Minnsti hagnaður Hyundai í 5 ár Finnur Thorlacius skrifar 2. febrúar 2016 10:12 Hyundai Tucson. Hagnaður Hyundai í fyrra minnkaði um 13% og nam 690 milljörðum króna. Sala Hyundai jókst um 3% á árinu og nam 9.890 milljörðum króna. Því var hagnaður af veltu um 7%. Þetta er þriðja árið í röð sem hagnaður minnkar hjá Hyundai og í fyrsta skipti sem áætlanir um sölu bíla nær ekki markmiðum. Vandræði á mörkuðum í Kína, Brasilíu og Rússlandi eiga stærstan þátt í því en salan í Evrópu, Bandríkjunum og heimalandinu S-Kóreu stóðst væntingar og vel það. Hyundai spáir því að vöxturinn í ár verði ekki mikill og sá minnsti síðan árið 2006 og byggist það á minnkandi vexti í sölu bíla í Kína. Hyundai seldi færri bíla í Kína í fyrra en árið áður, í fyrsta skipti frá árinu 2007. Salan í Rússlandi féll um 3,2% og í Brasilíu um 2,7% en hún jókst um 11% í Evrópu og þar seldust 470.130 bílar í fyrra. Salan í Bandaríkjunum, næst stærsta markaði Hyundai, jókst um 5% og um 4,2% í S-Kóreu. Hyundai hefur miklar væntingar fyrir lúxusbílamerki sitt Genesis, en það var stofnað í nóvember síðastliðnum og á merkið að hífa upp hagnað Hyundai. Hyundai er meirihlutaeigandi í Kia og þar á bæ verður lögð áhersla á umhverfisvæna og litla bíla. Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent
Hagnaður Hyundai í fyrra minnkaði um 13% og nam 690 milljörðum króna. Sala Hyundai jókst um 3% á árinu og nam 9.890 milljörðum króna. Því var hagnaður af veltu um 7%. Þetta er þriðja árið í röð sem hagnaður minnkar hjá Hyundai og í fyrsta skipti sem áætlanir um sölu bíla nær ekki markmiðum. Vandræði á mörkuðum í Kína, Brasilíu og Rússlandi eiga stærstan þátt í því en salan í Evrópu, Bandríkjunum og heimalandinu S-Kóreu stóðst væntingar og vel það. Hyundai spáir því að vöxturinn í ár verði ekki mikill og sá minnsti síðan árið 2006 og byggist það á minnkandi vexti í sölu bíla í Kína. Hyundai seldi færri bíla í Kína í fyrra en árið áður, í fyrsta skipti frá árinu 2007. Salan í Rússlandi féll um 3,2% og í Brasilíu um 2,7% en hún jókst um 11% í Evrópu og þar seldust 470.130 bílar í fyrra. Salan í Bandaríkjunum, næst stærsta markaði Hyundai, jókst um 5% og um 4,2% í S-Kóreu. Hyundai hefur miklar væntingar fyrir lúxusbílamerki sitt Genesis, en það var stofnað í nóvember síðastliðnum og á merkið að hífa upp hagnað Hyundai. Hyundai er meirihlutaeigandi í Kia og þar á bæ verður lögð áhersla á umhverfisvæna og litla bíla.
Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent