Google hefur keypt yfir hundrað og áttatíu fyrirtæki Sæunn Gísladóttir skrifar 3. febrúar 2016 00:01 Larry Page, framkvæmdastjóri Alphabet, hefur yfir mörgu að gleðjast. Hlutabréfaverð félagsins er 18 sinnum hærra en árið 2004. Vísir/Getty Alphabet, móðurfélag Google, er orðið verðmætasta skráða hlutafélag heims, og er verðmætara en Apple í fyrsta sinn í sex ár. Svo virðist sem spjaldtölvu- og snjallsímamarkaðirnir séu að mettast á meðan auglýsingamarkaður farsíma er að blómstra. Á mánudagskvöld tilkynntu forsvarsmenn Alphabet um góða afkomu á fjórða ársfjórðungi 2015. Í kjölfarið hækkuðu hlutabréf í félaginu allverulega og hefur fyrirtækið því tekið fram úr Apple sem verðmætasta skráða fyrirtæki í heiminum. Fyrirtækið er nú metið á 558 milljarða bandaríkjadala, nærri 73 þúsund milljarða íslenskra króna, en Apple er metið á 535 milljarða bandaríkjadala eða rétt tæplega 70 þúsund milljarða íslenskra króna. Google hefur ekki verið verðmætara en Apple í sex ár, eða síðan í febrúar 2010. En þá voru fyrirtækin einungis metin á tæpa 200 milljarða dollara, jafnvirði 26 þúsund milljarða íslenskra króna, og hafa því orðið mun verðmætari síðan þá. Það var áður en iPad kom út og iPhone 4 sem átti eftir að staðfesta stöðu Apple sem vinsælasta snjallsímaframleiðandans. Margt bendir til þess að spjaldtölvu- og snjallsímamarkaðirnir séu að mettast sem hefur gríðarleg áhrif á stöðu Apple. Google virðist þó vera að blómstra vegna vaxandi hlutdeildar sinnar á auglýsingamarkaði farsíma. Samkvæmt spám eMarketer mun Google eiga 32 prósenta hlutdeild af markaðnum á árinu 2016, á móti 20 prósenta hlutdeild Facebook. Lykillinn að velgengni Alphabet virðist vera að hafa mörg járn í eldinum. Google hefur keypt yfir 180 fyrirtæki og á meðal annars Motorola og YouTube. Auk þess þróar fyrirtækið Android-stýrikerfið, Google Maps og er að þróa sjálfkeyrandi bíla og vélmenni. Tækni Mest lesið Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Alphabet, móðurfélag Google, er orðið verðmætasta skráða hlutafélag heims, og er verðmætara en Apple í fyrsta sinn í sex ár. Svo virðist sem spjaldtölvu- og snjallsímamarkaðirnir séu að mettast á meðan auglýsingamarkaður farsíma er að blómstra. Á mánudagskvöld tilkynntu forsvarsmenn Alphabet um góða afkomu á fjórða ársfjórðungi 2015. Í kjölfarið hækkuðu hlutabréf í félaginu allverulega og hefur fyrirtækið því tekið fram úr Apple sem verðmætasta skráða fyrirtæki í heiminum. Fyrirtækið er nú metið á 558 milljarða bandaríkjadala, nærri 73 þúsund milljarða íslenskra króna, en Apple er metið á 535 milljarða bandaríkjadala eða rétt tæplega 70 þúsund milljarða íslenskra króna. Google hefur ekki verið verðmætara en Apple í sex ár, eða síðan í febrúar 2010. En þá voru fyrirtækin einungis metin á tæpa 200 milljarða dollara, jafnvirði 26 þúsund milljarða íslenskra króna, og hafa því orðið mun verðmætari síðan þá. Það var áður en iPad kom út og iPhone 4 sem átti eftir að staðfesta stöðu Apple sem vinsælasta snjallsímaframleiðandans. Margt bendir til þess að spjaldtölvu- og snjallsímamarkaðirnir séu að mettast sem hefur gríðarleg áhrif á stöðu Apple. Google virðist þó vera að blómstra vegna vaxandi hlutdeildar sinnar á auglýsingamarkaði farsíma. Samkvæmt spám eMarketer mun Google eiga 32 prósenta hlutdeild af markaðnum á árinu 2016, á móti 20 prósenta hlutdeild Facebook. Lykillinn að velgengni Alphabet virðist vera að hafa mörg járn í eldinum. Google hefur keypt yfir 180 fyrirtæki og á meðal annars Motorola og YouTube. Auk þess þróar fyrirtækið Android-stýrikerfið, Google Maps og er að þróa sjálfkeyrandi bíla og vélmenni.
Tækni Mest lesið Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira