Bandarískur ferðamaður sem ætlaði á Laugaveg í Reykjavík endaði á Laugarvegi á Siglufirði Birgir Olgeirsson skrifar 1. febrúar 2016 21:43 Frá Siglufirði, þar sem bandaríski ferðamaðurinn dvelur núna. Vísir/Pjetur Bandarískur ferðamaður sem ætlaði á Hótel Frón á Laugavegi í Reykjavík eftir að hafa lent á Keflavíkurflugvelli í dag endaði á Laugarvegi á Siglufirði vegna misskilnings við notkun á GPS-tæki. Umræddur ferðamaður á bókað herbergi á Hótel Frón og ætlaði sér þangað eftir fimm tíma flug frá Bandaríkjunum. Um klukkutíma tekur að ferðast frá Keflavíkurflugvelli á Hótel Frón en tæpum fimm tímum eftir að hafa lagt af stað bankaði ferðamaðurinn upp á hjá Sigurlínu Káradóttur sem býr á Laugarvegi á Siglufirði og spurði hvort Hótel Frón væri í grenndinni. Hótel Frón, við Laugaveg í Reykjavík. Vísir/Stefán „Hann bankaði og spurði hvort hann væri á réttu heimilisfang og ég náttúrlega horfði á miðann, horfði svo á hann og hélt að þetta væri djók,“ segir Sigurlína við Vísi um málið. Hún segir Bandaríkjamanninn hafa orðið fremur vandræðalegan þegar hún útskýrði fyrir honum mistökin. „Þú ert á Laugarvegi, en samt á Siglufirði en ekki Reykjavík,“ sagði Sigurlína við Bandaríkjamanninn. Hún segir hann hafa spurt sig hvort Hótel Frón væri langt frá Siglufirði. „Hann vissi ekki alveg hvernig hann átti að vera. Þannig að ég bauð honum bara inn og bauðst til að hringja á hótelið fyrir hann og útskýra fyrir honum að hann kæmi ekki á Hótel Frón í dag. Hann fékk bókuninni breytt þannig að hann fer þangað seinna í vikunni,“ segir Sigurlína. Því næst kom hún honum fyrir á Sigló Hótel á Siglufirði þar sem var vel tekið á móti honum. Hún segir hann hafa tjáð sér að hann hefði sett heimilisfang Hótels Frón í GPS-tækið og keyrt eftir því. Hann var farinn að gruna að ekki væri allt með felldu eftir að hafa keyrt í þó nokkurn tíma. Hann sló heimilisfangið tvívegis upp á nýtt í tækið en alltaf beindi það honum í átt til Siglufjarðar. Hún sagði hann hafa ætlað sér að ferðast um Ísland, en alls ekki á fyrsta degi eftir fimm tíma flug frá New York. Ferðamennska á Íslandi Ævintýri Noel Santillan á Íslandi Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira
Bandarískur ferðamaður sem ætlaði á Hótel Frón á Laugavegi í Reykjavík eftir að hafa lent á Keflavíkurflugvelli í dag endaði á Laugarvegi á Siglufirði vegna misskilnings við notkun á GPS-tæki. Umræddur ferðamaður á bókað herbergi á Hótel Frón og ætlaði sér þangað eftir fimm tíma flug frá Bandaríkjunum. Um klukkutíma tekur að ferðast frá Keflavíkurflugvelli á Hótel Frón en tæpum fimm tímum eftir að hafa lagt af stað bankaði ferðamaðurinn upp á hjá Sigurlínu Káradóttur sem býr á Laugarvegi á Siglufirði og spurði hvort Hótel Frón væri í grenndinni. Hótel Frón, við Laugaveg í Reykjavík. Vísir/Stefán „Hann bankaði og spurði hvort hann væri á réttu heimilisfang og ég náttúrlega horfði á miðann, horfði svo á hann og hélt að þetta væri djók,“ segir Sigurlína við Vísi um málið. Hún segir Bandaríkjamanninn hafa orðið fremur vandræðalegan þegar hún útskýrði fyrir honum mistökin. „Þú ert á Laugarvegi, en samt á Siglufirði en ekki Reykjavík,“ sagði Sigurlína við Bandaríkjamanninn. Hún segir hann hafa spurt sig hvort Hótel Frón væri langt frá Siglufirði. „Hann vissi ekki alveg hvernig hann átti að vera. Þannig að ég bauð honum bara inn og bauðst til að hringja á hótelið fyrir hann og útskýra fyrir honum að hann kæmi ekki á Hótel Frón í dag. Hann fékk bókuninni breytt þannig að hann fer þangað seinna í vikunni,“ segir Sigurlína. Því næst kom hún honum fyrir á Sigló Hótel á Siglufirði þar sem var vel tekið á móti honum. Hún segir hann hafa tjáð sér að hann hefði sett heimilisfang Hótels Frón í GPS-tækið og keyrt eftir því. Hann var farinn að gruna að ekki væri allt með felldu eftir að hafa keyrt í þó nokkurn tíma. Hann sló heimilisfangið tvívegis upp á nýtt í tækið en alltaf beindi það honum í átt til Siglufjarðar. Hún sagði hann hafa ætlað sér að ferðast um Ísland, en alls ekki á fyrsta degi eftir fimm tíma flug frá New York.
Ferðamennska á Íslandi Ævintýri Noel Santillan á Íslandi Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira