Mest skorið niður í ráðhúsinu segir borgarstjóri Heimir Már Pétursson skrifar 3. febrúar 2016 13:39 Borgarstjóri segir ekki verið að auka við niðurskurð í borginni með þeim tillögum sem ræddar voru í borgarstjórn í gær. Þær séu útfærslur á niðurskurðar- og hagræðingartillögum sem samþykktar hafi verið vuð afgreiðslu fjárhagsáætlunar þessa árs. Reykjavíkurdeild Félags stjórnenda leikskóla sögðu í ályktun í gær að þeir væru uggandi vegna boðunar niðurskurðar á skóla- og frístundasviði upp á 670 milljónir króna. Þá hefði ákvörðun borgarráðs að leikskólar taki með sér halla frá árinu 2015 yfir á árið 2016 komið stjórnendum í opna skjöldu á sama tíma og niðurskurður væri boðaður. Komið sé inn að beini í skerðingu á fjármagni til leikskóla sem ekki væri hægt að mæta nema með beinni skerðingu á þjónustu við börn og fjölskyldur og með minni gæðum í leikskólastarfinu. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að tillögur sem samþykktar voru í borgarstjórn í gær feli ekki í sér viðbótarniðurskurð uppá 1,8 milljarða ofan á þær aðgerðir sem samþykktar hafi verið við afgreiðslu fjárhagsáætlunar borgarinnar í desember. Um væri að ræða útfærslur á þeim tillögum. „Núna eru málaflokkarnir búnir að útfæra þetta hver á sínum stað. Við erum líka búin að leggja línurnar varðandi niðurskurð í ráðhúsinu, í miðlægu þjónustunni og stöð þjónustinni. Sem er hlutfallslega töluvert meiri en úti í málaflokkunum og þjónustunni,“ segir Dagur. Niðurskurður og hagræðing á þesu ári væri um 1,8 prósent af heildarútgjöldum borgarinnar sem væru um eitt hundrað milljarðar króna. Niðurskurðurinn verði mestur í ráðhúsinu og miðlægri starfsemi. Forgangsraðað sé í þágu þeirrar þjónustu sem borgin veiti. „Ég er líka mjög ánægður með hvernig málaflokkarnir nálgast þetta hjá sér. Af virðingu fyrir þeirri starfsemi sem borgin stendur fyrir sem er auðvitað mörgum mjög nauðsynleg. Þannig að þetta gangi sem minnst á þjónustuna. Það þýðir líka að við verðum að velta við öllum steinum og vera útsjónarsöm í að endurskipuleggja það sem telst til yfirstjórnar og er miðlægt,“ segir borgarstjóri. Víða verði ekki ráðið í laus störfu og kannað hvort hægt sé að hagræða þegar einhver hættir störfum hjá borginni. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn segja margar tillögur meirihlutans óraunhæfar, til að mynda sparnaður upp á um 20 milljónir með heilsuátaki til að fækka veikindadögum starfsfólks. Borgarstjóri segir veikindi á vissum sviðum borgarinnar vera meiri en almennt gerist á vinnumarkaðnum. „Þetta stendur nú hjarta mínu nærri úr læknisfræðinni. Þannig að ég hef trú á að þetta skipti máli. Ekki bara fyrir rekstur borgarinnar heldur líka fyrir vellíðan starfsfólks og starfsemina þar með,“ segir Dagur.Og þessu verður framfylgt og fylgt eftir? „Já, já og er komið af stað,“ segir Dagur B. Eggertsson. Alþingi Tengdar fréttir „Svarar engu að sjá borgarstjórann dansa á sviði“ Á borgarstjórnarfundi í gær voru hagræðingaraðgerðir upp á tæpa tvo milljarða samþykktar. Borgarstjórn var gagnrýnd fyrir óljósar sparnaðaráætlanir. Borgarstjóri segir að sparað verði mest í ráðhúsinu og miðlægri þjónustu. 3. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Sjá meira
Borgarstjóri segir ekki verið að auka við niðurskurð í borginni með þeim tillögum sem ræddar voru í borgarstjórn í gær. Þær séu útfærslur á niðurskurðar- og hagræðingartillögum sem samþykktar hafi verið vuð afgreiðslu fjárhagsáætlunar þessa árs. Reykjavíkurdeild Félags stjórnenda leikskóla sögðu í ályktun í gær að þeir væru uggandi vegna boðunar niðurskurðar á skóla- og frístundasviði upp á 670 milljónir króna. Þá hefði ákvörðun borgarráðs að leikskólar taki með sér halla frá árinu 2015 yfir á árið 2016 komið stjórnendum í opna skjöldu á sama tíma og niðurskurður væri boðaður. Komið sé inn að beini í skerðingu á fjármagni til leikskóla sem ekki væri hægt að mæta nema með beinni skerðingu á þjónustu við börn og fjölskyldur og með minni gæðum í leikskólastarfinu. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að tillögur sem samþykktar voru í borgarstjórn í gær feli ekki í sér viðbótarniðurskurð uppá 1,8 milljarða ofan á þær aðgerðir sem samþykktar hafi verið við afgreiðslu fjárhagsáætlunar borgarinnar í desember. Um væri að ræða útfærslur á þeim tillögum. „Núna eru málaflokkarnir búnir að útfæra þetta hver á sínum stað. Við erum líka búin að leggja línurnar varðandi niðurskurð í ráðhúsinu, í miðlægu þjónustunni og stöð þjónustinni. Sem er hlutfallslega töluvert meiri en úti í málaflokkunum og þjónustunni,“ segir Dagur. Niðurskurður og hagræðing á þesu ári væri um 1,8 prósent af heildarútgjöldum borgarinnar sem væru um eitt hundrað milljarðar króna. Niðurskurðurinn verði mestur í ráðhúsinu og miðlægri starfsemi. Forgangsraðað sé í þágu þeirrar þjónustu sem borgin veiti. „Ég er líka mjög ánægður með hvernig málaflokkarnir nálgast þetta hjá sér. Af virðingu fyrir þeirri starfsemi sem borgin stendur fyrir sem er auðvitað mörgum mjög nauðsynleg. Þannig að þetta gangi sem minnst á þjónustuna. Það þýðir líka að við verðum að velta við öllum steinum og vera útsjónarsöm í að endurskipuleggja það sem telst til yfirstjórnar og er miðlægt,“ segir borgarstjóri. Víða verði ekki ráðið í laus störfu og kannað hvort hægt sé að hagræða þegar einhver hættir störfum hjá borginni. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn segja margar tillögur meirihlutans óraunhæfar, til að mynda sparnaður upp á um 20 milljónir með heilsuátaki til að fækka veikindadögum starfsfólks. Borgarstjóri segir veikindi á vissum sviðum borgarinnar vera meiri en almennt gerist á vinnumarkaðnum. „Þetta stendur nú hjarta mínu nærri úr læknisfræðinni. Þannig að ég hef trú á að þetta skipti máli. Ekki bara fyrir rekstur borgarinnar heldur líka fyrir vellíðan starfsfólks og starfsemina þar með,“ segir Dagur.Og þessu verður framfylgt og fylgt eftir? „Já, já og er komið af stað,“ segir Dagur B. Eggertsson.
Alþingi Tengdar fréttir „Svarar engu að sjá borgarstjórann dansa á sviði“ Á borgarstjórnarfundi í gær voru hagræðingaraðgerðir upp á tæpa tvo milljarða samþykktar. Borgarstjórn var gagnrýnd fyrir óljósar sparnaðaráætlanir. Borgarstjóri segir að sparað verði mest í ráðhúsinu og miðlægri þjónustu. 3. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Sjá meira
„Svarar engu að sjá borgarstjórann dansa á sviði“ Á borgarstjórnarfundi í gær voru hagræðingaraðgerðir upp á tæpa tvo milljarða samþykktar. Borgarstjórn var gagnrýnd fyrir óljósar sparnaðaráætlanir. Borgarstjóri segir að sparað verði mest í ráðhúsinu og miðlægri þjónustu. 3. febrúar 2016 07:00
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent