Brynjar Þór: Var sveittur af stressi fyrir leikinn í fyrra Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. febrúar 2016 13:30 Brynjar Þór Björnsson ætlar að vinna bikarinn á morgun. vísir/ernir Íslandsmeistarar KR mæta Þór úr Þorlákshöfn á morgun í úrslitaleik Powerade-bikars karla í körfubolta í Laugardalshöll. Leikurinn hefst klukkan 16.30. Þórsarar eru í bikarúrslitum í fyrsta sinn en KR hefur margsinnis farið í Höllina. Aftur á móti gengur KR-ingum afskaplega illa að vinna bikarinn. „Bikarsaga okkar hefur verið sorgarsaga í gegnum árin. Ég man eftir úrslitaleiknum 2000 sem áhorfandi, þá var KR-liðið yfir nær allan tímann og sama gerðist 2002 og aftur í fyrra,“ segir Brynjar Þór Björnsson, bakvörður KR, við Vísi. KR tapaði á ótrúlegan hátt fyrir Stjörnunni í fyrra og lá einnig í valnum gegn sama liði 2009 þegar KR-ingar voru með Jón Arnór og Jakob Örn Sigurðarson innanborðs. „Einhvern veginn nær hitt liðið alltaf að vera kaldara á svellinu á meðan KR-liðið hefur bognað eða brotnað,“ segir Brynjar Þór.Brynjar Þór tapaði á móti Stjörnunni í bikarúrslitum í fyrra.vísir/anton brinkEkki sjálfgefið að komast í úrslit KR vann bikarinn 2011 undir stjórn Hrafns Kristjánssonar, en það ár vann liðið bæði deild og bikar. Síðan KR fagnaði sigri í bikarnum 1991 er liðið búið að fara sex sinnum í höllina og tapa fimm sinnum (1997, 2000, 2002, 2009 og 2015). Brynjar Þór hlakkar mikið til leiksins enda mikið undir. „Þetta er ekkert þessi venjulegi deildarleikur. Ég er búinn að spila í deildinni í ellefu ár þannig hver deildarleikur er ekkert voðalega minnisstæður. Ég tala nú ekki um þegar liðið er búið að vera svona afgerandi undanfarin ár,“ segir hann. „Það getur verið erfitt að gíra sig upp í leiki því maður fær ekki sömu spennutilfinningu eða finnur fyrir stressi. Það var eiginlega í fyrsta skipti í fyrra í eitt til tvö ár sem ég fékk þessa spennutilfinningu og það var fyrir bikarúrslitin.“ „Ég sat sveittur fyrir leikinn af stressi og borðaði lítið. Þessi leikur hefur gríðarlega mikla þýðingu fyrir okkur og sérstaklega eldri leikmennina sem eru kannski að upplifa þetta í síðasta skiptið. Það er ekkert sjálfgefið að komast í úrslit,“ segir Brynjar Þór.Brynjar Þór er orðinn langþreyttur á bikarharmleik KR-inga.vísir/anton brinkTapa alltaf gegn nýliðum Þetta gæti verið síðasti séns fyrir höfðingja eins og Helga Má Magnússon að vinna bikarmeistaratitilinn en þrátt fyrir gífurlega sigursælan feril hefur Helgi aldrei orðið meistari. „Helgi hefur aldrei unnið þetta en er búinn að tapa þrisvar sinnum í úrslitum. Það eru allir staðráðnir í að vinna. Það var óbragð í munnum okkar eftir síðasta tímabil að hafa ekki klárað bikarinn þannig það gefur okkur hvatningu að komast alla leið og vinna þetta í ár,“ segir Brynjar Þór. Þórsarar hafa stillt viðureigninni upp sem Davíð á móti Golíat. KR er augljóslega Golíat í þeirri samlíkingi en Þórsarar eru sem fyrr segir að fara í Höllina í fyrsta skipti. „Einar Árni er klókur þjálfari og mun reyna að koma okkur á óvart. Ég var að skoða athyglisverða tölfræði um daginn þar sem kom fram að KR hefur fimm sinnum mætt nýliðum í úrslitaleik og alltaf tapað. Það skiptir engu máli þó við erum Golíat í þessum leik. Okkur hefur vegnað gríðarlega illa á móti nýliðum í Höllinni,“ segir Brynjar Þór.Finnur Freyr Stefánsson á eftir að vinna bikarinn sem þjálfari KR.vísir/ernirBestir ef allir spila vel „Þetta er allt spurning um dagsform. Svo eru hlutir eins og í fyrra þegar Pavel meiðist en það gjörbreytir leiknum. Fyrir þann tíma vorum við að spila vel og planið að virka. En svo töpum við fimm boltum og Stjarnan skorar átta síðustu stigin, þar af sex af vítalínunni. Við vorum að gefa þeim svo mikið en litlu mistökin skiptu sköpum í lokin.“ „Ef allir eru að spila sinn besta leik þá eru það litlu atvikin sem munu kosta okkur. Ef við erum að spila vel og allir í góðu standi þá á ekkert lið að vinna okkur,“ segir bakvörðurinn. Búast má við mikilli stemningu í Laugardalshöll á morgun, sérstaklega að hálfu Þórsara sem ætla að fjölmenna í borgina. Stuðningsmannasveitin Græni Drekinn verður á útopnu en Brynjari og félögum hans í KR er meira en lítið sama um hvernig stemningin er í Þorlákshöfn. „Við ætlum bara að vinna leikinn. Mér er alveg sama þó Græni Drekinn verði þarna og Þorlákshafnarbúar verði fleiri en KR-ingar. Ég vil bara vinna. Það er það eina sem skiptir máli,“ segir Brynjar Þór Björnsson. Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Vill vinna fyrir fólkið í bænum Haiden Palmer, bandarískur leikmaður Snæfells í Domino's-deild kvenna, hefur flakkað á milli landa undanfarin tvö ár. Hún nýtur lífsins í Stykkishólmi þar sem hún getur einbeitt sér að körfuboltanum. 11. febrúar 2016 06:00 Emil Karel: Ég lofa látum í Höllinni Þór Þorlákshöfn spilar í fyrsta sinn í bikarúrslitum karla í körfubolta í Laugardalshöll á morgun. 12. febrúar 2016 12:00 Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira
Íslandsmeistarar KR mæta Þór úr Þorlákshöfn á morgun í úrslitaleik Powerade-bikars karla í körfubolta í Laugardalshöll. Leikurinn hefst klukkan 16.30. Þórsarar eru í bikarúrslitum í fyrsta sinn en KR hefur margsinnis farið í Höllina. Aftur á móti gengur KR-ingum afskaplega illa að vinna bikarinn. „Bikarsaga okkar hefur verið sorgarsaga í gegnum árin. Ég man eftir úrslitaleiknum 2000 sem áhorfandi, þá var KR-liðið yfir nær allan tímann og sama gerðist 2002 og aftur í fyrra,“ segir Brynjar Þór Björnsson, bakvörður KR, við Vísi. KR tapaði á ótrúlegan hátt fyrir Stjörnunni í fyrra og lá einnig í valnum gegn sama liði 2009 þegar KR-ingar voru með Jón Arnór og Jakob Örn Sigurðarson innanborðs. „Einhvern veginn nær hitt liðið alltaf að vera kaldara á svellinu á meðan KR-liðið hefur bognað eða brotnað,“ segir Brynjar Þór.Brynjar Þór tapaði á móti Stjörnunni í bikarúrslitum í fyrra.vísir/anton brinkEkki sjálfgefið að komast í úrslit KR vann bikarinn 2011 undir stjórn Hrafns Kristjánssonar, en það ár vann liðið bæði deild og bikar. Síðan KR fagnaði sigri í bikarnum 1991 er liðið búið að fara sex sinnum í höllina og tapa fimm sinnum (1997, 2000, 2002, 2009 og 2015). Brynjar Þór hlakkar mikið til leiksins enda mikið undir. „Þetta er ekkert þessi venjulegi deildarleikur. Ég er búinn að spila í deildinni í ellefu ár þannig hver deildarleikur er ekkert voðalega minnisstæður. Ég tala nú ekki um þegar liðið er búið að vera svona afgerandi undanfarin ár,“ segir hann. „Það getur verið erfitt að gíra sig upp í leiki því maður fær ekki sömu spennutilfinningu eða finnur fyrir stressi. Það var eiginlega í fyrsta skipti í fyrra í eitt til tvö ár sem ég fékk þessa spennutilfinningu og það var fyrir bikarúrslitin.“ „Ég sat sveittur fyrir leikinn af stressi og borðaði lítið. Þessi leikur hefur gríðarlega mikla þýðingu fyrir okkur og sérstaklega eldri leikmennina sem eru kannski að upplifa þetta í síðasta skiptið. Það er ekkert sjálfgefið að komast í úrslit,“ segir Brynjar Þór.Brynjar Þór er orðinn langþreyttur á bikarharmleik KR-inga.vísir/anton brinkTapa alltaf gegn nýliðum Þetta gæti verið síðasti séns fyrir höfðingja eins og Helga Má Magnússon að vinna bikarmeistaratitilinn en þrátt fyrir gífurlega sigursælan feril hefur Helgi aldrei orðið meistari. „Helgi hefur aldrei unnið þetta en er búinn að tapa þrisvar sinnum í úrslitum. Það eru allir staðráðnir í að vinna. Það var óbragð í munnum okkar eftir síðasta tímabil að hafa ekki klárað bikarinn þannig það gefur okkur hvatningu að komast alla leið og vinna þetta í ár,“ segir Brynjar Þór. Þórsarar hafa stillt viðureigninni upp sem Davíð á móti Golíat. KR er augljóslega Golíat í þeirri samlíkingi en Þórsarar eru sem fyrr segir að fara í Höllina í fyrsta skipti. „Einar Árni er klókur þjálfari og mun reyna að koma okkur á óvart. Ég var að skoða athyglisverða tölfræði um daginn þar sem kom fram að KR hefur fimm sinnum mætt nýliðum í úrslitaleik og alltaf tapað. Það skiptir engu máli þó við erum Golíat í þessum leik. Okkur hefur vegnað gríðarlega illa á móti nýliðum í Höllinni,“ segir Brynjar Þór.Finnur Freyr Stefánsson á eftir að vinna bikarinn sem þjálfari KR.vísir/ernirBestir ef allir spila vel „Þetta er allt spurning um dagsform. Svo eru hlutir eins og í fyrra þegar Pavel meiðist en það gjörbreytir leiknum. Fyrir þann tíma vorum við að spila vel og planið að virka. En svo töpum við fimm boltum og Stjarnan skorar átta síðustu stigin, þar af sex af vítalínunni. Við vorum að gefa þeim svo mikið en litlu mistökin skiptu sköpum í lokin.“ „Ef allir eru að spila sinn besta leik þá eru það litlu atvikin sem munu kosta okkur. Ef við erum að spila vel og allir í góðu standi þá á ekkert lið að vinna okkur,“ segir bakvörðurinn. Búast má við mikilli stemningu í Laugardalshöll á morgun, sérstaklega að hálfu Þórsara sem ætla að fjölmenna í borgina. Stuðningsmannasveitin Græni Drekinn verður á útopnu en Brynjari og félögum hans í KR er meira en lítið sama um hvernig stemningin er í Þorlákshöfn. „Við ætlum bara að vinna leikinn. Mér er alveg sama þó Græni Drekinn verði þarna og Þorlákshafnarbúar verði fleiri en KR-ingar. Ég vil bara vinna. Það er það eina sem skiptir máli,“ segir Brynjar Þór Björnsson.
Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Vill vinna fyrir fólkið í bænum Haiden Palmer, bandarískur leikmaður Snæfells í Domino's-deild kvenna, hefur flakkað á milli landa undanfarin tvö ár. Hún nýtur lífsins í Stykkishólmi þar sem hún getur einbeitt sér að körfuboltanum. 11. febrúar 2016 06:00 Emil Karel: Ég lofa látum í Höllinni Þór Þorlákshöfn spilar í fyrsta sinn í bikarúrslitum karla í körfubolta í Laugardalshöll á morgun. 12. febrúar 2016 12:00 Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira
Vill vinna fyrir fólkið í bænum Haiden Palmer, bandarískur leikmaður Snæfells í Domino's-deild kvenna, hefur flakkað á milli landa undanfarin tvö ár. Hún nýtur lífsins í Stykkishólmi þar sem hún getur einbeitt sér að körfuboltanum. 11. febrúar 2016 06:00
Emil Karel: Ég lofa látum í Höllinni Þór Þorlákshöfn spilar í fyrsta sinn í bikarúrslitum karla í körfubolta í Laugardalshöll á morgun. 12. febrúar 2016 12:00