Dagur Sigurðsson, þjálfari þýska landsliðsins í handbolta, var í viðtali í þættinum Bakaríið á Bylgjunni í morgun en hann er þessa stundina að undirbúa lið sitt fyrir úrslitaleikinn á EM á morgun eftir frábæran sigur á Noregi í gær.
Fáir áttu von á því að þýska liðið gæti farið langt á EM í Póllandi og afskrifuðu margir spekingar liðið þegar lykilleikmenn liðsins meiddust stuttu fyrir mót.
„Ég reyndi að vera mjög rólegur í yfirlýsingunum fyrir mótið og reyndi að taka þetta leik fyrir leik. Eftir árangurinn hér setjum við pressu á sjálfa okkur á að komast í undanúrslitin á öllum mótum en það er best að taka þetta leik fyrir leik,“ sagði Dagur sem hefur breytt hugarfari liðsins.
„Þegar ég tók við liðinu reyndi ég að leggja strax áherslu á að vinna leiki. Menn fóru inn í æfingarleiki til þess að prófa ákveðna hluti en ég reyndi að breyta því í að vinna leikina og byggja upp sigur hugarfar.“
Þjóðverjar mæta Spáni á morgun í úrslitaleiknum eftir nauman sigur á Noregi í undanúrslitunum.
„Þetta var alveg rosalegur leikur. Það var mikil spenna og dramatík og ég var ekkert mjög rólegur á hliðarlínunni.“
Dagur er á fullu að undirbúa úrslitaleikinn á morgun en hann sagðist ætla að taka tvö símtöl í dag.
„Það eru þið og svo á maður von á símtali frá Angelu Merkel klukkan tvö,“ sagði Dagur léttur og lofaði að skila kveðju frá Rúnari og Loga en viðtalið má heyra í spilaranum hér fyrir ofan.
Dagur: Á von á símtali frá Angelu Merkel

Tengdar fréttir

Norðmenn lögðu fram kæru eftir tapið
Þýskaland með of marga leikmenn inn á vellinum í lokasókn sinni samkvæmt norskum fjölmiðlum.

Norðmenn drógu kæruna til baka
Úrslitin í leik Þýskalands og Noregs á EM í gær munu standa.

Dagur: Ég vissi að leikurinn yrði framlengdur
Dagur Sigurðsson er orðin að hetju í Þýskalandi eftir að hans menn tryggðu sér sæti í úrslitaleik EM.

Umfjöllun: Noregur - Þýskaland 33-34 | Dagur með Þýskaland í úrslitin á EM
Þýskaland hafði betur gegn Noregi eftir æsispennandi framlengdan undanúrslitaleik í Póllandi.

Ævintýrið er dagsatt
Dagur Sigurðsson heldur áfram ótrúlegri sigurgöngu sinni með lemstrað lið Þýskalands og mætir Spánverjum í úrslitaleik EM í handbolta á morgun.

Dagur, hvernig ferðu að þessu?
Þýska handboltalandsliðið er komið alla leið í undanúrslitin á Evrópumótinu og mætir Noregi í kvöld. Dagur Sigurðsson hefur átt svör við hverju áfallinu á fætur öðru en liðið hefur misst sjö sterka leikmenn. Fréttablaðið skoð