Kristján Guðmundsson sem starfar við ferðaþjónustu tók meðfylgjandi myndir með aðdráttarlinsu í töluverðri fjarlægð frá atvikinu en sjá má þegar leiðsögumaður kemur konunni til bjargar.


„Það var mikið brim þennan dag en fólk hlustar ekki. Fólk er að reyna sitt besta, bílstjórar, leiðsögumenn og aðrir en fólk bara hlustar ekki. Þegar það er svona mikið brim þá er þetta bara mjög erfitt,“ segir Kristján.