Ferðamenn úti á ísnum á Jökulsárlóni: „Maður fær fyrir hjartað þegar maður sér fólk haga sér svona“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. febrúar 2016 19:50 Ferðamenn úti á ísnum á Jökulsárlóni í dag. mynd/gylfi blöndal „Ég kem nú ekki oft hingað með ferðamenn, kannski einu sinni í mánuði en nánast í hvert einasta skipti sé ég fólk þarna úti á jökunum og jafnvel með börn með sér,“ segir Gylfi Blöndal, verkefnastjóri hjá IceLimo Luxury Travel, sem tók meðfylgjandi mynd við Jökulsárlón í dag þar sem hann var á ferð með bandarískum ferðamönnum. Eins og sjá má á myndinni eru þó nokkrir ferðamenn úti á ísjökunum á lóninu en slíkt er háskaleikur en lónið jú jökulkalt. „Það er afskaplega erfitt og leiðinlegt að sjá þetta því maður fær fyrir hjartað þegar maður sér fólk haga sér svona en að sama skapi er erfitt að standa yfir fólki og skamma það, sérstaklega þegar maður er sjálfur að vinna og er að passa öryggi síns hóps,“ segir Gylfi sem kveðst 99 prósent viss um að ferðamennirnir hafi verið á eigin vegum. Leiðsögumenn sem hann þekki brýni fyrir sínum hópum að hætturnar leynist víða og að það sé til að mynda stórhættulegt að fara út á ísinn á Jökulsárlóni.Börn á hálum ís við Jökulsárlón í febrúar í fyrra.mynd/owen huntÖryggi ferðamanna hér á landi hefur verið mjög í umræðunni seinustu vikur og sérstaklega síðustu daga í kjölfar þess að kínverskur ferðamaður lét lífið í Reynisfjöru eftir að alda tók hann á haf út. Þá er þetta ekki í fyrsta skipti sem fluttar eru fréttir af ferðamönnum úti á jökunum á Jökulsárlóni. Fyrir um það bil ári var greint frá eftirlitslausum börnum sem voru hlaupandi um á ísnum við lónið og rætt við leiðsögumanninn Owen Hunt sem þar hafði verið á ferð með hóp af ferðamönnum. „Þennan klukkutíma sem við vorum þarna fóru líklega fimmtán manns út á ísinn,“ sagði Owen þá í samtali við Vísi. Þá stöðvaði hann sjálfur kínverska fjölskyldu á leið sinni út á ísinn með lítið barn. Þá er mörgum eflaust í fersku minni tónlistarmyndband kanadíska tónlistarmannsins Justin Bieber við lagið I'll Show You. Myndbandið er allt tekið upp hér á landi og vakti mikla athygli en söngvarinn baðar sig meðal annars í Jökulsárlóni. Jón Ásbergsson, framkvæmdastjóri Íslandsstofu, sagði þá í samtali við Vísi að þó að hegðun Bieber væri ekki til fyrirmyndar þá væri myndbandið engu að síður frábær landkynning. Ferðamennska á Íslandi Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Ferðaþjónustufyrirtæki tekur Reynisfjöru út sem áfangastað „Eins og staðan er núna þá er ekki boðlegt að fara með fólk þangað,“ segir Jakob Guðjohnsen hjá Superjeep.is. 13. febrúar 2016 13:40 Banaslys við Jökulsárlón: Bátnum var bakkað yfir konuna Rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi á banaslysi við Jökulsárlón sem varð í lok ágúst er á lokastigi. 5. nóvember 2015 12:36 Fjórir látist af slysförum á tveimur mánuðum: „Stjórnvöld verða að fara að hysja upp um sig buxurnar í þessum málum“ Jónas Guðmundsson hjá Slysvarnafélaginu Landsbjörg segir að bæta þurfi forvarnir og fræðslu til erlendra ferðamanna, byggja þurfi upp innviði og stórefla löggæslu og eftirlit en ferðamönnum hefur fjölgað gríðarlega hér á landi síðustu ár. 11. febrúar 2016 11:12 Ferðamaður hætt kominn í sprungu á Sólheimajökli Rússneskur ferðamaður féll í gegnum ís á bólakaf í jökulsprungu í dag. Leiðsögumaður sem kom honum til bjargar segir að illa hefði geta farið. 11. febrúar 2016 22:21 Eftirlitslaus börn hlaupandi á ísnum við Jökulsárlón "Þetta er algjörlega galið. Fólk virðist ekki sjá hættuna í þessu og er hlæjandi á ísnum,“ segir leiðsögumaðurinn Owen Hunt sem var með hóp fólks við Jökulsárlón í gær. 20. febrúar 2015 10:57 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
