Enski boltinn

Stuðningsmenn Liverpool gætu labbað út í miðjum leik á laugardag

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stuðningsmenn Liverpool.
Stuðningsmenn Liverpool. Vísir/Getty
Stuðningsmannafélög Liverpool eru að skipuleggja mótmæli í næsta heimaleik liðsins í ensku úrvalsdeildinni sem er á móti Sunderland á laugardaginn.

Ætlunin er að labba út á 77. mínútu leiksins til að mótmæla miðaverði í nýju stúkuna á Anfield en miðarnir fara frá því að kosta 59 pund upp í að kosta 77 punda.

Stuðningsmannafélögin er ekki bara mjög ósátt við þessu hækkun á miðaverði heldur einnig að eigendur félagsins gefi engar skýringar á þessu.

Stuðningsmenn Liverpool óttast það að hækkun á miðaverðinu hafa þær afleiðingar að samsetning áhorfenda breytist á Anfield og um leið sé hætt á því að hið rómaða andrúmsloft á vellinum heyri brátt sögunni til.

BBC segir frá málinu á heimasíðu sinni og þar má einnig finna yfirlýsingar frá stuðningsmannafélögunum varðandi þetta mál.

Vísir/Getty
Vísir/Getty

Tengdar fréttir

Klopp: Áttum þetta skilið

Jürgen Klopp hæstánægður með að vera kominn með Liverpool í sinn fyrsta úrslitaleik.

Jürgen Klopp: Við vinnum á Wembley

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var kátur í gærkvöldi eftir að lið hans komst í úrslitaleik enska deildabikarsins og var tilbúinn að lofa því að Liverpool tæki bikarinn á Wembley.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×