Markaðir erlendis að taka við sér á ný Sæunn Gísladóttir skrifar 18. febrúar 2016 07:00 Lifnað hefur yfir alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum í vikunni. NordicPhotos/Getty Í vikunni fór gengi hlutabréfa á Evrópu-, Asíu- og Norður-Ameríkumarkaði að styrkjast á ný. Í síðustu viku hafði bandaríski hlutabréfamarkaðurinn ekki verið lægri í tvö ár og gengi hlutabréfa í Evrópu hafði ekki verið lægra síðan í september 2013. Ein ástæða þess að hlutabréf hafa verið að hækka er hærra olíuverð. Um eftirmiðdaginn í gær hafði Brent Crude hráolía hækkað um rúmlega sex prósent og um rúmlega þrettán prósent frá því á fimmtudaginn í síðustu viku. Frá lokun markaða á föstudaginn fram að eftirmiðdegi á miðvikudaginn hækkaði FTSE 100 um 4,5 prósent, úr 5.706,33 stigum í 5963,28 stig. Nikkei 225 í Japan hækkaði um tæplega sex prósent, úr 14.943,12 stigum í 15.836,36 stig. Nikkei lækkaði þó um 1,4 prósent á miðvikudag í kjölfar styrkingar jensins, en hafði rokið upp um sjö prósent á mánudaginn. Shanghai-vísitalan hækkaði um rúmlega sex prósent í vikunni og lokaði í 2.867,34 stigum. Vísitalan hefur þó lækkað um 19 prósent á árinu. Í Þýskalandi hækkuðu bréf Deutsche Bank um tæplega fimm prósent á tímabilinu en DAX-vísitalan hækkaði um fjögur prósent, úr 8.967,51 í 9.322,65. Hlutabréfamarkaðir á Wall Street hækkuðu bæði á mánudag og þriðjudag um það mesta á tveimur dögum síðan í ágúst á síðasta ári. S&P 500 vísitalan hafði hækkað um 1,4 prósent um eftirmiðdaginn í gær. Mest lesið Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Björgvin Ingi til Deloitte Viðskipti innlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Stöðug eftirfylgni er grundvallaratriði Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Í vikunni fór gengi hlutabréfa á Evrópu-, Asíu- og Norður-Ameríkumarkaði að styrkjast á ný. Í síðustu viku hafði bandaríski hlutabréfamarkaðurinn ekki verið lægri í tvö ár og gengi hlutabréfa í Evrópu hafði ekki verið lægra síðan í september 2013. Ein ástæða þess að hlutabréf hafa verið að hækka er hærra olíuverð. Um eftirmiðdaginn í gær hafði Brent Crude hráolía hækkað um rúmlega sex prósent og um rúmlega þrettán prósent frá því á fimmtudaginn í síðustu viku. Frá lokun markaða á föstudaginn fram að eftirmiðdegi á miðvikudaginn hækkaði FTSE 100 um 4,5 prósent, úr 5.706,33 stigum í 5963,28 stig. Nikkei 225 í Japan hækkaði um tæplega sex prósent, úr 14.943,12 stigum í 15.836,36 stig. Nikkei lækkaði þó um 1,4 prósent á miðvikudag í kjölfar styrkingar jensins, en hafði rokið upp um sjö prósent á mánudaginn. Shanghai-vísitalan hækkaði um rúmlega sex prósent í vikunni og lokaði í 2.867,34 stigum. Vísitalan hefur þó lækkað um 19 prósent á árinu. Í Þýskalandi hækkuðu bréf Deutsche Bank um tæplega fimm prósent á tímabilinu en DAX-vísitalan hækkaði um fjögur prósent, úr 8.967,51 í 9.322,65. Hlutabréfamarkaðir á Wall Street hækkuðu bæði á mánudag og þriðjudag um það mesta á tveimur dögum síðan í ágúst á síðasta ári. S&P 500 vísitalan hafði hækkað um 1,4 prósent um eftirmiðdaginn í gær.
Mest lesið Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Björgvin Ingi til Deloitte Viðskipti innlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Stöðug eftirfylgni er grundvallaratriði Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira