Kallað eftir aðgerður vegna áhrifa innflutningsbanns Rússa Heimir Már Pétursson skrifar 4. febrúar 2016 15:27 Steingrímur J. Sigfússon segir launafólk og byggðir á norðaustur og austurlandi verða fyrir tekjumissi vegna innflutningsbanns Rússa. VÍSIR/STEFÁN Þátttaka Íslendinga í refsiaðgerðum Bandaríkjanna og Evrópusambandsins gagnvart Rússlandi vegna hernaðar þeirra gegn Úkraínu, hefur valdið launafólki, sveitarfélögum víða austan og norðaustanlands og útgerðum tekjutapi. Steingrímur J. Sigfússon vitnaði til skýrslu Byggðastofunar frá því í september um þessi áhrif í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag og spurði sjávarútvegsráðherra til hvaða aðgerða ríkisstjórnin hyggðist grípa vegna tekjutaps þeirra byggðarlaga sem yrðu verst úti. „Það gildir um Þórshöfn, svæðið þar í kring, Raufarhöfn og Langanesbyggð. Gildir alveg sérstaklega um vopnafjörð .... ef hæstvirtur ráðherra vildi tolla í salnum á meðan átt er hér orðastaður við hann .... Vopnafjörð þar sem vinnsla á uppsjávarfiski er eina landvinnslan á staðnum,“ sagði Steingrímur og bætti við að áhrifnanna gætti víða. Þetta tekjutap væri sérstaklega erfitt í smærri byggðarlögum þar sem launafólk hefði byggt afkomu sína á törnum í vinnslu uppsjávarafla. „það er ekki hægt að ætlast til þess að menn sendi reikninginn norður á Vopnafjörð þegar þeir taka ákvarðanir af því tagi sem menn tóku með því að vera þátttakendur í þessum viðskiptaþvingunum,“ sagði Steingrímur og spurði Sigurð Inga Jóhannsson sjávarútvegsráðherra hvort aðgerða væri að vænta.Vill bæta fyrir tap launafólks og sveitarfélaga Ráðherra sagði rétt að tiltekin byggðarlög yrðu fyrir tekjutapi vegna viðbragða Rússa við þátttöku Íslendinga í refsiaðgerðum gagnvart þeim. Verið væri að skoða mótvægisaðgerðir fyrir þessi byggðarlög og sæi Byggðastofnun um framkvæmd þeirra. „Það er hins vegar rangt hjá þingmanninum að það séu einungis aðgerðir Rússa sem valdi því að það verði ekki mikil loðnuvinnsla þetta árið,“ sagði Sigurður Ingi. Ástand loðnustofnsins væri bágborið og kvóti því minni en áður. Fundað verði með heimamönnum á Vopnafirði á mánudag þar sem þeir verði upplýstir um aðgerðir. „Það er hins vegar áhugavert ef þingmaðurinn kæmi hér upp með áhugaverðar tillögur um hvernig væri hægt að koma til móts við ólíkar byggðir,“ sagði ráðherrann. „Já, ég skal gera það. Það á að setja landverkafólkið á laun, á tryggingu, í að minnsta kosti í sambærilegan tíma og það hefði haft vinnu á svona sæmilegri vertíð við frystinguna og skoða hvaða áhrif þetta hefur á þeirra heilsárstekjur. Síðan á að bæta sveitarfélögunum upp tekjutap vegna tapaðs útsvars og aflagjalda,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon. Alþingi Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Fleiri fréttir Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Sjá meira
Þátttaka Íslendinga í refsiaðgerðum Bandaríkjanna og Evrópusambandsins gagnvart Rússlandi vegna hernaðar þeirra gegn Úkraínu, hefur valdið launafólki, sveitarfélögum víða austan og norðaustanlands og útgerðum tekjutapi. Steingrímur J. Sigfússon vitnaði til skýrslu Byggðastofunar frá því í september um þessi áhrif í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag og spurði sjávarútvegsráðherra til hvaða aðgerða ríkisstjórnin hyggðist grípa vegna tekjutaps þeirra byggðarlaga sem yrðu verst úti. „Það gildir um Þórshöfn, svæðið þar í kring, Raufarhöfn og Langanesbyggð. Gildir alveg sérstaklega um vopnafjörð .... ef hæstvirtur ráðherra vildi tolla í salnum á meðan átt er hér orðastaður við hann .... Vopnafjörð þar sem vinnsla á uppsjávarfiski er eina landvinnslan á staðnum,“ sagði Steingrímur og bætti við að áhrifnanna gætti víða. Þetta tekjutap væri sérstaklega erfitt í smærri byggðarlögum þar sem launafólk hefði byggt afkomu sína á törnum í vinnslu uppsjávarafla. „það er ekki hægt að ætlast til þess að menn sendi reikninginn norður á Vopnafjörð þegar þeir taka ákvarðanir af því tagi sem menn tóku með því að vera þátttakendur í þessum viðskiptaþvingunum,“ sagði Steingrímur og spurði Sigurð Inga Jóhannsson sjávarútvegsráðherra hvort aðgerða væri að vænta.Vill bæta fyrir tap launafólks og sveitarfélaga Ráðherra sagði rétt að tiltekin byggðarlög yrðu fyrir tekjutapi vegna viðbragða Rússa við þátttöku Íslendinga í refsiaðgerðum gagnvart þeim. Verið væri að skoða mótvægisaðgerðir fyrir þessi byggðarlög og sæi Byggðastofnun um framkvæmd þeirra. „Það er hins vegar rangt hjá þingmanninum að það séu einungis aðgerðir Rússa sem valdi því að það verði ekki mikil loðnuvinnsla þetta árið,“ sagði Sigurður Ingi. Ástand loðnustofnsins væri bágborið og kvóti því minni en áður. Fundað verði með heimamönnum á Vopnafirði á mánudag þar sem þeir verði upplýstir um aðgerðir. „Það er hins vegar áhugavert ef þingmaðurinn kæmi hér upp með áhugaverðar tillögur um hvernig væri hægt að koma til móts við ólíkar byggðir,“ sagði ráðherrann. „Já, ég skal gera það. Það á að setja landverkafólkið á laun, á tryggingu, í að minnsta kosti í sambærilegan tíma og það hefði haft vinnu á svona sæmilegri vertíð við frystinguna og skoða hvaða áhrif þetta hefur á þeirra heilsárstekjur. Síðan á að bæta sveitarfélögunum upp tekjutap vegna tapaðs útsvars og aflagjalda,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon.
Alþingi Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Fleiri fréttir Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Sjá meira