Eiður Smári genginn í raðir Molde Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. febrúar 2016 10:15 Eiður Smári er orðinn leikmaður Molde. vísir/getty Eiður Smári Guðjohnsen, markahæsti leikmaður íslenska karlalandsliðsins í fótbolta frá upphafi, er genginn í raðir norska úrvalsdeildarliðsins Molde. Norska félagið hefur sent fjölmiðlum þar í landi fréttatilkynningu þess efnis. Hann skrifaði undir eins árs samning við norska félagið, en þetta er í fyrsta sinn sem Eiður Smári spilar á Norðurlöndum utan Íslands. Eiður Smári spilaði síðast með Shijiazhuang Ever Bright í Kína þar sem hann skoraði eitt mark í fjórtán leikjum, en þar áður var hann á mála hjá Bolton í ensku B-deildinni. Molde er 14. atvinnumannaliðið sem Eiður Smári spilar fyrir á glæstum ferli, en bestu dagar hans voru með Chelsea og Barcelona þar sem hann varð Englandsmeistari, Spánarmeistari og vann Meistaradeildina með sænska liðinu. Eiður verður sjöundi Íslendingurinn sem spilar með Molde, en áður hafa þeir Bjarki Gunnlaugsson, Andri Sigþórsson, Ólafur Stígsson, Marel Baldvinsson, Bjarni Þorsteinsson og nú síðast Björn Bergmann Sigurðarson spilað fyrir norska liðið. Molde er eitt besta lið Noregs en það varð fyrst meistari 2011 undir stjórn Ole Gunnar Solskjær, fyrrverandi framherja Manchester United. Undir stjórn Solskjær varð liðið meistari aftur 2012 og eftir að missa af titlinum 2013 endurheimtaði það hann 2014. Það varð einnig bikarmeistari í fjórða sinn sama ár. Ole Gunnar Solskjær tók aftur við Molde í vetur eftir misheppnaða dvöl í Wales þar sem hann stýrði Cardiff, en þessi fyrrverandi norski landsliðsframherji er uppalinn hjá Molde og er þar dýrkaður og dáður. Norska úrvalsdeildin hefst í mars og ætti Eiður því að vera í góðu leikformi þegar strákarnir okkar halda til Frakklands í júní á Evrópumótið. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti á Norðurlöndum Tengdar fréttir Eiður Smári ein stærsta stjarnan sem hefur spilað á Norðurlöndum í 15 ár Markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi samdi við Molde í dag. 12. febrúar 2016 10:30 Eiður Smári kynntur til leiks hjá Molde á morgun Eiður Smári Guðjohnsen kom til Molde í Noregi í kvöld en hann er við það að ganga í raðir félagsins. 11. febrúar 2016 21:48 Mest lesið Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Fótbolti Mbappé afgreiddi Real Oviedo Fótbolti „Við vorum skíthræddir“ Sport „Hefði viljað þriðja markið“ Sport Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Fleiri fréttir Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen, markahæsti leikmaður íslenska karlalandsliðsins í fótbolta frá upphafi, er genginn í raðir norska úrvalsdeildarliðsins Molde. Norska félagið hefur sent fjölmiðlum þar í landi fréttatilkynningu þess efnis. Hann skrifaði undir eins árs samning við norska félagið, en þetta er í fyrsta sinn sem Eiður Smári spilar á Norðurlöndum utan Íslands. Eiður Smári spilaði síðast með Shijiazhuang Ever Bright í Kína þar sem hann skoraði eitt mark í fjórtán leikjum, en þar áður var hann á mála hjá Bolton í ensku B-deildinni. Molde er 14. atvinnumannaliðið sem Eiður Smári spilar fyrir á glæstum ferli, en bestu dagar hans voru með Chelsea og Barcelona þar sem hann varð Englandsmeistari, Spánarmeistari og vann Meistaradeildina með sænska liðinu. Eiður verður sjöundi Íslendingurinn sem spilar með Molde, en áður hafa þeir Bjarki Gunnlaugsson, Andri Sigþórsson, Ólafur Stígsson, Marel Baldvinsson, Bjarni Þorsteinsson og nú síðast Björn Bergmann Sigurðarson spilað fyrir norska liðið. Molde er eitt besta lið Noregs en það varð fyrst meistari 2011 undir stjórn Ole Gunnar Solskjær, fyrrverandi framherja Manchester United. Undir stjórn Solskjær varð liðið meistari aftur 2012 og eftir að missa af titlinum 2013 endurheimtaði það hann 2014. Það varð einnig bikarmeistari í fjórða sinn sama ár. Ole Gunnar Solskjær tók aftur við Molde í vetur eftir misheppnaða dvöl í Wales þar sem hann stýrði Cardiff, en þessi fyrrverandi norski landsliðsframherji er uppalinn hjá Molde og er þar dýrkaður og dáður. Norska úrvalsdeildin hefst í mars og ætti Eiður því að vera í góðu leikformi þegar strákarnir okkar halda til Frakklands í júní á Evrópumótið.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti á Norðurlöndum Tengdar fréttir Eiður Smári ein stærsta stjarnan sem hefur spilað á Norðurlöndum í 15 ár Markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi samdi við Molde í dag. 12. febrúar 2016 10:30 Eiður Smári kynntur til leiks hjá Molde á morgun Eiður Smári Guðjohnsen kom til Molde í Noregi í kvöld en hann er við það að ganga í raðir félagsins. 11. febrúar 2016 21:48 Mest lesið Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Fótbolti Mbappé afgreiddi Real Oviedo Fótbolti „Við vorum skíthræddir“ Sport „Hefði viljað þriðja markið“ Sport Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Fleiri fréttir Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Sjá meira
Eiður Smári ein stærsta stjarnan sem hefur spilað á Norðurlöndum í 15 ár Markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi samdi við Molde í dag. 12. febrúar 2016 10:30
Eiður Smári kynntur til leiks hjá Molde á morgun Eiður Smári Guðjohnsen kom til Molde í Noregi í kvöld en hann er við það að ganga í raðir félagsins. 11. febrúar 2016 21:48