Hrókeringar í vændum hjá Sjálfstæðisflokknum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. febrúar 2016 12:40 Hrókeringar eru í vændum hjá Sjálfstæðisflokknum. Vísir/Vilhelm/Daníel/Stefan Stokka á upp í nefndarsetu þingmanna Sjálfstæðisflokksins í alþjóðanefndum Alþingis. Samkvæmt heimildum fréttastofu er þetta gert til þess að Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður og formaður utanríkismálanefndar geti tekið sæti í einni af alþjóðanefndum Alþingis. Brynjar Níelsson mun taka sæti Elínar Hirst sem aðalmaður í Íslandsdeild Norðurlandaráðs og Elín mun taka sæti þar sem varamaður. Brynjar á nú þegar sæti í Íslandsdeild Evrópuráðsþingsins sem varamaður en líklegt þykir að hann muni víkja úr sæti sínu þar til þess að skapa pláss fyrir Hönnu Birnu. Hanna Birna á ekki sæti í neinni alþjóðanefnd sem eru átta talsins en mikilvægt þykir að formaður utanríkismálanefndar hverju sinni taki virkan þátt í starfi alþjóðanefnda Alþingis. Sem varamaður hefur Brynjar Níelsson verið virkur í starfi Íslandsdeildar Evrópuráðsins en Unnur Brá Konráðsdóttir, varaformaður nefndarinnar, hefur ekki getað sinnt starfi sínu sem varaformaður vegna anna en hún er einnig formaður allsherjarnefndar og formaður Íslandsdeildar Vestnorrænna ráðsins.Sjá einnig: Föst sem varaformaður út af reglum um kynjakvótaMögulegt þykir að Hanna Birna muni taka sæti Unnar Brár sem varaformaður Íslandsdeildar Evrópuráðsins en Unnur Brá hefur óskað eftir því að losna úr þeirri nefnd vegna anna sinna sem formaður í öðrum nefndum. Reglur um kynjakvóta hafa hinsvegar komið í veg fyrir að að Unnur Brá geti stigið niður sem varaformaður Íslandsdeildar Evrópuráðsins.Elín Hirst ekki sátt - Breytingar ræddar innan þingflokksins „Ég er afar ósátt við þessa ráðstöfun, en óska Brynjari heilla í starfi sínu í Norðurlandaráði,“ segir Elín Hirst við fréttastofu. „Ég tel mig ekki hafa fengið fullnægjandi skýringar á þessu.“ Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir í samtali við fréttastofu að þingflokknum hafi verið tilkynnt í janúar að það þyrfti að fara fram skoðun á nefndarsetu í fasta- og alþjóðanefndum Alþingis á vegum flokksins en að ekki hafi verið gengið frá neinu að svo stöddu. Brynjar Níelsen segir í samtali við fréttastofu að breytingar á nefndarsetu hafi verið ræddar í þingflokknum en að ekkert hafi verið ákveðið í þessum málum. Ekki náðist í Hönnu Birnu Kristjándsóttur við vinnslu fréttarinnar. Alþingi Tengdar fréttir Stjórnmálavísir: „Ég hef áhyggjur af Rússum“ Hanna Birna Kristjánsdóttir, formaður utanríkismálanefndar, ræðir um viðskiptaþvinganir gagnvart Rússlandi í fyrsta þættinum af Stjórnmálavísi. 21. janúar 2016 20:25 Hanna Birna verður formaður utanríkismálanefndar Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins samþykkti á fundi sínum í dag að Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi innanríkisráðherra, verði formaður utanríkismálanefndar Alþingis. 7. september 2015 16:13 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Fleiri fréttir „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sjá meira
Stokka á upp í nefndarsetu þingmanna Sjálfstæðisflokksins í alþjóðanefndum Alþingis. Samkvæmt heimildum fréttastofu er þetta gert til þess að Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður og formaður utanríkismálanefndar geti tekið sæti í einni af alþjóðanefndum Alþingis. Brynjar Níelsson mun taka sæti Elínar Hirst sem aðalmaður í Íslandsdeild Norðurlandaráðs og Elín mun taka sæti þar sem varamaður. Brynjar á nú þegar sæti í Íslandsdeild Evrópuráðsþingsins sem varamaður en líklegt þykir að hann muni víkja úr sæti sínu þar til þess að skapa pláss fyrir Hönnu Birnu. Hanna Birna á ekki sæti í neinni alþjóðanefnd sem eru átta talsins en mikilvægt þykir að formaður utanríkismálanefndar hverju sinni taki virkan þátt í starfi alþjóðanefnda Alþingis. Sem varamaður hefur Brynjar Níelsson verið virkur í starfi Íslandsdeildar Evrópuráðsins en Unnur Brá Konráðsdóttir, varaformaður nefndarinnar, hefur ekki getað sinnt starfi sínu sem varaformaður vegna anna en hún er einnig formaður allsherjarnefndar og formaður Íslandsdeildar Vestnorrænna ráðsins.Sjá einnig: Föst sem varaformaður út af reglum um kynjakvótaMögulegt þykir að Hanna Birna muni taka sæti Unnar Brár sem varaformaður Íslandsdeildar Evrópuráðsins en Unnur Brá hefur óskað eftir því að losna úr þeirri nefnd vegna anna sinna sem formaður í öðrum nefndum. Reglur um kynjakvóta hafa hinsvegar komið í veg fyrir að að Unnur Brá geti stigið niður sem varaformaður Íslandsdeildar Evrópuráðsins.Elín Hirst ekki sátt - Breytingar ræddar innan þingflokksins „Ég er afar ósátt við þessa ráðstöfun, en óska Brynjari heilla í starfi sínu í Norðurlandaráði,“ segir Elín Hirst við fréttastofu. „Ég tel mig ekki hafa fengið fullnægjandi skýringar á þessu.“ Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir í samtali við fréttastofu að þingflokknum hafi verið tilkynnt í janúar að það þyrfti að fara fram skoðun á nefndarsetu í fasta- og alþjóðanefndum Alþingis á vegum flokksins en að ekki hafi verið gengið frá neinu að svo stöddu. Brynjar Níelsen segir í samtali við fréttastofu að breytingar á nefndarsetu hafi verið ræddar í þingflokknum en að ekkert hafi verið ákveðið í þessum málum. Ekki náðist í Hönnu Birnu Kristjándsóttur við vinnslu fréttarinnar.
Alþingi Tengdar fréttir Stjórnmálavísir: „Ég hef áhyggjur af Rússum“ Hanna Birna Kristjánsdóttir, formaður utanríkismálanefndar, ræðir um viðskiptaþvinganir gagnvart Rússlandi í fyrsta þættinum af Stjórnmálavísi. 21. janúar 2016 20:25 Hanna Birna verður formaður utanríkismálanefndar Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins samþykkti á fundi sínum í dag að Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi innanríkisráðherra, verði formaður utanríkismálanefndar Alþingis. 7. september 2015 16:13 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Fleiri fréttir „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sjá meira
Stjórnmálavísir: „Ég hef áhyggjur af Rússum“ Hanna Birna Kristjánsdóttir, formaður utanríkismálanefndar, ræðir um viðskiptaþvinganir gagnvart Rússlandi í fyrsta þættinum af Stjórnmálavísi. 21. janúar 2016 20:25
Hanna Birna verður formaður utanríkismálanefndar Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins samþykkti á fundi sínum í dag að Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi innanríkisráðherra, verði formaður utanríkismálanefndar Alþingis. 7. september 2015 16:13