Grínlaust grínlast Hildur Sverrisdóttir skrifar 5. febrúar 2016 11:00 Forsætisráðherra reyndi að vera fyndinn. Margir urðu honum reiðir fyrir að gantast með fátæklegar aðstæður í flóttamannabúðum sem hann heimsótti. Ekki ætla ég að gera grín forsætisráðherra að mínu. Ég hefði eflaust ekki valið að senda þessi skilaboð úr þessum aðstæðum (alveg eins og ég hefði ekki valið að vera þar í jakkafötum). En þetta glens hans sem slíkt átti samt alveg rétt á sér. Og það verður að fá að eiga rétt á sér. Hitt er annað mál að það er svo auðvitað sjálfsagt að hafa á því skoðun hversu fyndið það er. Það er ekki ýkja langt síðan flokkur sem lofaði „allskonar fyrir aumingja“ vann stórsigur í borginni. Það er enn styttra síðan annar hver maður „var Charlie“ því allt grín átti að fá að vera án óttablandinnar kúgunar. Samt get ég í fljótu bragði rifjað upp allavega þrjú atvik síðan þá þar sem allt hefur farið hér á hliðina út af gríni sem var fordæmt grimmilega fyrir að hafa gengið of langt. Erum við sem sagt hætt við að vera Charlie? Sama dag og forsætisráðherra reyndi að vera fyndinn sá ég viðtal við John Cleese þar sem hann sagði að pólitískur rétttrúnaður væri farinn frá því að vera góð hugmynd yfir í að ganga af gríni dauðu. Hann klykkti út með að viðmiðin væru farin að minna ískyggilega á hinn kúgaða heim í sögusviði bókarinnar 1984. Ef við viljum ekki að Cleese hafi rétt fyrir sér höfum við blessunarlega alla burði til að afstýra því. Við getum einfaldlega tekið ákvörðun um að allt grín sé sjálfsagt tjáningarfrelsi sama hvert efnið eða grínarinn er. Það er einföld og skynsamleg ákvörðun. Því við getum væntanlega öll verið sammála um að 1984 er afskaplega ógnvekjandi bók. Og fyndin er hún ekki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Forsætisráðherra reyndi að vera fyndinn. Margir urðu honum reiðir fyrir að gantast með fátæklegar aðstæður í flóttamannabúðum sem hann heimsótti. Ekki ætla ég að gera grín forsætisráðherra að mínu. Ég hefði eflaust ekki valið að senda þessi skilaboð úr þessum aðstæðum (alveg eins og ég hefði ekki valið að vera þar í jakkafötum). En þetta glens hans sem slíkt átti samt alveg rétt á sér. Og það verður að fá að eiga rétt á sér. Hitt er annað mál að það er svo auðvitað sjálfsagt að hafa á því skoðun hversu fyndið það er. Það er ekki ýkja langt síðan flokkur sem lofaði „allskonar fyrir aumingja“ vann stórsigur í borginni. Það er enn styttra síðan annar hver maður „var Charlie“ því allt grín átti að fá að vera án óttablandinnar kúgunar. Samt get ég í fljótu bragði rifjað upp allavega þrjú atvik síðan þá þar sem allt hefur farið hér á hliðina út af gríni sem var fordæmt grimmilega fyrir að hafa gengið of langt. Erum við sem sagt hætt við að vera Charlie? Sama dag og forsætisráðherra reyndi að vera fyndinn sá ég viðtal við John Cleese þar sem hann sagði að pólitískur rétttrúnaður væri farinn frá því að vera góð hugmynd yfir í að ganga af gríni dauðu. Hann klykkti út með að viðmiðin væru farin að minna ískyggilega á hinn kúgaða heim í sögusviði bókarinnar 1984. Ef við viljum ekki að Cleese hafi rétt fyrir sér höfum við blessunarlega alla burði til að afstýra því. Við getum einfaldlega tekið ákvörðun um að allt grín sé sjálfsagt tjáningarfrelsi sama hvert efnið eða grínarinn er. Það er einföld og skynsamleg ákvörðun. Því við getum væntanlega öll verið sammála um að 1984 er afskaplega ógnvekjandi bók. Og fyndin er hún ekki.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun