Porsche áætlar minnkandi hagnað vegna rafbílaþróunar Finnur Thorlacius skrifar 9. febrúar 2016 12:38 Porsche Mission E tilraunabíllinn sem eingöngu er knúinn rafmagni. Þýski sportbílaframleiðandinn Porsche hefur hagnast gríðarlega mikið á undanförnum árum enda gengið eindæma vel að selja magnaða bíla sína. Forsvarsmenn Porsche áætla að sá hagnaður muni minnka vegna mikilla fjárútláta við þróun nýjustu bílgerða sinna, sér í lagi rafmagnsbíla. Porsche ætlar að fjárfesta fyrir einn milljarð evra vegna nýs Mission E rafmagnsbíls, ráða 1.000 nýja starfsmenn og byggja nýja verksmiðju þar sem bíllinn verður smíðaður. Porsche hefur undanfarið skilað næst mestum hagnaði allra undirfyrirtækja Volkswagen samsteypunnar og fyrirtækið seldi í fyrsta skipti yfir 200.000 bíla á einu ári í fyrra. Porsche mun greina frá niðurstöðum síðasta árs þann 11. mars en árið áður hagnaðist Porsche um 2,72 milljarða evra og vafalaust verður hagnaður síðasta árs hærri en það. Porsche fór ekki varhluta af dísilvélasvindli Volkswagen og þarf að innkalla 13.000 Porsche Cayenne bíla með dísilvélum og eitthvað mun sú innköllum kosta Porsche. Viðgerðirnar sjálfar verða þó ekki mjög kostnaðarsamar þó svo þær snúi bæði af vélbúnaðar- og hugbúnaðarbreytingum. Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent
Þýski sportbílaframleiðandinn Porsche hefur hagnast gríðarlega mikið á undanförnum árum enda gengið eindæma vel að selja magnaða bíla sína. Forsvarsmenn Porsche áætla að sá hagnaður muni minnka vegna mikilla fjárútláta við þróun nýjustu bílgerða sinna, sér í lagi rafmagnsbíla. Porsche ætlar að fjárfesta fyrir einn milljarð evra vegna nýs Mission E rafmagnsbíls, ráða 1.000 nýja starfsmenn og byggja nýja verksmiðju þar sem bíllinn verður smíðaður. Porsche hefur undanfarið skilað næst mestum hagnaði allra undirfyrirtækja Volkswagen samsteypunnar og fyrirtækið seldi í fyrsta skipti yfir 200.000 bíla á einu ári í fyrra. Porsche mun greina frá niðurstöðum síðasta árs þann 11. mars en árið áður hagnaðist Porsche um 2,72 milljarða evra og vafalaust verður hagnaður síðasta árs hærri en það. Porsche fór ekki varhluta af dísilvélasvindli Volkswagen og þarf að innkalla 13.000 Porsche Cayenne bíla með dísilvélum og eitthvað mun sú innköllum kosta Porsche. Viðgerðirnar sjálfar verða þó ekki mjög kostnaðarsamar þó svo þær snúi bæði af vélbúnaðar- og hugbúnaðarbreytingum.
Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent