Tugir ferðamanna fastir á ísjaka sem rak út á Jökulsárlón Aðalsteinn Kjartansson skrifar 18. febrúar 2016 15:55 Börn á hálum ís við Jökulsárlón í febrúar í fyrra. Mynd tengist frétt ekki beint. mynd/owen hunt Allt að fimmtíu ferðamenn eru nú fastir á ísjaka á Jökulsárláni. Björgunarfélag Hornafjarðar hefur verið kallað að lóninu. Samkvæmt tilkynningu frá Landsbjörgu vegna málsins eru á bilinu fjörutíu til fimmtíu ferðamenn á jaka sem rekið hefur frá landi, samkvæmt fyrstu fréttum af vettvangi. Landsbjörg segir að ekki sé talið að fólkið sé í bráðri hættu sem stendur. Björgunarsveitir voru ekki komnar á staðinn klukkan tuttugu mínútur í fjögur en voru þá væntanlegar.Uppfært klukkan 16:03Elín Freyja Hauksdóttir, formaður björgunarfélagsins, var stödd í Hlíðarfjalli þegar blaðamaður náði af henni tali. Hún hafði heyrt í sínu fólki í sveitinni sem væri lagt af stað. Henni skildist á sínu fólki að ekki væri um að ræða strandaglópa heldur væri lónið svo ísilagt að fólk gengi út á ísinn til að virða hann fyrir sér.Uppfært klukkan 16:21Ferðamennirnir eru allir komnir í land. Þeir höfðu ætlað sér að skoða selaþyrpingu í um 200-300 metra fjarlægð frá landi. Engum varð meint af. Friðrik Jónas Friðriksson, formaður svæðisstjórnar Björgunarfélags Hornafjarðar, segir fleiri hundruð manns hafa verið á svæðinu í rjómablíðu. Hann skilji ferðamanninn að mörgu leyti en hann var enn að benda fólki á að halda sig frá ísnum þegar fréttamaður náði í hann. Nánar um málið hér. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Allt að fimmtíu ferðamenn eru nú fastir á ísjaka á Jökulsárláni. Björgunarfélag Hornafjarðar hefur verið kallað að lóninu. Samkvæmt tilkynningu frá Landsbjörgu vegna málsins eru á bilinu fjörutíu til fimmtíu ferðamenn á jaka sem rekið hefur frá landi, samkvæmt fyrstu fréttum af vettvangi. Landsbjörg segir að ekki sé talið að fólkið sé í bráðri hættu sem stendur. Björgunarsveitir voru ekki komnar á staðinn klukkan tuttugu mínútur í fjögur en voru þá væntanlegar.Uppfært klukkan 16:03Elín Freyja Hauksdóttir, formaður björgunarfélagsins, var stödd í Hlíðarfjalli þegar blaðamaður náði af henni tali. Hún hafði heyrt í sínu fólki í sveitinni sem væri lagt af stað. Henni skildist á sínu fólki að ekki væri um að ræða strandaglópa heldur væri lónið svo ísilagt að fólk gengi út á ísinn til að virða hann fyrir sér.Uppfært klukkan 16:21Ferðamennirnir eru allir komnir í land. Þeir höfðu ætlað sér að skoða selaþyrpingu í um 200-300 metra fjarlægð frá landi. Engum varð meint af. Friðrik Jónas Friðriksson, formaður svæðisstjórnar Björgunarfélags Hornafjarðar, segir fleiri hundruð manns hafa verið á svæðinu í rjómablíðu. Hann skilji ferðamanninn að mörgu leyti en hann var enn að benda fólki á að halda sig frá ísnum þegar fréttamaður náði í hann. Nánar um málið hér.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira