Selja ferðir að leynilegum fossi í afrétti Hrunamannahrepps Garðar Örn Úlfarsson skrifar 18. febrúar 2016 07:00 Þetta hlaðna sæluhús er á Steingrímsfjarðarheiði en Fréttablaðið hefur ekki tiltæka mynd af Heiðarárkofa í Hrunamannahreppi sem gera á upp með svipuðum hætti. vísir/pjetur Hrunamannahreppur ætlar að semja við félagið Secret Local Adventures um aðgang að fjallakofa og náttúruperlum í hreppnum. Þeir Egill Jóhannsson og Guðmann Unnsteinsson, sem báðir búa í Hrunamannahreppi, segja í bréfi til sveitarstjórnarinnar að ætlunin sé „að þjónusta ferðamenn í stuttar ævintýraferðir um náttúruperlur Hrunamannahrepps sem ekki er hægt að komast að nema á sérútbúnum bílum“, eins og segir í erindi þeirra. Þannig segja þeir Egill og Guðmann í bréfinu ætlunina að fara með gesti á „leynda staði sem eru ekki á leiðum annarra aðila sem aka um með ferðamenn“. Ferðamenn væru fræddir um sögu og náttúru svæðisins. „Gætt verður þess í hvívetna að vernda viðkvæma náttúru og umhverfi á afrétti Hrunamanna,“ er undirstrikað. Félagið óskar sérstaklega liðsinnis Hrunamannahrepps varðandi þrjá liði. Í fyrsta lagi vill það taka í fóstur gamlan hlaðinn gangnamannakofa sem nefnist Heiðarárkofi og er við Heiðarvatn. „Markmiðið er að færa hann í upprunalegt horf, halda honum við og nýta sem sögusafn,“ segir í bréfinu. Guðmann Unnsteinsson segir við Fréttablaðið að Heiðarárkofi sé í merkilega góðu ásigkomulagi þrátt fyrir að vera kominn úr notkun. „Það er alls ekki svo langt síðan að menn gistu hér í eftirleitum. Þá settu þeir rollurnar undir sig og hrossin í endann til að hita upp,“ segir hann. Nánari upplýsinga varðandi gangnamannaferðir ætla þeir félagar einmitt að afla og óska aðstoðar hreppsins við það. Þetta verði síðan tengt við sögur um útilegumenn á borð við Fjalla-Eyvind. Að endingu óskar Secret Local Adventures eftir „að fá að merkja gönguleið frá vegarslóða að Búðarárfossi, um 400 metra leið og fá að fara með ferðamenn að þessari leyndu náttúruperlu á afréttinum sem fossinn er,“ segir í bréfinu sem lagt var fyrir á síðasta fundi sveitarstjórnar sem samþykkti að fela sveitarstjóranum að ganga til samninga við Secret Local Adventures um málið. „Hann er leyndur inni á afrétti,“ svarar Guðmann leyndardómsfullur spurður um staðsetningu Búðarárfoss. „Það eru mjög margir heimamenn sem vita ekki einu sinni af þessum stað, hann er svo falinn. Þetta er eiginlega algjör paradís. Við ætluðum eiginlega að hafa þetta eins leynt og hægt er.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Innlent Fleiri fréttir Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Sjá meira
Hrunamannahreppur ætlar að semja við félagið Secret Local Adventures um aðgang að fjallakofa og náttúruperlum í hreppnum. Þeir Egill Jóhannsson og Guðmann Unnsteinsson, sem báðir búa í Hrunamannahreppi, segja í bréfi til sveitarstjórnarinnar að ætlunin sé „að þjónusta ferðamenn í stuttar ævintýraferðir um náttúruperlur Hrunamannahrepps sem ekki er hægt að komast að nema á sérútbúnum bílum“, eins og segir í erindi þeirra. Þannig segja þeir Egill og Guðmann í bréfinu ætlunina að fara með gesti á „leynda staði sem eru ekki á leiðum annarra aðila sem aka um með ferðamenn“. Ferðamenn væru fræddir um sögu og náttúru svæðisins. „Gætt verður þess í hvívetna að vernda viðkvæma náttúru og umhverfi á afrétti Hrunamanna,“ er undirstrikað. Félagið óskar sérstaklega liðsinnis Hrunamannahrepps varðandi þrjá liði. Í fyrsta lagi vill það taka í fóstur gamlan hlaðinn gangnamannakofa sem nefnist Heiðarárkofi og er við Heiðarvatn. „Markmiðið er að færa hann í upprunalegt horf, halda honum við og nýta sem sögusafn,“ segir í bréfinu. Guðmann Unnsteinsson segir við Fréttablaðið að Heiðarárkofi sé í merkilega góðu ásigkomulagi þrátt fyrir að vera kominn úr notkun. „Það er alls ekki svo langt síðan að menn gistu hér í eftirleitum. Þá settu þeir rollurnar undir sig og hrossin í endann til að hita upp,“ segir hann. Nánari upplýsinga varðandi gangnamannaferðir ætla þeir félagar einmitt að afla og óska aðstoðar hreppsins við það. Þetta verði síðan tengt við sögur um útilegumenn á borð við Fjalla-Eyvind. Að endingu óskar Secret Local Adventures eftir „að fá að merkja gönguleið frá vegarslóða að Búðarárfossi, um 400 metra leið og fá að fara með ferðamenn að þessari leyndu náttúruperlu á afréttinum sem fossinn er,“ segir í bréfinu sem lagt var fyrir á síðasta fundi sveitarstjórnar sem samþykkti að fela sveitarstjóranum að ganga til samninga við Secret Local Adventures um málið. „Hann er leyndur inni á afrétti,“ svarar Guðmann leyndardómsfullur spurður um staðsetningu Búðarárfoss. „Það eru mjög margir heimamenn sem vita ekki einu sinni af þessum stað, hann er svo falinn. Þetta er eiginlega algjör paradís. Við ætluðum eiginlega að hafa þetta eins leynt og hægt er.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Innlent Fleiri fréttir Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Sjá meira