Krefjast þess að WOW air greiði laganema lágmarkslaun Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. febrúar 2016 13:20 Auglýsingin sem málið snýst um. Erna Guðmundsdóttir, lögmaður Bandalags háskólamanna, hefur sent flugfélaginu WOW air bréf vegna atvinnuauglýsingar á dögunum. Um er að ræða auglýsingu þar sem óskað er eftir lögfræðinema í starfsnám. Viðkomandi þarf að hafa lokið BA-námi, vera í meistaranámi, hafa gott vald á íslensku og ensku auk fleiri skilyrða sem talin eru til. Hins vegar fylgir sögunni að starfið er ólaunað en möguleiki sé á sumarstarfi í framhaldinu sé gagnkvæmur áhugi fyrir hendi.Auglýsinguna má sjá hér að ofan. BHM gerir alvarlegar athugasemdir við auglýsinguna og vísar til kjarasamninga, þeirra á meðal kjarasamninga sem Stéttarfélag lögfræðinga á aðild að, þar sem er kveðið á um hvaða lágmarkslaun skuli greidd fyrir tiltekin störf. „Ákvæði í kjarasamningum eru lágmarkskjör. Vinnuveitendum er þannig með öllu óheimilt að ráða til sín starfsmenn á lakari kjörum en kjarasamningar kveða á um.“ Samningar sem kveði á um lakari kjör en kjarasamningar kveða á um eru ógildir að sögn Ernu. Í þessu sambandi vísar hún til laga nr. 55/1980 um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífeyrisréttinda. Í 1. gr. laganna segir orðrétt: „Laun og önnur starfskjör, sem aðildarsamtök vinnumarkaðarins semja um, skulu vera lágmarkskjör, óháð kyni, þjóðerni eða ráðningartíma fyrir alla launamenn í viðkomandi starfsgrein á svæði því er samningurinn tekur til. Samningar einstakra launamanna og atvinnurekenda um lakari kjör en hinir almennu kjarasamningar ákveða skulu ógildir.“Ekki í samvinnu við skólann Í bréfi BHM er þess getið að íslenskir háskólar hafi búið til regluverk um starfsnám nemenda í framhaldsnámi. BHM hafi ekki samþykkt regluverkið og geri sérstaklega athugasemdir við reglur lagadeildar Háskólans í Reykjavík (HR) sem ganga út á að starfsnámið sé ólaunað. Ekki er kveðið á um ólaunað starfsnám í reglum atvinnunefndar Orators hjá lagadeild Háskóla Íslands (HÍ). „Það er hins vegar sammerkt með HÍ og HR að þeir skipuleggja starfsnámið í samvinnu við stofnanir og fyrirtæki en svo virðist sem það sé ekki gert í þessu tilviki.“ BHM telur jákvætt ef fyrirtæki og stofnanir gefa nemendum í framhaldsnámi færi á að hagnýta þekkingu sína á atvinnumarkaðinum samhliða námi þar sem starfsnámið er sannarlega til þess fallið að auka þekkingu nemandans í lögfræði og hæfni til að vinna að úrlausn lögfræðilegra verkefna. „Mörkin milli starfsnáms annars vegar og ólaunaðs starfs hins vegar eru mjög óskýr og hefur BHM lagt áherslu á að greitt verði fyrir starfsnám. Í því tilviki sem hér um ræðir benda hæfniskröfurnar sem gerðar eru til umsækjanda í auglýsingu WOW air eindregið til þess að um ólaunað starf er að ræða. Það brýtur gegn lögum nr. 55/1980 um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífeyrisréttinda.“ BHM óskar eftir svörum frá WOW air vegna málsins. Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Erna Guðmundsdóttir, lögmaður Bandalags háskólamanna, hefur sent flugfélaginu WOW air bréf vegna atvinnuauglýsingar á dögunum. Um er að ræða auglýsingu þar sem óskað er eftir lögfræðinema í starfsnám. Viðkomandi þarf að hafa lokið BA-námi, vera í meistaranámi, hafa gott vald á íslensku og ensku auk fleiri skilyrða sem talin eru til. Hins vegar fylgir sögunni að starfið er ólaunað en möguleiki sé á sumarstarfi í framhaldinu sé gagnkvæmur áhugi fyrir hendi.Auglýsinguna má sjá hér að ofan. BHM gerir alvarlegar athugasemdir við auglýsinguna og vísar til kjarasamninga, þeirra á meðal kjarasamninga sem Stéttarfélag lögfræðinga á aðild að, þar sem er kveðið á um hvaða lágmarkslaun skuli greidd fyrir tiltekin störf. „Ákvæði í kjarasamningum eru lágmarkskjör. Vinnuveitendum er þannig með öllu óheimilt að ráða til sín starfsmenn á lakari kjörum en kjarasamningar kveða á um.“ Samningar sem kveði á um lakari kjör en kjarasamningar kveða á um eru ógildir að sögn Ernu. Í þessu sambandi vísar hún til laga nr. 55/1980 um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífeyrisréttinda. Í 1. gr. laganna segir orðrétt: „Laun og önnur starfskjör, sem aðildarsamtök vinnumarkaðarins semja um, skulu vera lágmarkskjör, óháð kyni, þjóðerni eða ráðningartíma fyrir alla launamenn í viðkomandi starfsgrein á svæði því er samningurinn tekur til. Samningar einstakra launamanna og atvinnurekenda um lakari kjör en hinir almennu kjarasamningar ákveða skulu ógildir.“Ekki í samvinnu við skólann Í bréfi BHM er þess getið að íslenskir háskólar hafi búið til regluverk um starfsnám nemenda í framhaldsnámi. BHM hafi ekki samþykkt regluverkið og geri sérstaklega athugasemdir við reglur lagadeildar Háskólans í Reykjavík (HR) sem ganga út á að starfsnámið sé ólaunað. Ekki er kveðið á um ólaunað starfsnám í reglum atvinnunefndar Orators hjá lagadeild Háskóla Íslands (HÍ). „Það er hins vegar sammerkt með HÍ og HR að þeir skipuleggja starfsnámið í samvinnu við stofnanir og fyrirtæki en svo virðist sem það sé ekki gert í þessu tilviki.“ BHM telur jákvætt ef fyrirtæki og stofnanir gefa nemendum í framhaldsnámi færi á að hagnýta þekkingu sína á atvinnumarkaðinum samhliða námi þar sem starfsnámið er sannarlega til þess fallið að auka þekkingu nemandans í lögfræði og hæfni til að vinna að úrlausn lögfræðilegra verkefna. „Mörkin milli starfsnáms annars vegar og ólaunaðs starfs hins vegar eru mjög óskýr og hefur BHM lagt áherslu á að greitt verði fyrir starfsnám. Í því tilviki sem hér um ræðir benda hæfniskröfurnar sem gerðar eru til umsækjanda í auglýsingu WOW air eindregið til þess að um ólaunað starf er að ræða. Það brýtur gegn lögum nr. 55/1980 um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífeyrisréttinda.“ BHM óskar eftir svörum frá WOW air vegna málsins.
Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent