Körfubolti

Stephenson skipt frá Clippers

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Stephenson fann aldrei taktinn hjá Clippers.
Stephenson fann aldrei taktinn hjá Clippers. vísir/afp
Stuttri dvöl bakvarðarins Lance Stephenson hjá Los Angeles Clippers er lokið en honum var skipt til Memphis Grizzlies, ásamt valrétti í fyrstu umferð nýliðavalsins, fyrir framherjann Jeff Green í gær.

Stephenson, sem er 25 ára, var aðeins með 4,7 stig og 2,5 fráköst að meðaltali í leik fyrir Clippers en hann kom til liðsins frá Charlotte Hornets fyrir tímabilið.

Stephenson náði sér heldur ekki á strik í Charlotte þar sem hann hann var með sögulega lélega þriggja stiga nýtingu (17,1%) á síðasta tímabili.

Jeff Green er á sínu áttunda tímabili í NBA-deildinni en Clippers er fjórða liðið sem hann spilar með. Green var með 12,2 stig og 4,5 fráköst að meðaltali í leik fyrir Memphis í vetur.

Memphis hefur hrist upp í leikmannahópnum sínum á undanförnum dögum eftir að spænski miðherjinn Marc Gasol fótbrotnaði. Fyrr í vikunni fékk Memphis stóru mennina Chris Andersen og P.J. Hairston en sendi bakvörðinn Courtney Lee til Charlotte.

Clippers og Memphis eru í 4. og 5. sæti Vesturdeildarinnar. Clippers er búið að vinna 35 leiki en Memphis 31.

NBA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×