögð Útlendingastofnunar harðlega eftir að skjólstæðingi hennar var gert að yfirgefa landið án þess að mál hans hafi verið tekið fyrir. Henry Eza Okafur óttast að vera sendur aftur til Nígeríu og ber enn ör sem hann segir vera eftir hnífaárás liðsmanna Boko Haram. Henry Eze Okafor hefur dvalið hér á landi í tæp fjögur ár en hann kom hingað til lands eftir að hafa verið neitað um dvalarleyfi í Svíþjóð. Hann er á flótta undan ofsóknum í heimalandinu og ber ör á enninu sem hann segir eftir hnífaárás liðsmanna Boko Haram samtakanna. Bróður sinn missti hann í átökum heima fyrir.Fyrir nokkrum mánuðum fékk Eze íslenska kennitölu. „Þá gat ég byrjað að vinna. Ég gat leigt mína eigin íbúð og flutt út úr húsnæði félagsþjónustunnar. Ég var farinn að sjá ljósið. Þess vegna brá mér verulega þegar ég fékk símtalið frá lögreglunni á fimmtudaginn var,“ segir Eze. Í umræddu símtali var Eze gert að yfirgefa landið á mánudaginn kemur. Hjá Útlendingastofnun liggja inni tvær umsóknir, annarsvegar um dvalarleyfi af mannúðarástæðum og hinsvegar beiðni um að dvelja í landinu þar til niðurstaða fæst í umsóknina. Seinni beiðninni var hafnað án þess að fjallað væri um dvalarleyfisumsóknina. Þessi vinnubrögð gagnrýnir lögmaður Eze, Katrín Theodórsdóttir, harðlega. „Það hefði verið hægt að afgreiða þetta mál án þess að breyta lögunum. Útlendingastofnun hefði getað sagt að þeir væru ekki tilbúnir til að veita honum dvalarleyfi. Honum væri heimilt að kæra úrskurðin og jafnframt dvelja á landinu á meðan kæran yrði tekin til meðferðar.“ Á fundi Katrínar og Eze með Útlendingastofnun fyrir helgi var Eze þó fullvissaður um að honum yrði ekki vísað úr landi á meðan umsókn um dvalarleyfi lægi inni hjá stofnunni. Það segir Katrín mikilvægt því erfitt sé að sjá hvernig mögulega jákvæð niðurstaða gagnist manni sem farinn er úr landi. „Mér hefur fundist Útlendingastofnun taka of harkalega á málum sem þessum og er framgangan í máli Eze gott dæmi um það. Það hefði verið eðlilegra ef stofnunin hefði verið búin að taka á umsókininnu um dvalarleyfi af mannúðarástæðum og þá birta honum þá niðurstöðu. Ef ákveðið hefði verið að veita honum ekki dvalarleyfi hefði þurft að veita honum upplýsingar um réttinn til að kæra ákvörðunina til sérstakrar kærunefndar. Jafnframt hefði átt að veita honum leyfi til að dvelja hér á landi á meðan verið er að fjalla um kæruna,“ segir Katrín. Flóttamenn Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Lögmaður hælisleitenda gagnrýnir vinnubrögð Útlendingastofnunar harðlega eftir að skjólstæðingi hennar var gert að yfirgefa landið án þess að mál hans hafi verið tekið fyrir. Henry Eza Okafur óttast að vera sendur aftur til Nígeríu og ber enn ör sem hann segir vera eftir hnífaárás liðsmanna Boko Haram. Henry Eze Okafor hefur dvalið hér á landi í tæp fjögur ár en hann kom hingað til lands eftir að hafa verið neitað um dvalarleyfi í Svíþjóð. Hann er á flótta undan ofsóknum í heimalandinu og ber ör á enninu sem hann segir eftir hnífaárás liðsmanna Boko Haram samtakanna. Bróður sinn missti hann í átökum heima fyrir.Fyrir nokkrum mánuðum fékk Eze íslenska kennitölu. „Þá gat ég byrjað að vinna. Ég gat leigt mína eigin íbúð og flutt út úr húsnæði félagsþjónustunnar. Ég var farinn að sjá ljósið. Þess vegna brá mér verulega þegar ég fékk símtalið frá lögreglunni á fimmtudaginn var,“ segir Eze. Í umræddu símtali var Eze gert að yfirgefa landið á mánudaginn kemur. Hjá Útlendingastofnun liggja inni tvær umsóknir, annarsvegar um dvalarleyfi af mannúðarástæðum og hinsvegar beiðni um að dvelja í landinu þar til niðurstaða fæst í umsóknina. Seinni beiðninni var hafnað án þess að fjallað væri um dvalarleyfisumsóknina. Þessi vinnubrögð gagnrýnir lögmaður Eze, Katrín Theodórsdóttir, harðlega. „Það hefði verið hægt að afgreiða þetta mál án þess að breyta lögunum. Útlendingastofnun hefði getað sagt að þeir væru ekki tilbúnir til að veita honum dvalarleyfi. Honum væri heimilt að kæra úrskurðin og jafnframt dvelja á landinu á meðan kæran yrði tekin til meðferðar.“ Á fundi Katrínar og Eze með Útlendingastofnun fyrir helgi var Eze þó fullvissaður um að honum yrði ekki vísað úr landi á meðan umsókn um dvalarleyfi lægi inni hjá stofnunni. Það segir Katrín mikilvægt því erfitt sé að sjá hvernig mögulega jákvæð niðurstaða gagnist manni sem farinn er úr landi. „Mér hefur fundist Útlendingastofnun taka of harkalega á málum sem þessum og er framgangan í máli Eze gott dæmi um það. Það hefði verið eðlilegra ef stofnunin hefði verið búin að taka á umsókininnu um dvalarleyfi af mannúðarástæðum og þá birta honum þá niðurstöðu. Ef ákveðið hefði verið að veita honum ekki dvalarleyfi hefði þurft að veita honum upplýsingar um réttinn til að kæra ákvörðunina til sérstakrar kærunefndar. Jafnframt hefði átt að veita honum leyfi til að dvelja hér á landi á meðan verið er að fjalla um kæruna,“ segir Katrín.
Flóttamenn Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira