Samfylkingunni hollt að menn reyni með sér í formannskjöri Heimir Már Pétursson skrifar 12. febrúar 2016 12:55 Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar segir ágætt að formaðurinn skuli gangast við því sem ekki gekk upp á síðasta kjörtímabili. Það yrði flokknum hins vegar hollt að fram kæmi mótframboð gegn formanninum og að sá sem veljist til forystu hafi skýrt umboð meirihluta flokksmanna á bakvið sig. Óhætt er að segja að bréf Árna Páls Árnasonar til flokksmanna í gær þar sem hann tíundar mistök sem flokkurinn hafi gert á undanförnum árum kom þingmönnum flokksins og mörgum öðrum áóvart og jafnvel í opna skjöldu. Þingmenn sem fréttastofa hefur rætt við og ekki vildu veita viðtöl töluðu um kalda vatnsgusu og að meðútspili sínu væri formaðurinn að splundra liðinu. Segja má aðÓlína Þorvarðardóttir þingmaður flokksins hafi kveikt neistann íþeirri umræðu sem staðið hefur yfir að undanförnu og leiddi til þess aðákveðið hefur verið að flýta landsfundi flokksins og um leið formannskjöri.Ágætt aðformaðurinn tjái sigHvaðfinnstþér umþettaútspil formannsins?„Það er auðvitaðágætt að formaðurinn skuli gangast við og reyna núna að gera upp ákveðna hluti sem ekki gengu upp á síðasta kjörtímabili. Mál sem hann lýsir núna sem mistökum,“ segir Ólína. Hún sé að mörgu leyti sammála hans greiningu á stöðunni. En það snúi þá bæði að Árna Páli sem formanni og fyrrverandi ráðherra í ríkisstjórn að svara því í formannskjörinu framundan hver hans raunverulega afstaða sé til þeirra mála sem hann nefndi í sínu bréfi. „Ég held að flokkurinn bíði ennþá svars við því hvaða breytingar forysta flokksins vill raunverulega sjá á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Styður formaður flokksins innkölluna aflaheimilda til dæmis? Hver er afstaða þeirra sem gefa kost á sér til forystu í flokknum til stjórnarskrárbreytinganna. Styðja þeir tillögu stjórnlagaráðs í stjórnarskrármálinu? Þetta eru þá spurningarnar sem eru framundan. Og nú fær flokkurinn tækifæri til að gera það upp við sig í framhaldinu hverjum hann treystir til að leiða þessi mál til lykta og hvaða gunfáni skuli reistur á loft fyrir jafnaðarstefnuna í næstu kosningum,“ segir Ólína.Hreinskilni og hughrekki en....Slæmt gengi flokksins í síðustu kosningum og í könnunum að undanförnu skýrist að stórum hluta af því hvernig fór fyrir þessum mikilvægu málum þar sem stefnan verði að vera skýr. Hún ætli ekki að meta hvort það hafi verið klókt hjá Árna Páli að senda þetta bréf út á þessum tímapunkti. „Hann hefur náttúrlega verið í þröngri stöðu og mér finnst að mörgu leiti hreinskilni og hughrekki af hans hálfu að koma fram og alla vega ávarpa þessi mál sem hafa verið flokknum þung. Þannig að ég geri ekki athugasemdir við það. Við höfum kallað eftir hreinskiptinni og opinni umræðu um þetta. Þá þyðir ekkert að gagnrýna það þegar sá bolti er gripinn,“ segir Ólína. Enginn hefur enn komið fram sem mótframbjóðandi Árna Páls en Ólína segir að það kæmi henni ekki á óvart ef það myndi gerast á allra næstu dögum eða vikum. „Ég myndi halda að það væri flokknum holt eins og sakir standa að menn reyndu sig í formannskjöri. Aðalatriðið er þó að hver svosem forystan er sem velst til starfa hafi skýrt umboð. Ótvíræðan meirihluta flokksmana á bakvið sig,“ segir Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir. Alþingi Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Fleiri fréttir Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Sjá meira
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar segir ágætt að formaðurinn skuli gangast við því sem ekki gekk upp á síðasta kjörtímabili. Það yrði flokknum hins vegar hollt að fram kæmi mótframboð gegn formanninum og að sá sem veljist til forystu hafi skýrt umboð meirihluta flokksmanna á bakvið sig. Óhætt er að segja að bréf Árna Páls Árnasonar til flokksmanna í gær þar sem hann tíundar mistök sem flokkurinn hafi gert á undanförnum árum kom þingmönnum flokksins og mörgum öðrum áóvart og jafnvel í opna skjöldu. Þingmenn sem fréttastofa hefur rætt við og ekki vildu veita viðtöl töluðu um kalda vatnsgusu og að meðútspili sínu væri formaðurinn að splundra liðinu. Segja má aðÓlína Þorvarðardóttir þingmaður flokksins hafi kveikt neistann íþeirri umræðu sem staðið hefur yfir að undanförnu og leiddi til þess aðákveðið hefur verið að flýta landsfundi flokksins og um leið formannskjöri.Ágætt aðformaðurinn tjái sigHvaðfinnstþér umþettaútspil formannsins?„Það er auðvitaðágætt að formaðurinn skuli gangast við og reyna núna að gera upp ákveðna hluti sem ekki gengu upp á síðasta kjörtímabili. Mál sem hann lýsir núna sem mistökum,“ segir Ólína. Hún sé að mörgu leyti sammála hans greiningu á stöðunni. En það snúi þá bæði að Árna Páli sem formanni og fyrrverandi ráðherra í ríkisstjórn að svara því í formannskjörinu framundan hver hans raunverulega afstaða sé til þeirra mála sem hann nefndi í sínu bréfi. „Ég held að flokkurinn bíði ennþá svars við því hvaða breytingar forysta flokksins vill raunverulega sjá á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Styður formaður flokksins innkölluna aflaheimilda til dæmis? Hver er afstaða þeirra sem gefa kost á sér til forystu í flokknum til stjórnarskrárbreytinganna. Styðja þeir tillögu stjórnlagaráðs í stjórnarskrármálinu? Þetta eru þá spurningarnar sem eru framundan. Og nú fær flokkurinn tækifæri til að gera það upp við sig í framhaldinu hverjum hann treystir til að leiða þessi mál til lykta og hvaða gunfáni skuli reistur á loft fyrir jafnaðarstefnuna í næstu kosningum,“ segir Ólína.Hreinskilni og hughrekki en....Slæmt gengi flokksins í síðustu kosningum og í könnunum að undanförnu skýrist að stórum hluta af því hvernig fór fyrir þessum mikilvægu málum þar sem stefnan verði að vera skýr. Hún ætli ekki að meta hvort það hafi verið klókt hjá Árna Páli að senda þetta bréf út á þessum tímapunkti. „Hann hefur náttúrlega verið í þröngri stöðu og mér finnst að mörgu leiti hreinskilni og hughrekki af hans hálfu að koma fram og alla vega ávarpa þessi mál sem hafa verið flokknum þung. Þannig að ég geri ekki athugasemdir við það. Við höfum kallað eftir hreinskiptinni og opinni umræðu um þetta. Þá þyðir ekkert að gagnrýna það þegar sá bolti er gripinn,“ segir Ólína. Enginn hefur enn komið fram sem mótframbjóðandi Árna Páls en Ólína segir að það kæmi henni ekki á óvart ef það myndi gerast á allra næstu dögum eða vikum. „Ég myndi halda að það væri flokknum holt eins og sakir standa að menn reyndu sig í formannskjöri. Aðalatriðið er þó að hver svosem forystan er sem velst til starfa hafi skýrt umboð. Ótvíræðan meirihluta flokksmana á bakvið sig,“ segir Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir.
Alþingi Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Fleiri fréttir Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent