Fimm milljónir horfðu á Ófærð í Frakklandi Birgir Olgeirsson skrifar 9. febrúar 2016 14:46 Stilla úr Ófærð. Rúmlega fimm milljónir manns horfðu á íslensku sjónvarpsþáttaröðina Ófærð í Frakklandi í gær. Þáttaröðin var frumsýnd í franska ríkissjónvarpinu, France 2, á besta tíma, að því er fram kemur í tilkynningu frá RVK Studios, framleiðanda þáttanna, en fyrstu fjórir þættirnir voru sýndir sama kvöldið. RVK Studios segja þessar áhorfstölur hafa komið þeim á óvart þar sem búist var við mikilli samkeppni um áhorf. Tvær nýjar franskar seríur voru einnig frumsýndar þetta kvöld og því bjuggust menn hjá France 2 ekki við að ný íslensk sería mundi halda í við það vinsælasta í frönsku sjónvarpi, en Ófærð endaði í öðru sæti með 18% hlutdeild. Fjölmiðlar í Frakklandi hafa slegið upp fréttum af þessum miklu vinsældum og þykir mönnum France 2 hafa sýnt hugrekki að tefla fram seríu frá Íslandi á besta sýningartíma. Í franska dagblaðinu Le Parisien birtist dómur í morgun þar sem þáttaröðin fær fjórar stjörnur af fimm og þykir jafnast á við hina bresku Broadchurch að gæðum, að því er fram kemur í tilkynningunni. RVK Studios segja þessar tölur ansi góðar og nefnir fyrirtækið sem dæmi að þáttaröðina Fortitude, sem tekin var upp hér á landi, hefði gert það gott á sjónvarpsstöðinni Sky með eina milljón áhorfenda. Lokaþáttur þáttaraðarinnar Mad Men er einnig sagður hafa sett áhorfsmet á ACM-kapalstöðinni í Bandaríkjunum með 3,4 milljónir áhorfenda. Þá er þess getið að Ófærð er einnig sýnd í Noregi í þessar mundir við góðan orðróm og áhorfið þar helst stöðugt. Í kringum 500 þúsund horfa þar í hverri viku. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir RÚV sýndi ranga útgáfu af Ófærð í gær „Það var yfirsjón í tækni- og efnisskoðun sem olli tæknivandræðum í útsendingu í gærkvöldi.“ 8. febrúar 2016 16:10 Ófært á Twitter í gærkvöldi: „Var #Noel að vinna á RÚV í gær?“ "Vildi óska að það hefði farið rangur júróvisjónþáttur í loftið,“ grínast einn notandi á Twitter. 9. febrúar 2016 08:47 Ófærð á Twitter: Er Trausti versta lögga á Íslandi? Eins og svo oft áður undanfarin sunnudagskvöld logar Twitter vegna þáttanna Ófærð. 7. febrúar 2016 22:21 Dyrnar á þyrlunni voru lokaðar í „réttu" útgáfunni af Ófærð RÚV sýndi ranga útgáfu af sjöunda þætti Ófærðar á sunnudag. 9. febrúar 2016 00:48 Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Rúmlega fimm milljónir manns horfðu á íslensku sjónvarpsþáttaröðina Ófærð í Frakklandi í gær. Þáttaröðin var frumsýnd í franska ríkissjónvarpinu, France 2, á besta tíma, að því er fram kemur í tilkynningu frá RVK Studios, framleiðanda þáttanna, en fyrstu fjórir þættirnir voru sýndir sama kvöldið. RVK Studios segja þessar áhorfstölur hafa komið þeim á óvart þar sem búist var við mikilli samkeppni um áhorf. Tvær nýjar franskar seríur voru einnig frumsýndar þetta kvöld og því bjuggust menn hjá France 2 ekki við að ný íslensk sería mundi halda í við það vinsælasta í frönsku sjónvarpi, en Ófærð endaði í öðru sæti með 18% hlutdeild. Fjölmiðlar í Frakklandi hafa slegið upp fréttum af þessum miklu vinsældum og þykir mönnum France 2 hafa sýnt hugrekki að tefla fram seríu frá Íslandi á besta sýningartíma. Í franska dagblaðinu Le Parisien birtist dómur í morgun þar sem þáttaröðin fær fjórar stjörnur af fimm og þykir jafnast á við hina bresku Broadchurch að gæðum, að því er fram kemur í tilkynningunni. RVK Studios segja þessar tölur ansi góðar og nefnir fyrirtækið sem dæmi að þáttaröðina Fortitude, sem tekin var upp hér á landi, hefði gert það gott á sjónvarpsstöðinni Sky með eina milljón áhorfenda. Lokaþáttur þáttaraðarinnar Mad Men er einnig sagður hafa sett áhorfsmet á ACM-kapalstöðinni í Bandaríkjunum með 3,4 milljónir áhorfenda. Þá er þess getið að Ófærð er einnig sýnd í Noregi í þessar mundir við góðan orðróm og áhorfið þar helst stöðugt. Í kringum 500 þúsund horfa þar í hverri viku.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir RÚV sýndi ranga útgáfu af Ófærð í gær „Það var yfirsjón í tækni- og efnisskoðun sem olli tæknivandræðum í útsendingu í gærkvöldi.“ 8. febrúar 2016 16:10 Ófært á Twitter í gærkvöldi: „Var #Noel að vinna á RÚV í gær?“ "Vildi óska að það hefði farið rangur júróvisjónþáttur í loftið,“ grínast einn notandi á Twitter. 9. febrúar 2016 08:47 Ófærð á Twitter: Er Trausti versta lögga á Íslandi? Eins og svo oft áður undanfarin sunnudagskvöld logar Twitter vegna þáttanna Ófærð. 7. febrúar 2016 22:21 Dyrnar á þyrlunni voru lokaðar í „réttu" útgáfunni af Ófærð RÚV sýndi ranga útgáfu af sjöunda þætti Ófærðar á sunnudag. 9. febrúar 2016 00:48 Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
RÚV sýndi ranga útgáfu af Ófærð í gær „Það var yfirsjón í tækni- og efnisskoðun sem olli tæknivandræðum í útsendingu í gærkvöldi.“ 8. febrúar 2016 16:10
Ófært á Twitter í gærkvöldi: „Var #Noel að vinna á RÚV í gær?“ "Vildi óska að það hefði farið rangur júróvisjónþáttur í loftið,“ grínast einn notandi á Twitter. 9. febrúar 2016 08:47
Ófærð á Twitter: Er Trausti versta lögga á Íslandi? Eins og svo oft áður undanfarin sunnudagskvöld logar Twitter vegna þáttanna Ófærð. 7. febrúar 2016 22:21
Dyrnar á þyrlunni voru lokaðar í „réttu" útgáfunni af Ófærð RÚV sýndi ranga útgáfu af sjöunda þætti Ófærðar á sunnudag. 9. febrúar 2016 00:48