Telja Auði djúpúðgu ættaða frá Kvam við Aurlandsfjörð Kristján Már Unnarsson skrifar 8. febrúar 2016 19:15 Norskir fræðimenn telja, eftir rannsóknir fornsagna, að frægasta landnámskona Íslands, Auður djúpúðga, hafi verið ættuð frá bænum Hvammi við innanverðan Sognfjörð. Þess vegna hafi hún valið sama heiti á landnámsbæ sinn á Íslandi. Auður djúpúðga nam Dalina alla, kallaði bæ sinn Hvamm og eftir honum fékk Hvammsfjörður nafn. Hún flúði til Íslands frá Skotlandi. Til eru talsverðar frásagnir sem tengjast lífi hennar á Bretlandseyjum. Þar stóðu karlmennirnir í kringum hana í stöðugum bardögum og tóku sér konungstign.Nær ekkert er vitað um æsku Auðar í Noregi en þar var afi hennar, Björn buna, frægur höfðingi, sagður úr Sogni, þar sem Aurlandsfjörður er meðal innfjarða. Norskir fræðimenn hafa varpað fram þeirri tilgátu að Auður hafi valið landnámsbæ sínum í Dölum nafnið Hvammur vegna þess að æskuslóðir hennar hafi verið á Aurlandi en þar finnst bæjarnafnið Kvam, eða Hvammur. Þessi kenning birtist í bók sem út kom í Noregi fyrir fimmtán árum eftir Anders Ohnstad sagnfræðing. Sonur hans, Åsmund Ohnstad, sagnfræðingur og rithöfundur, segir að þá ályktun megi draga af frásögnum sem bendi til að ættmenni Auðar djúpúðgu hafi forðast að sigla um Sognfjörð eftir að Haraldur hárfagri náði völdum í Noregi.Åsmund Ohnstad, sagnfræðingur og rithöfundur í Gudvangen á Aurlandi.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Haraldur hárfagri átti konungsgarð í Leikangri, norðanmegin í Sognfirði,“ segir Åsmund Ohnstad en íbúar þar voru hliðhollir konungi. Leiðin sem fara þurfti til að forðast Harald hárfagra og hans liðsmenn lá um annan fjörð og síðan fjallveg og hún bendi til þess að þau hafi komið frá Kvam, sem var höfðingjasetur til forna. „Með því að fara yfir fjöllin til Aurlands komust Auður og fólk hennar hjá því að sigla framhjá óvinum sínum,“ segir Åsmund. „Samkvæmt þessari kenningu er rökrétt að ætla að hún hafi verið frá Kvam í Aurlandi.“ Nánar er fjallað um Auði djúpúðgu í Landnemunum á Stöð 2.Séð út Aurlandsfjörð, sem er einn af innfjörðum Sognfjarðar.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Dalabyggð Landnemarnir Tengdar fréttir Deilt um hvort Flóki hafi sleppt hröfnum og gefið Íslandi nafn Sögurnar um að Hrafna-Flóki hafi gefið Íslandi nafn og að hrafnar hafi vísað honum leiðina til Íslands eru skáldskapur, að mati sagnfræðiprófessora. 18. janúar 2016 18:30 Deilur um upphaf landnáms sagðar heillandi viðfangsefni Tekist á um hvort endurskrifa þurfi Íslandssöguna. 11. janúar 2016 17:45 Hjörleifur ætti að teljast fyrstur landnámsmanna Því fer fjarri að eining ríki meðal Íslendinga um að Ingólfur Arnarson sé talinn fyrsti landnámsmaður Íslands. 1. febrúar 2016 18:30 Nýjar rannsóknir veita ný svör um landnámið Ráðgátur landnámsins og upphaf Íslandssögunnar er viðfangsefni Landnemanna, nýrrar íslenskrar þáttaraðar. 11. janúar 2016 10:45 Maður Auðar var konungur og þrælakaupmaður Auður djúpúðga er frægasta landnámskona Íslands. 5. febrúar 2016 14:59 Á Náttfari að teljast fyrsti landneminn? Ingólfur Arnarson, sá er nam land í Reykjavík, er í sögubókunum talinn fyrsti landnámsmaður Íslands. Þingeyingar hafa hins vegar löngum haldið því fram að Náttfari hafi verið fyrstur. 18. janúar 2016 10:30 Norðmenn segja Ingólf úr Hrífudal Ingólfur Arnarson, fyrsti landnámsmaður Íslands, kom frá Dalsfirði á Fjölum, samkvæmt Landnámabók. 29. janúar 2016 15:00 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira
Norskir fræðimenn telja, eftir rannsóknir fornsagna, að frægasta landnámskona Íslands, Auður djúpúðga, hafi verið ættuð frá bænum Hvammi við innanverðan Sognfjörð. Þess vegna hafi hún valið sama heiti á landnámsbæ sinn á Íslandi. Auður djúpúðga nam Dalina alla, kallaði bæ sinn Hvamm og eftir honum fékk Hvammsfjörður nafn. Hún flúði til Íslands frá Skotlandi. Til eru talsverðar frásagnir sem tengjast lífi hennar á Bretlandseyjum. Þar stóðu karlmennirnir í kringum hana í stöðugum bardögum og tóku sér konungstign.Nær ekkert er vitað um æsku Auðar í Noregi en þar var afi hennar, Björn buna, frægur höfðingi, sagður úr Sogni, þar sem Aurlandsfjörður er meðal innfjarða. Norskir fræðimenn hafa varpað fram þeirri tilgátu að Auður hafi valið landnámsbæ sínum í Dölum nafnið Hvammur vegna þess að æskuslóðir hennar hafi verið á Aurlandi en þar finnst bæjarnafnið Kvam, eða Hvammur. Þessi kenning birtist í bók sem út kom í Noregi fyrir fimmtán árum eftir Anders Ohnstad sagnfræðing. Sonur hans, Åsmund Ohnstad, sagnfræðingur og rithöfundur, segir að þá ályktun megi draga af frásögnum sem bendi til að ættmenni Auðar djúpúðgu hafi forðast að sigla um Sognfjörð eftir að Haraldur hárfagri náði völdum í Noregi.Åsmund Ohnstad, sagnfræðingur og rithöfundur í Gudvangen á Aurlandi.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Haraldur hárfagri átti konungsgarð í Leikangri, norðanmegin í Sognfirði,“ segir Åsmund Ohnstad en íbúar þar voru hliðhollir konungi. Leiðin sem fara þurfti til að forðast Harald hárfagra og hans liðsmenn lá um annan fjörð og síðan fjallveg og hún bendi til þess að þau hafi komið frá Kvam, sem var höfðingjasetur til forna. „Með því að fara yfir fjöllin til Aurlands komust Auður og fólk hennar hjá því að sigla framhjá óvinum sínum,“ segir Åsmund. „Samkvæmt þessari kenningu er rökrétt að ætla að hún hafi verið frá Kvam í Aurlandi.“ Nánar er fjallað um Auði djúpúðgu í Landnemunum á Stöð 2.Séð út Aurlandsfjörð, sem er einn af innfjörðum Sognfjarðar.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.
Dalabyggð Landnemarnir Tengdar fréttir Deilt um hvort Flóki hafi sleppt hröfnum og gefið Íslandi nafn Sögurnar um að Hrafna-Flóki hafi gefið Íslandi nafn og að hrafnar hafi vísað honum leiðina til Íslands eru skáldskapur, að mati sagnfræðiprófessora. 18. janúar 2016 18:30 Deilur um upphaf landnáms sagðar heillandi viðfangsefni Tekist á um hvort endurskrifa þurfi Íslandssöguna. 11. janúar 2016 17:45 Hjörleifur ætti að teljast fyrstur landnámsmanna Því fer fjarri að eining ríki meðal Íslendinga um að Ingólfur Arnarson sé talinn fyrsti landnámsmaður Íslands. 1. febrúar 2016 18:30 Nýjar rannsóknir veita ný svör um landnámið Ráðgátur landnámsins og upphaf Íslandssögunnar er viðfangsefni Landnemanna, nýrrar íslenskrar þáttaraðar. 11. janúar 2016 10:45 Maður Auðar var konungur og þrælakaupmaður Auður djúpúðga er frægasta landnámskona Íslands. 5. febrúar 2016 14:59 Á Náttfari að teljast fyrsti landneminn? Ingólfur Arnarson, sá er nam land í Reykjavík, er í sögubókunum talinn fyrsti landnámsmaður Íslands. Þingeyingar hafa hins vegar löngum haldið því fram að Náttfari hafi verið fyrstur. 18. janúar 2016 10:30 Norðmenn segja Ingólf úr Hrífudal Ingólfur Arnarson, fyrsti landnámsmaður Íslands, kom frá Dalsfirði á Fjölum, samkvæmt Landnámabók. 29. janúar 2016 15:00 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira
Deilt um hvort Flóki hafi sleppt hröfnum og gefið Íslandi nafn Sögurnar um að Hrafna-Flóki hafi gefið Íslandi nafn og að hrafnar hafi vísað honum leiðina til Íslands eru skáldskapur, að mati sagnfræðiprófessora. 18. janúar 2016 18:30
Deilur um upphaf landnáms sagðar heillandi viðfangsefni Tekist á um hvort endurskrifa þurfi Íslandssöguna. 11. janúar 2016 17:45
Hjörleifur ætti að teljast fyrstur landnámsmanna Því fer fjarri að eining ríki meðal Íslendinga um að Ingólfur Arnarson sé talinn fyrsti landnámsmaður Íslands. 1. febrúar 2016 18:30
Nýjar rannsóknir veita ný svör um landnámið Ráðgátur landnámsins og upphaf Íslandssögunnar er viðfangsefni Landnemanna, nýrrar íslenskrar þáttaraðar. 11. janúar 2016 10:45
Maður Auðar var konungur og þrælakaupmaður Auður djúpúðga er frægasta landnámskona Íslands. 5. febrúar 2016 14:59
Á Náttfari að teljast fyrsti landneminn? Ingólfur Arnarson, sá er nam land í Reykjavík, er í sögubókunum talinn fyrsti landnámsmaður Íslands. Þingeyingar hafa hins vegar löngum haldið því fram að Náttfari hafi verið fyrstur. 18. janúar 2016 10:30
Norðmenn segja Ingólf úr Hrífudal Ingólfur Arnarson, fyrsti landnámsmaður Íslands, kom frá Dalsfirði á Fjölum, samkvæmt Landnámabók. 29. janúar 2016 15:00