Grundvallarbreyting á stigagjöfinni í Eurovision í ár Birgir Olgeirsson skrifar 18. febrúar 2016 10:33 Måns Zelmerlöw, sigurvegari keppninnar í fyrra, verður kynnir í ár. Vísir/Getty Grundvallar breyting verður á stigagjöfinni í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, þetta árið. Keppnin fer fram í Stokkhólmi í Svíþjóð í maí næstkomandi en forsvarsmenn keppninnar hafa ákveðið að kynna niðurstöður dómnefndar og símakosningar hvers lands í sitthvoru lagi. Hingað til hefur fyrirkomu lagið vera þannig að fulltrúi hvers lands tilkynnir samanlagða niðurstöðu dómnefndar og símakosningar almennings. Á úrslitakvöldinu, 14. maí næstkomandi, verður fyrirkomulagið hins vegar þannig að hægt verður að fá 1 – 8 stig, 10 stig og 12 stig frá dómnefnd hverrar þjóðar og sömuleiðis 1 – 8 stig, 10 stig og 12 stig úr símakosningu hverrar þjóðar. Mun þetta því tvöfalda stigafjöldann í keppninni í ár. Áhorfendur hafa kost á að greiða atkvæði í keppninni í gegnum símhringingu, með SMS-i eða í gegnum opinbert app Eurovision-keppninnar. Eftir að niðurstaða dómnefndar hverrar þjóðar hefur verið tilkynnt, þar sem tíu þjóðir geta fengið 1 – 8 stig, 10 stig eða 12 stig, þá verður tilkynnt um niðurstöðu símakosningar þar sem tíu þjóðir fá annað hvort 1 – 8 stig, 10 stig eða 12 stig.Vonast stjórnendur keppninnar til þess að þetta muni auka spennuna til muna í keppninni. „Það er enn meiri ástæða til greiða atkvæði í keppninni í ár. Nýja fyrirkomulagið tryggir að það lag sem er vinsælast á meðal hverrar þjóðar fær tólf stig, sama hvað dómnefndinni finnst. Það er viðeigandi að þetta sé gert í fyrsta skiptið í Stokkhólmi, hvar tólf stiga kerfið var fyrst kynnt til sögunnar árið 1975,“ er haft eftir Jon Ola Sand, framkvæmdastjóra Eurovision-keppninnar, á vef Eurovision.tv. Þar er einnig haft eftir Martin Österdahl, yfirframleiðanda keppninnar í ár, að í síðustu keppnum hafi niðurstaðan verið ljós allt að tuttugu mínútum áður en búið er að gefa upp öll stigin. „Það er ekki gott sjónvarp. Þetta fyrirkomulag mun auka spennuna til muna þannig að hún varir til loka keppninnar,“ segir Österdahl.Ísland verður með seinni atriðum á svið á fyrra undankvöldi Eurovision sem fer fram 10. maí næstkomandi. Seinna undankvöldið fer fram 12. maí og úrslitin svo laugardagskvöldið 14. maí. Kynnar keppninnar í ár verða Petra Mede, sem var kynnir í Malmö 2013, og Måns Zelmerlöw, sigurvegari síðasta árs Eurovision Tengdar fréttir Högni og Glowie stálu senunni með All Out of Luck og Selma Björns elskaði það Söngkonan fór að hágráta ein heima í sófa þegar hún heyrði flutninginn. 13. febrúar 2016 22:58 Sjáðu Eurovision-sviðið í Globen - Myndband Ísland verður með seinni atriðum á svið á fyrra undankvöldi söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, í Stokkhólmi í vor. 15. febrúar 2016 15:00 18 skipa dómnefnd Söngvakeppninnar úr öllum kjördæmum landsins Sama fyrirkomulag verður haft í Eurovisionkeppninni sjálfri í Svíþjóð í maí. 18. febrúar 2016 12:34 Ekkert dómaralag í úrslitum Söngvakeppninnar Samkvæmt reglum keppninnar hefur dómnefnd möguleika á að hleypa sjöunda laginu áfram en ekki var talin ástæða til þess. 14. febrúar 2016 11:58 Fimm af lögunum flutt á ensku Samkvæmt reglum keppninnar verður að flytja lagið í úrslitunum eins og það verður flutt í Stokkhólmi. 16. febrúar 2016 21:30 Þessi lög komust áfram í úrslit Söngvakeppninnar Augnablik, Á ný og Spring yfir heiminn. 13. febrúar 2016 21:44 Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Sjá meira
Grundvallar breyting verður á stigagjöfinni í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, þetta árið. Keppnin fer fram í Stokkhólmi í Svíþjóð í maí næstkomandi en forsvarsmenn keppninnar hafa ákveðið að kynna niðurstöður dómnefndar og símakosningar hvers lands í sitthvoru lagi. Hingað til hefur fyrirkomu lagið vera þannig að fulltrúi hvers lands tilkynnir samanlagða niðurstöðu dómnefndar og símakosningar almennings. Á úrslitakvöldinu, 14. maí næstkomandi, verður fyrirkomulagið hins vegar þannig að hægt verður að fá 1 – 8 stig, 10 stig og 12 stig frá dómnefnd hverrar þjóðar og sömuleiðis 1 – 8 stig, 10 stig og 12 stig úr símakosningu hverrar þjóðar. Mun þetta því tvöfalda stigafjöldann í keppninni í ár. Áhorfendur hafa kost á að greiða atkvæði í keppninni í gegnum símhringingu, með SMS-i eða í gegnum opinbert app Eurovision-keppninnar. Eftir að niðurstaða dómnefndar hverrar þjóðar hefur verið tilkynnt, þar sem tíu þjóðir geta fengið 1 – 8 stig, 10 stig eða 12 stig, þá verður tilkynnt um niðurstöðu símakosningar þar sem tíu þjóðir fá annað hvort 1 – 8 stig, 10 stig eða 12 stig.Vonast stjórnendur keppninnar til þess að þetta muni auka spennuna til muna í keppninni. „Það er enn meiri ástæða til greiða atkvæði í keppninni í ár. Nýja fyrirkomulagið tryggir að það lag sem er vinsælast á meðal hverrar þjóðar fær tólf stig, sama hvað dómnefndinni finnst. Það er viðeigandi að þetta sé gert í fyrsta skiptið í Stokkhólmi, hvar tólf stiga kerfið var fyrst kynnt til sögunnar árið 1975,“ er haft eftir Jon Ola Sand, framkvæmdastjóra Eurovision-keppninnar, á vef Eurovision.tv. Þar er einnig haft eftir Martin Österdahl, yfirframleiðanda keppninnar í ár, að í síðustu keppnum hafi niðurstaðan verið ljós allt að tuttugu mínútum áður en búið er að gefa upp öll stigin. „Það er ekki gott sjónvarp. Þetta fyrirkomulag mun auka spennuna til muna þannig að hún varir til loka keppninnar,“ segir Österdahl.Ísland verður með seinni atriðum á svið á fyrra undankvöldi Eurovision sem fer fram 10. maí næstkomandi. Seinna undankvöldið fer fram 12. maí og úrslitin svo laugardagskvöldið 14. maí. Kynnar keppninnar í ár verða Petra Mede, sem var kynnir í Malmö 2013, og Måns Zelmerlöw, sigurvegari síðasta árs
Eurovision Tengdar fréttir Högni og Glowie stálu senunni með All Out of Luck og Selma Björns elskaði það Söngkonan fór að hágráta ein heima í sófa þegar hún heyrði flutninginn. 13. febrúar 2016 22:58 Sjáðu Eurovision-sviðið í Globen - Myndband Ísland verður með seinni atriðum á svið á fyrra undankvöldi söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, í Stokkhólmi í vor. 15. febrúar 2016 15:00 18 skipa dómnefnd Söngvakeppninnar úr öllum kjördæmum landsins Sama fyrirkomulag verður haft í Eurovisionkeppninni sjálfri í Svíþjóð í maí. 18. febrúar 2016 12:34 Ekkert dómaralag í úrslitum Söngvakeppninnar Samkvæmt reglum keppninnar hefur dómnefnd möguleika á að hleypa sjöunda laginu áfram en ekki var talin ástæða til þess. 14. febrúar 2016 11:58 Fimm af lögunum flutt á ensku Samkvæmt reglum keppninnar verður að flytja lagið í úrslitunum eins og það verður flutt í Stokkhólmi. 16. febrúar 2016 21:30 Þessi lög komust áfram í úrslit Söngvakeppninnar Augnablik, Á ný og Spring yfir heiminn. 13. febrúar 2016 21:44 Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Sjá meira
Högni og Glowie stálu senunni með All Out of Luck og Selma Björns elskaði það Söngkonan fór að hágráta ein heima í sófa þegar hún heyrði flutninginn. 13. febrúar 2016 22:58
Sjáðu Eurovision-sviðið í Globen - Myndband Ísland verður með seinni atriðum á svið á fyrra undankvöldi söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, í Stokkhólmi í vor. 15. febrúar 2016 15:00
18 skipa dómnefnd Söngvakeppninnar úr öllum kjördæmum landsins Sama fyrirkomulag verður haft í Eurovisionkeppninni sjálfri í Svíþjóð í maí. 18. febrúar 2016 12:34
Ekkert dómaralag í úrslitum Söngvakeppninnar Samkvæmt reglum keppninnar hefur dómnefnd möguleika á að hleypa sjöunda laginu áfram en ekki var talin ástæða til þess. 14. febrúar 2016 11:58
Fimm af lögunum flutt á ensku Samkvæmt reglum keppninnar verður að flytja lagið í úrslitunum eins og það verður flutt í Stokkhólmi. 16. febrúar 2016 21:30
Þessi lög komust áfram í úrslit Söngvakeppninnar Augnablik, Á ný og Spring yfir heiminn. 13. febrúar 2016 21:44