„Ég kem nú ekki oft hingað með ferðamenn, kannski einu sinni í mánuði en nánast í hvert einasta skipti sé ég fólk þarna úti á jökunum og jafnvel með börn með sér,“ segir Gylfi Blöndal, verkefnastjóri hjá IceLimo Luxury Travel, sem tók meðfylgjandi mynd við Jökulsárlón í dag þar sem hann var á ferð með bandarískum ferðamönnum. Eins og sjá má á myndinni eru þó nokkrir ferðamenn úti á ísjökunum á lóninu en slíkt er háskaleikur en lónið jú jökulkalt. „Það er afskaplega erfitt og leiðinlegt að sjá þetta því maður fær fyrir hjartað þegar maður sér fólk haga sér svona en að sama skapi er erfitt að standa yfir fólki og skamma það, sérstaklega þegar maður er sjálfur að vinna og er að passa öryggi síns hóps,“ segir Gylfi sem kveðst 99 prósent viss um að ferðamennirnir hafi verið á eigin vegum. Leiðsögumenn sem hann þekki brýni fyrir sínum hópum að hætturnar leynist víða og að það sé til að mynda stórhættulegt að fara út á ísinn á Jökulsárlóni.Börn á hálum ís við Jökulsárlón í febrúar í fyrra.mynd/owen huntÖryggi ferðamanna hér á landi hefur verið mjög í umræðunni seinustu vikur og sérstaklega síðustu daga í kjölfar þess að kínverskur ferðamaður lét lífið í Reynisfjöru eftir að alda tók hann á haf út. Þá er þetta ekki í fyrsta skipti sem fluttar eru fréttir af ferðamönnum úti á jökunum á Jökulsárlóni. Fyrir um það bil ári var greint frá eftirlitslausum börnum sem voru hlaupandi um á ísnum við lónið og rætt við leiðsögumanninn Owen Hunt sem þar hafði verið á ferð með hóp af ferðamönnum. „Þennan klukkutíma sem við vorum þarna fóru líklega fimmtán manns út á ísinn,“ sagði Owen þá í samtali við Vísi. Þá stöðvaði hann sjálfur kínverska fjölskyldu á leið sinni út á ísinn með lítið barn. Þá er mörgum eflaust í fersku minni tónlistarmyndband kanadíska tónlistarmannsins Justin Bieber við lagið I'll Show You. Myndbandið er allt tekið upp hér á landi og vakti mikla athygli en söngvarinn baðar sig meðal annars í Jökulsárlóni. Jón Ásbergsson, framkvæmdastjóri Íslandsstofu, sagði þá í samtali við Vísi að þó að hegðun Bieber væri ekki til fyrirmyndar þá væri myndbandið engu að síður frábær landkynning.
Ferðamennska á Íslandi Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Ferðaþjónustufyrirtæki tekur Reynisfjöru út sem áfangastað „Eins og staðan er núna þá er ekki boðlegt að fara með fólk þangað,“ segir Jakob Guðjohnsen hjá Superjeep.is. 13. febrúar 2016 13:40 Banaslys við Jökulsárlón: Bátnum var bakkað yfir konuna Rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi á banaslysi við Jökulsárlón sem varð í lok ágúst er á lokastigi. 5. nóvember 2015 12:36 Fjórir látist af slysförum á tveimur mánuðum: „Stjórnvöld verða að fara að hysja upp um sig buxurnar í þessum málum“ Jónas Guðmundsson hjá Slysvarnafélaginu Landsbjörg segir að bæta þurfi forvarnir og fræðslu til erlendra ferðamanna, byggja þurfi upp innviði og stórefla löggæslu og eftirlit en ferðamönnum hefur fjölgað gríðarlega hér á landi síðustu ár. 11. febrúar 2016 11:12 Ferðamaður hætt kominn í sprungu á Sólheimajökli Rússneskur ferðamaður féll í gegnum ís á bólakaf í jökulsprungu í dag. Leiðsögumaður sem kom honum til bjargar segir að illa hefði geta farið. 11. febrúar 2016 22:21 Eftirlitslaus börn hlaupandi á ísnum við Jökulsárlón "Þetta er algjörlega galið. Fólk virðist ekki sjá hættuna í þessu og er hlæjandi á ísnum,“ segir leiðsögumaðurinn Owen Hunt sem var með hóp fólks við Jökulsárlón í gær. 20. febrúar 2015 10:57 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Ferðaþjónustufyrirtæki tekur Reynisfjöru út sem áfangastað „Eins og staðan er núna þá er ekki boðlegt að fara með fólk þangað,“ segir Jakob Guðjohnsen hjá Superjeep.is. 13. febrúar 2016 13:40
Banaslys við Jökulsárlón: Bátnum var bakkað yfir konuna Rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi á banaslysi við Jökulsárlón sem varð í lok ágúst er á lokastigi. 5. nóvember 2015 12:36
Fjórir látist af slysförum á tveimur mánuðum: „Stjórnvöld verða að fara að hysja upp um sig buxurnar í þessum málum“ Jónas Guðmundsson hjá Slysvarnafélaginu Landsbjörg segir að bæta þurfi forvarnir og fræðslu til erlendra ferðamanna, byggja þurfi upp innviði og stórefla löggæslu og eftirlit en ferðamönnum hefur fjölgað gríðarlega hér á landi síðustu ár. 11. febrúar 2016 11:12
Ferðamaður hætt kominn í sprungu á Sólheimajökli Rússneskur ferðamaður féll í gegnum ís á bólakaf í jökulsprungu í dag. Leiðsögumaður sem kom honum til bjargar segir að illa hefði geta farið. 11. febrúar 2016 22:21
Eftirlitslaus börn hlaupandi á ísnum við Jökulsárlón "Þetta er algjörlega galið. Fólk virðist ekki sjá hættuna í þessu og er hlæjandi á ísnum,“ segir leiðsögumaðurinn Owen Hunt sem var með hóp fólks við Jökulsárlón í gær. 20. febrúar 2015 10:57