Viðvörunarbjöllurnar klingja sem aldrei fyrr Svavar Hávarðsson skrifar 16. febrúar 2016 07:00 Úr Reynisfjöru. mynd/jakob guðjohnsen „Það verður að hvetja til þess að unnið sé hratt. Það er ljóst að fjölgun ferðamanna er meiri en nokkur gerði ráð fyrir. Þetta er risastórt verkefni sem margir þurfa að koma að,“ segir Víðir Reynisson, verkefnastjóri hjá embætti lögreglustjórans á Suðurlandi, en ofan í mikla umræðu í samfélaginu um öryggismál ferðamanna, í tengslum við dauðaslys í Reynisfjöru, staðfesti Ferðamálastofa í gær að fjölgun erlendra ferðamanna milli áranna 2014 og 2015 var tæp 30 prósent. Víðir, sem um árabil gegndi starfi deildarstjóra almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra, segir málið ekki snúast um viðbrögð á einum tilteknum stað í kjölfar slyss eins og í Reynisfjöru. Þörfin nái til landsins alls – vissulega verði að huga að öryggismálum og aðgengi á ferðamannastöðum sérstaklega, en undir sé öll löggæslan í landinu, uppbygging samgöngumannvirkja, fjarskipti, regluverkið þurfi að gaumgæfa og jafnframt komi þetta inn á svið heilbrigðisþjónustunnar, og tekur dæmi. „Það er fjölmargt sem við þurfum að gera. Við þurfum að drífa okkur, en við þurfum líka að vanda okkur,“ segir Víðir. „Þeir sem nú fjárfesta í ferðaþjónustu hljóta að hafa miklar áhyggjur af neikvæðum áhrifum umræðu um slysahættu á Íslandi. Það verður að nálgast þetta heildstætt, og ég finn fyrir vilja stjórnvalda til þess,“ segir Víðir og tekur undir að aðgerðir til bóta vísi allar á mikil fjárútlát, svo skiptir tugum milljarða. Hins vegar verði stjórnvöld að vinna eftir tillögum sem byggjast á nákvæmri greiningarvinnu, og bendir á að innanríkisráðherra hóf vinnu í samvinnu fjölmargra aðila í ágúst í fyrra sem miðar að því að auka öryggi ferðamanna og viðbragðsaðila hér á landi. Tölur Ferðamálastofu sýna að tæplega 1,3 milljónir ferðamanna komu hingað til lands um Keflavíkurflugvöll á síðasta ári, miðað við 970 þúsund ferðamenn árið áður. Ferðamönnum í janúar fjölgaði um tæp 24 prósent milli ára. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
„Það verður að hvetja til þess að unnið sé hratt. Það er ljóst að fjölgun ferðamanna er meiri en nokkur gerði ráð fyrir. Þetta er risastórt verkefni sem margir þurfa að koma að,“ segir Víðir Reynisson, verkefnastjóri hjá embætti lögreglustjórans á Suðurlandi, en ofan í mikla umræðu í samfélaginu um öryggismál ferðamanna, í tengslum við dauðaslys í Reynisfjöru, staðfesti Ferðamálastofa í gær að fjölgun erlendra ferðamanna milli áranna 2014 og 2015 var tæp 30 prósent. Víðir, sem um árabil gegndi starfi deildarstjóra almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra, segir málið ekki snúast um viðbrögð á einum tilteknum stað í kjölfar slyss eins og í Reynisfjöru. Þörfin nái til landsins alls – vissulega verði að huga að öryggismálum og aðgengi á ferðamannastöðum sérstaklega, en undir sé öll löggæslan í landinu, uppbygging samgöngumannvirkja, fjarskipti, regluverkið þurfi að gaumgæfa og jafnframt komi þetta inn á svið heilbrigðisþjónustunnar, og tekur dæmi. „Það er fjölmargt sem við þurfum að gera. Við þurfum að drífa okkur, en við þurfum líka að vanda okkur,“ segir Víðir. „Þeir sem nú fjárfesta í ferðaþjónustu hljóta að hafa miklar áhyggjur af neikvæðum áhrifum umræðu um slysahættu á Íslandi. Það verður að nálgast þetta heildstætt, og ég finn fyrir vilja stjórnvalda til þess,“ segir Víðir og tekur undir að aðgerðir til bóta vísi allar á mikil fjárútlát, svo skiptir tugum milljarða. Hins vegar verði stjórnvöld að vinna eftir tillögum sem byggjast á nákvæmri greiningarvinnu, og bendir á að innanríkisráðherra hóf vinnu í samvinnu fjölmargra aðila í ágúst í fyrra sem miðar að því að auka öryggi ferðamanna og viðbragðsaðila hér á landi. Tölur Ferðamálastofu sýna að tæplega 1,3 milljónir ferðamanna komu hingað til lands um Keflavíkurflugvöll á síðasta ári, miðað við 970 þúsund ferðamenn árið áður. Ferðamönnum í janúar fjölgaði um tæp 24 prósent milli ára.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira