Samfylkingunni hollt að menn reyni með sér í formannskjöri Heimir Már Pétursson skrifar 12. febrúar 2016 12:55 Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar segir ágætt að formaðurinn skuli gangast við því sem ekki gekk upp á síðasta kjörtímabili. Það yrði flokknum hins vegar hollt að fram kæmi mótframboð gegn formanninum og að sá sem veljist til forystu hafi skýrt umboð meirihluta flokksmanna á bakvið sig. Óhætt er að segja að bréf Árna Páls Árnasonar til flokksmanna í gær þar sem hann tíundar mistök sem flokkurinn hafi gert á undanförnum árum kom þingmönnum flokksins og mörgum öðrum áóvart og jafnvel í opna skjöldu. Þingmenn sem fréttastofa hefur rætt við og ekki vildu veita viðtöl töluðu um kalda vatnsgusu og að meðútspili sínu væri formaðurinn að splundra liðinu. Segja má aðÓlína Þorvarðardóttir þingmaður flokksins hafi kveikt neistann íþeirri umræðu sem staðið hefur yfir að undanförnu og leiddi til þess aðákveðið hefur verið að flýta landsfundi flokksins og um leið formannskjöri.Ágætt aðformaðurinn tjái sigHvaðfinnstþér umþettaútspil formannsins?„Það er auðvitaðágætt að formaðurinn skuli gangast við og reyna núna að gera upp ákveðna hluti sem ekki gengu upp á síðasta kjörtímabili. Mál sem hann lýsir núna sem mistökum,“ segir Ólína. Hún sé að mörgu leyti sammála hans greiningu á stöðunni. En það snúi þá bæði að Árna Páli sem formanni og fyrrverandi ráðherra í ríkisstjórn að svara því í formannskjörinu framundan hver hans raunverulega afstaða sé til þeirra mála sem hann nefndi í sínu bréfi. „Ég held að flokkurinn bíði ennþá svars við því hvaða breytingar forysta flokksins vill raunverulega sjá á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Styður formaður flokksins innkölluna aflaheimilda til dæmis? Hver er afstaða þeirra sem gefa kost á sér til forystu í flokknum til stjórnarskrárbreytinganna. Styðja þeir tillögu stjórnlagaráðs í stjórnarskrármálinu? Þetta eru þá spurningarnar sem eru framundan. Og nú fær flokkurinn tækifæri til að gera það upp við sig í framhaldinu hverjum hann treystir til að leiða þessi mál til lykta og hvaða gunfáni skuli reistur á loft fyrir jafnaðarstefnuna í næstu kosningum,“ segir Ólína.Hreinskilni og hughrekki en....Slæmt gengi flokksins í síðustu kosningum og í könnunum að undanförnu skýrist að stórum hluta af því hvernig fór fyrir þessum mikilvægu málum þar sem stefnan verði að vera skýr. Hún ætli ekki að meta hvort það hafi verið klókt hjá Árna Páli að senda þetta bréf út á þessum tímapunkti. „Hann hefur náttúrlega verið í þröngri stöðu og mér finnst að mörgu leiti hreinskilni og hughrekki af hans hálfu að koma fram og alla vega ávarpa þessi mál sem hafa verið flokknum þung. Þannig að ég geri ekki athugasemdir við það. Við höfum kallað eftir hreinskiptinni og opinni umræðu um þetta. Þá þyðir ekkert að gagnrýna það þegar sá bolti er gripinn,“ segir Ólína. Enginn hefur enn komið fram sem mótframbjóðandi Árna Páls en Ólína segir að það kæmi henni ekki á óvart ef það myndi gerast á allra næstu dögum eða vikum. „Ég myndi halda að það væri flokknum holt eins og sakir standa að menn reyndu sig í formannskjöri. Aðalatriðið er þó að hver svosem forystan er sem velst til starfa hafi skýrt umboð. Ótvíræðan meirihluta flokksmana á bakvið sig,“ segir Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir. Alþingi Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar segir ágætt að formaðurinn skuli gangast við því sem ekki gekk upp á síðasta kjörtímabili. Það yrði flokknum hins vegar hollt að fram kæmi mótframboð gegn formanninum og að sá sem veljist til forystu hafi skýrt umboð meirihluta flokksmanna á bakvið sig. Óhætt er að segja að bréf Árna Páls Árnasonar til flokksmanna í gær þar sem hann tíundar mistök sem flokkurinn hafi gert á undanförnum árum kom þingmönnum flokksins og mörgum öðrum áóvart og jafnvel í opna skjöldu. Þingmenn sem fréttastofa hefur rætt við og ekki vildu veita viðtöl töluðu um kalda vatnsgusu og að meðútspili sínu væri formaðurinn að splundra liðinu. Segja má aðÓlína Þorvarðardóttir þingmaður flokksins hafi kveikt neistann íþeirri umræðu sem staðið hefur yfir að undanförnu og leiddi til þess aðákveðið hefur verið að flýta landsfundi flokksins og um leið formannskjöri.Ágætt aðformaðurinn tjái sigHvaðfinnstþér umþettaútspil formannsins?„Það er auðvitaðágætt að formaðurinn skuli gangast við og reyna núna að gera upp ákveðna hluti sem ekki gengu upp á síðasta kjörtímabili. Mál sem hann lýsir núna sem mistökum,“ segir Ólína. Hún sé að mörgu leyti sammála hans greiningu á stöðunni. En það snúi þá bæði að Árna Páli sem formanni og fyrrverandi ráðherra í ríkisstjórn að svara því í formannskjörinu framundan hver hans raunverulega afstaða sé til þeirra mála sem hann nefndi í sínu bréfi. „Ég held að flokkurinn bíði ennþá svars við því hvaða breytingar forysta flokksins vill raunverulega sjá á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Styður formaður flokksins innkölluna aflaheimilda til dæmis? Hver er afstaða þeirra sem gefa kost á sér til forystu í flokknum til stjórnarskrárbreytinganna. Styðja þeir tillögu stjórnlagaráðs í stjórnarskrármálinu? Þetta eru þá spurningarnar sem eru framundan. Og nú fær flokkurinn tækifæri til að gera það upp við sig í framhaldinu hverjum hann treystir til að leiða þessi mál til lykta og hvaða gunfáni skuli reistur á loft fyrir jafnaðarstefnuna í næstu kosningum,“ segir Ólína.Hreinskilni og hughrekki en....Slæmt gengi flokksins í síðustu kosningum og í könnunum að undanförnu skýrist að stórum hluta af því hvernig fór fyrir þessum mikilvægu málum þar sem stefnan verði að vera skýr. Hún ætli ekki að meta hvort það hafi verið klókt hjá Árna Páli að senda þetta bréf út á þessum tímapunkti. „Hann hefur náttúrlega verið í þröngri stöðu og mér finnst að mörgu leiti hreinskilni og hughrekki af hans hálfu að koma fram og alla vega ávarpa þessi mál sem hafa verið flokknum þung. Þannig að ég geri ekki athugasemdir við það. Við höfum kallað eftir hreinskiptinni og opinni umræðu um þetta. Þá þyðir ekkert að gagnrýna það þegar sá bolti er gripinn,“ segir Ólína. Enginn hefur enn komið fram sem mótframbjóðandi Árna Páls en Ólína segir að það kæmi henni ekki á óvart ef það myndi gerast á allra næstu dögum eða vikum. „Ég myndi halda að það væri flokknum holt eins og sakir standa að menn reyndu sig í formannskjöri. Aðalatriðið er þó að hver svosem forystan er sem velst til starfa hafi skýrt umboð. Ótvíræðan meirihluta flokksmana á bakvið sig,“ segir Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir.
Alþingi Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira