Fimm milljónir horfðu á Ófærð í Frakklandi Birgir Olgeirsson skrifar 9. febrúar 2016 14:46 Stilla úr Ófærð. Rúmlega fimm milljónir manns horfðu á íslensku sjónvarpsþáttaröðina Ófærð í Frakklandi í gær. Þáttaröðin var frumsýnd í franska ríkissjónvarpinu, France 2, á besta tíma, að því er fram kemur í tilkynningu frá RVK Studios, framleiðanda þáttanna, en fyrstu fjórir þættirnir voru sýndir sama kvöldið. RVK Studios segja þessar áhorfstölur hafa komið þeim á óvart þar sem búist var við mikilli samkeppni um áhorf. Tvær nýjar franskar seríur voru einnig frumsýndar þetta kvöld og því bjuggust menn hjá France 2 ekki við að ný íslensk sería mundi halda í við það vinsælasta í frönsku sjónvarpi, en Ófærð endaði í öðru sæti með 18% hlutdeild. Fjölmiðlar í Frakklandi hafa slegið upp fréttum af þessum miklu vinsældum og þykir mönnum France 2 hafa sýnt hugrekki að tefla fram seríu frá Íslandi á besta sýningartíma. Í franska dagblaðinu Le Parisien birtist dómur í morgun þar sem þáttaröðin fær fjórar stjörnur af fimm og þykir jafnast á við hina bresku Broadchurch að gæðum, að því er fram kemur í tilkynningunni. RVK Studios segja þessar tölur ansi góðar og nefnir fyrirtækið sem dæmi að þáttaröðina Fortitude, sem tekin var upp hér á landi, hefði gert það gott á sjónvarpsstöðinni Sky með eina milljón áhorfenda. Lokaþáttur þáttaraðarinnar Mad Men er einnig sagður hafa sett áhorfsmet á ACM-kapalstöðinni í Bandaríkjunum með 3,4 milljónir áhorfenda. Þá er þess getið að Ófærð er einnig sýnd í Noregi í þessar mundir við góðan orðróm og áhorfið þar helst stöðugt. Í kringum 500 þúsund horfa þar í hverri viku. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir RÚV sýndi ranga útgáfu af Ófærð í gær „Það var yfirsjón í tækni- og efnisskoðun sem olli tæknivandræðum í útsendingu í gærkvöldi.“ 8. febrúar 2016 16:10 Ófært á Twitter í gærkvöldi: „Var #Noel að vinna á RÚV í gær?“ "Vildi óska að það hefði farið rangur júróvisjónþáttur í loftið,“ grínast einn notandi á Twitter. 9. febrúar 2016 08:47 Ófærð á Twitter: Er Trausti versta lögga á Íslandi? Eins og svo oft áður undanfarin sunnudagskvöld logar Twitter vegna þáttanna Ófærð. 7. febrúar 2016 22:21 Dyrnar á þyrlunni voru lokaðar í „réttu" útgáfunni af Ófærð RÚV sýndi ranga útgáfu af sjöunda þætti Ófærðar á sunnudag. 9. febrúar 2016 00:48 Mest lesið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Menning Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Allt búið hjá Austin og Kaiu Lífið Fleiri fréttir Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Rúmlega fimm milljónir manns horfðu á íslensku sjónvarpsþáttaröðina Ófærð í Frakklandi í gær. Þáttaröðin var frumsýnd í franska ríkissjónvarpinu, France 2, á besta tíma, að því er fram kemur í tilkynningu frá RVK Studios, framleiðanda þáttanna, en fyrstu fjórir þættirnir voru sýndir sama kvöldið. RVK Studios segja þessar áhorfstölur hafa komið þeim á óvart þar sem búist var við mikilli samkeppni um áhorf. Tvær nýjar franskar seríur voru einnig frumsýndar þetta kvöld og því bjuggust menn hjá France 2 ekki við að ný íslensk sería mundi halda í við það vinsælasta í frönsku sjónvarpi, en Ófærð endaði í öðru sæti með 18% hlutdeild. Fjölmiðlar í Frakklandi hafa slegið upp fréttum af þessum miklu vinsældum og þykir mönnum France 2 hafa sýnt hugrekki að tefla fram seríu frá Íslandi á besta sýningartíma. Í franska dagblaðinu Le Parisien birtist dómur í morgun þar sem þáttaröðin fær fjórar stjörnur af fimm og þykir jafnast á við hina bresku Broadchurch að gæðum, að því er fram kemur í tilkynningunni. RVK Studios segja þessar tölur ansi góðar og nefnir fyrirtækið sem dæmi að þáttaröðina Fortitude, sem tekin var upp hér á landi, hefði gert það gott á sjónvarpsstöðinni Sky með eina milljón áhorfenda. Lokaþáttur þáttaraðarinnar Mad Men er einnig sagður hafa sett áhorfsmet á ACM-kapalstöðinni í Bandaríkjunum með 3,4 milljónir áhorfenda. Þá er þess getið að Ófærð er einnig sýnd í Noregi í þessar mundir við góðan orðróm og áhorfið þar helst stöðugt. Í kringum 500 þúsund horfa þar í hverri viku.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir RÚV sýndi ranga útgáfu af Ófærð í gær „Það var yfirsjón í tækni- og efnisskoðun sem olli tæknivandræðum í útsendingu í gærkvöldi.“ 8. febrúar 2016 16:10 Ófært á Twitter í gærkvöldi: „Var #Noel að vinna á RÚV í gær?“ "Vildi óska að það hefði farið rangur júróvisjónþáttur í loftið,“ grínast einn notandi á Twitter. 9. febrúar 2016 08:47 Ófærð á Twitter: Er Trausti versta lögga á Íslandi? Eins og svo oft áður undanfarin sunnudagskvöld logar Twitter vegna þáttanna Ófærð. 7. febrúar 2016 22:21 Dyrnar á þyrlunni voru lokaðar í „réttu" útgáfunni af Ófærð RÚV sýndi ranga útgáfu af sjöunda þætti Ófærðar á sunnudag. 9. febrúar 2016 00:48 Mest lesið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Menning Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Allt búið hjá Austin og Kaiu Lífið Fleiri fréttir Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
RÚV sýndi ranga útgáfu af Ófærð í gær „Það var yfirsjón í tækni- og efnisskoðun sem olli tæknivandræðum í útsendingu í gærkvöldi.“ 8. febrúar 2016 16:10
Ófært á Twitter í gærkvöldi: „Var #Noel að vinna á RÚV í gær?“ "Vildi óska að það hefði farið rangur júróvisjónþáttur í loftið,“ grínast einn notandi á Twitter. 9. febrúar 2016 08:47
Ófærð á Twitter: Er Trausti versta lögga á Íslandi? Eins og svo oft áður undanfarin sunnudagskvöld logar Twitter vegna þáttanna Ófærð. 7. febrúar 2016 22:21
Dyrnar á þyrlunni voru lokaðar í „réttu" útgáfunni af Ófærð RÚV sýndi ranga útgáfu af sjöunda þætti Ófærðar á sunnudag. 9. febrúar 2016 00:48