Hlutabréf í Tesla taka dýfu Finnur Thorlacius skrifar 5. febrúar 2016 09:24 Tesla Model X. Hlutabréfaverð rafmagnsbílaframleiðandans Tesla hefur staðið hátt á undanförnum misserum og trú Wall Street á fyrirtækinu hefur endurspeglað mikla trú á framtíð þess. Eitthvað virðist þó vera undan að láta í þeim efnum en í vikunni hefur verð hlutabréfanna fallið talsvert, eða úr 199,17 dollurum í 173,48 í gær. Það er 13% lækkun á örfáum dögum sem teljast verður nokkuð brött lækkun á örfáum dögum. Hæsta verð bréfanna á síðustu 52 vikum var reyndar 286,65 og því er lækkunin frá hæsta verði mun meiri, eða 40%. Verðið núna er því komið í það sama og í janúar árið 2014, eða fyrir rúmum tveimur árum. Þessi lækkun á þá helstu útskýringu að Morgan Stanley mat nýlega framtíðarvirði Tesla á 117 dollara sem er gríðarleg lækkun frá fyrri spá uppá 333-450 dollara. Markaðurinn virðist því dansa eftir þessari spá Morgan Stanley nú. Matsfyrirtækið telur að sala bílanna Model X og tilvonandi Model 3 muni ekki ná þeim hæðum sem fyrr var spáð og víst er að mjög lágt bensínverð í Bandaríkjunum á stóran þátt í því, sem og síaukin samkeppni frá öðrum bílaframleiðendum í rafmagnsbílaframleiðslu. Þá hefur seinkun á útkomu Model X jepplingsins ekki hjálpað uppá og því ákveðin vantrú á framleiðslugetu Tesla. Ef uppgjör Tesla fyrir síðasta ár, sem birt verður á miðvikudaginn næsta verður undir spám gætu hlutabréf í Tesla tekið enn meiri dýfu. Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent
Hlutabréfaverð rafmagnsbílaframleiðandans Tesla hefur staðið hátt á undanförnum misserum og trú Wall Street á fyrirtækinu hefur endurspeglað mikla trú á framtíð þess. Eitthvað virðist þó vera undan að láta í þeim efnum en í vikunni hefur verð hlutabréfanna fallið talsvert, eða úr 199,17 dollurum í 173,48 í gær. Það er 13% lækkun á örfáum dögum sem teljast verður nokkuð brött lækkun á örfáum dögum. Hæsta verð bréfanna á síðustu 52 vikum var reyndar 286,65 og því er lækkunin frá hæsta verði mun meiri, eða 40%. Verðið núna er því komið í það sama og í janúar árið 2014, eða fyrir rúmum tveimur árum. Þessi lækkun á þá helstu útskýringu að Morgan Stanley mat nýlega framtíðarvirði Tesla á 117 dollara sem er gríðarleg lækkun frá fyrri spá uppá 333-450 dollara. Markaðurinn virðist því dansa eftir þessari spá Morgan Stanley nú. Matsfyrirtækið telur að sala bílanna Model X og tilvonandi Model 3 muni ekki ná þeim hæðum sem fyrr var spáð og víst er að mjög lágt bensínverð í Bandaríkjunum á stóran þátt í því, sem og síaukin samkeppni frá öðrum bílaframleiðendum í rafmagnsbílaframleiðslu. Þá hefur seinkun á útkomu Model X jepplingsins ekki hjálpað uppá og því ákveðin vantrú á framleiðslugetu Tesla. Ef uppgjör Tesla fyrir síðasta ár, sem birt verður á miðvikudaginn næsta verður undir spám gætu hlutabréf í Tesla tekið enn meiri dýfu.
Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent