Birgitta segir átakanlegt að hlusta á þvætting Sigmundar sem gagnrýnir flokkinn fyrir stefnuleysi Aðalsteinn Kjartansson skrifar 15. febrúar 2016 15:29 „Enn bíðum við eftir fyrsta stefnumálinu frá Pírötum,“ sagði forsætisráðherra á þingi í dag. Vísir Birgitta Jónsdóttir, þingkona Pírata, segir átakanlegt að hlusta á þvættingin úr munni Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra en ráðherrann hafði skömmu áður sagt Pírata stefnulausa.Spurði um verðtrygginguna Upphaf orðaskiptanna voru fyrirspurn Birgittu um gang afnáms verðtryggingarinnar en hún notaði tækifærið til að leiðrétta rangfærslur forsætisráðherrans í ræðu á Viðskiptaþingi þar sem hann gagnrýndi hugmyndir um borgaralaun. „Staðreyndin er sú að píratar hafa ekki mótað stefnu um borgaralaun,“ sagði hún og bætti við að varaþingmaður flokksins hefði einfaldlega lagt fram þingsályktunartillögu að það yrði skoðað með hvaða hætti væri hægt að tryggja landsmönnum skilyrðislausa grunnframfærslu.Enn beðið eftir stefnu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra byrjaði á að gagnrýna Pírata og sagði þá stefnulausa en hann svaraði ekki spurningunni um afnám verðtryggingarinnar. „Akkúrat þegar maður hélt að loksins væri komið eitthvað mál frá pírötum þar sem þeir væru að skýra stefnu eða boða stefnu þá kemur á daginn að svo er ekki. Þetta er ekki stefna, þetta er bara til skoðunar. Það á bara að kanna hvort hungsanlega sé þetta sniðugt, þannig að enn bíðum við eftir fyrsta stefnumálinu frá Pírötum,“ sagði hann. Birgitta svaraði og sagði: „Það er átakalegt að hlusta á þvættingin úr munni forsætisráðherra.“ Spurði hún þá einnig út í gang afnáms hafta og húsnæðisfrumvörp félags- og húsnæðismálaráðherra. Sigmundur sagði að þau mál gengju ljómandi vel. Stjórnmálavísir Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Fleiri fréttir Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Sjá meira
Birgitta Jónsdóttir, þingkona Pírata, segir átakanlegt að hlusta á þvættingin úr munni Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra en ráðherrann hafði skömmu áður sagt Pírata stefnulausa.Spurði um verðtrygginguna Upphaf orðaskiptanna voru fyrirspurn Birgittu um gang afnáms verðtryggingarinnar en hún notaði tækifærið til að leiðrétta rangfærslur forsætisráðherrans í ræðu á Viðskiptaþingi þar sem hann gagnrýndi hugmyndir um borgaralaun. „Staðreyndin er sú að píratar hafa ekki mótað stefnu um borgaralaun,“ sagði hún og bætti við að varaþingmaður flokksins hefði einfaldlega lagt fram þingsályktunartillögu að það yrði skoðað með hvaða hætti væri hægt að tryggja landsmönnum skilyrðislausa grunnframfærslu.Enn beðið eftir stefnu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra byrjaði á að gagnrýna Pírata og sagði þá stefnulausa en hann svaraði ekki spurningunni um afnám verðtryggingarinnar. „Akkúrat þegar maður hélt að loksins væri komið eitthvað mál frá pírötum þar sem þeir væru að skýra stefnu eða boða stefnu þá kemur á daginn að svo er ekki. Þetta er ekki stefna, þetta er bara til skoðunar. Það á bara að kanna hvort hungsanlega sé þetta sniðugt, þannig að enn bíðum við eftir fyrsta stefnumálinu frá Pírötum,“ sagði hann. Birgitta svaraði og sagði: „Það er átakalegt að hlusta á þvættingin úr munni forsætisráðherra.“ Spurði hún þá einnig út í gang afnáms hafta og húsnæðisfrumvörp félags- og húsnæðismálaráðherra. Sigmundur sagði að þau mál gengju ljómandi vel.
Stjórnmálavísir Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Fleiri fréttir Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Sjá meira