Yfir 90 prósent EM-fara fengu heimild á kortið sitt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. febrúar 2016 16:13 Strákarnir okkar spila á stórmóti í fyrsta skipti í sumar. Vísir/Vilhelm „Heilt yfir virðist þetta hafa gengið býsna vel,“ segir Bergsveinn Sampsted, framkvæmdastjóri kortaútgáfusviðs hjá Valitor. Fjölmargir stuðningsmenn íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu hafa í dag fengið að vita hvort miðarnir, sem þeir sóttu um á dögunum, væru þeirra.Kaupendur hafa margir hverjir fengið staðfestinguna frá aðilanum sem sér um miðasöluna fyrir Evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, í dag. Bergsveinn segist ekki vita fyrir víst hvort allar beiðnirnar séu komnar í gegn en það sé eins og þær komi í skömmtum. Þau hjá Valitor höfðu tekið saman tölfræði yfir miðamálin seinni partinn og töldu að kaupin hefðu gengið í gegn hjá yfir 90 prósent þeirra sem sóttu um miða. Um átta prósent virtust hafa fengið synjun og væri þá yfirleitt um að ræða það vandamál að heimild reyndist ekki nógu há.Ekki besti tími mánaðarins Bergsveinn segir greinilegt að korthafar hafi flestir gert ráðstafanir enda hafi kaupendur fengið skýr skilaboð um að gæta að því að heimildin væri nóg mikil. Gengi greiðslan ekki í gegn þá fengi fólk ekki miðana. Einnig sé gott að þetta hafi gengið í gegn hjá svo afgerandi meirihluta fólks en mánaðarmót sem sé ekki endilega besti tíminn til að skuldfæra. Hann segir nokkur þúsund greiðslur vera komnar í gegn en hann hafi ekki yfirlit hve mikið sé enn í pípunum. Rétt er að taka fram að tölfræðin nær að sjálfsögðu aðeins til notenda VISA greiðslukorta en vafalítið hafa fjölmargir einnig sótt um miða og greitt fyrir með annars konar greiðslukorti, s.s. Mastercard eða American Express. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir EM í Frakklandi: Greiðslukortin straujuð Var heimild á kortinu? 2. febrúar 2016 14:06 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira
„Heilt yfir virðist þetta hafa gengið býsna vel,“ segir Bergsveinn Sampsted, framkvæmdastjóri kortaútgáfusviðs hjá Valitor. Fjölmargir stuðningsmenn íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu hafa í dag fengið að vita hvort miðarnir, sem þeir sóttu um á dögunum, væru þeirra.Kaupendur hafa margir hverjir fengið staðfestinguna frá aðilanum sem sér um miðasöluna fyrir Evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, í dag. Bergsveinn segist ekki vita fyrir víst hvort allar beiðnirnar séu komnar í gegn en það sé eins og þær komi í skömmtum. Þau hjá Valitor höfðu tekið saman tölfræði yfir miðamálin seinni partinn og töldu að kaupin hefðu gengið í gegn hjá yfir 90 prósent þeirra sem sóttu um miða. Um átta prósent virtust hafa fengið synjun og væri þá yfirleitt um að ræða það vandamál að heimild reyndist ekki nógu há.Ekki besti tími mánaðarins Bergsveinn segir greinilegt að korthafar hafi flestir gert ráðstafanir enda hafi kaupendur fengið skýr skilaboð um að gæta að því að heimildin væri nóg mikil. Gengi greiðslan ekki í gegn þá fengi fólk ekki miðana. Einnig sé gott að þetta hafi gengið í gegn hjá svo afgerandi meirihluta fólks en mánaðarmót sem sé ekki endilega besti tíminn til að skuldfæra. Hann segir nokkur þúsund greiðslur vera komnar í gegn en hann hafi ekki yfirlit hve mikið sé enn í pípunum. Rétt er að taka fram að tölfræðin nær að sjálfsögðu aðeins til notenda VISA greiðslukorta en vafalítið hafa fjölmargir einnig sótt um miða og greitt fyrir með annars konar greiðslukorti, s.s. Mastercard eða American Express.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir EM í Frakklandi: Greiðslukortin straujuð Var heimild á kortinu? 2. febrúar 2016 14:06 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira