Talsmaður landeigenda eftir dóm Hæstaréttar: „Enginn að hugsa um náttúruna, bara rassgatið á sjálfum sér“ Atli Ísleifsson skrifar 11. febrúar 2016 21:00 Ólafur H. Jónsson, formaður Landeigendafélags Reykjahlíðar. Vísir/Völundur „Þetta er bara mjög dapurlegt fyrir náttúru Íslands, að gjaldtaka skuli ekki vera leyfð,“ segir Ólafur H. Jónsson, verkefnisstjóri gjaldtöku LR ehf., um nýfallinn dóm Hæstaréttar þess efnis að landeigendum í Reykjahlíð sé óheimilt að rukka inn gjald við náttúruperlur í Mývatnssveit. Hæstiréttur staðfesti með þessu dóm Héraðsdóms Reykjavíkur, en landeigendurnir áfrýjuðu dómnum til Hæstaréttar.Hæstiréttur sammála um að ekkert megi geraÓlafur kveðst mjög ánægður með dóminn, að niðurstaða skuli loks vera komin varðandi hvað menn megi gera í óskiptri sameign. „Þetta eru góð skilaboð til allra þeirra sem eiga í óskiptri sameign. Samkvæmt jarðalögum hefur verið bent á að menn skuli stofna með sér félög. Hæstiréttur virðist ekki túlka það sem ákvörðunarvald fyrir viðkomandi eigendur, heldur segja að hlutafélagsfundi sé ekki heimilt að taka ákvörðun um gjaldtöku. Hæstiréttur virðist sammála því að ef náttúran er að eyðileggjast þá megum við ekkert gera.“ Ólafur líkir þessu við að fimmtán prósent eigandi í átta íbúða blokk hefur ekki neitunarvald til að hindra viðgerðir á þaki blokkar sem liggur undir skemmdum. Annað virðist hins vegar upp á teningnum í þessum málum.Vildu rukka 800 krónur innÍ júní 2014 hófst rukkun ferðamanna fyrir heimsókn í Námaskarð og Leirhnjúk. Kostaði 800 krónur inn á hvorn stað. Til stóð að hefja einnig gjaldtöku við Dettifoss en þeirri ákvörðun var frestað um eitt ár og kom aldrei til hennar. Mótmæli voru hávær meðal aðila í ferðaþjónustu. Ólafur sagði gjaldtökuna brýna nauðsyn til að geta lagað það land sem ferðamenn hafi eyðilagt. Gjaldtakan lifði í um það bil einn mánuð en þá féllst Sýslumaðurinn á Húsavík á lögbannskröfu hluta félaga í Landeigendafélaginu í Reykjahlíð.Hræddur og óþroskaður Hæstaréttur„Ég segi eins og er að ég vorkenni þeim sem standa frammi fyrir því að vera í meirihluta, þar sem minnihlutinn – allt niður í 0,5 prósent – ræður því sem, líkt og hér, við viljum gera í þágu náttúrunnar. Það er bara gott en ég bjóst ekki við að Hæstiréttur væri svona óþroskaður,“ segir Ólafur. Hann segir greinilegt að Hæstiréttur hafi stjórnast af hræðslu vegna Geysismálsins svokallaða. Málin séu hins vegar ólík. „Við erum öll saman í félagi en í Geysismálinu er ríkið ekki með í félagi með landeigendum Geysis. Í sjálfu sér kemur þessi niðurstaða mér ekki á óvart miðað við marga aðra dóma sem fallið hafa í Hæstarétti. Hann þorir ekki að taka á aðalmálinu – hvað menn mega gera til að verja sína óskiptu sameign – þrátt fyrir að vera í félagi líkt og jarðalög krefja menn um að vera í.“Gjaldtakan hófst í júní 2014 og stóð yfir í um mánuð.Vísir/VölundurHugsa um rassgatið á sjálfum sérÓlafur segir málið mjög dapurt fyrir náttúru landsins. „Við lesum fréttir af sextán milljarða hagnaði Icelandair og gríðarlegan hagnað Bláa lónsins og rútufyrirtækja. Þau græða á tá og fingri, greiða sér arð, en borga ekki krónu til náttúrunnar. Dæmin eru fleiri. Þetta er orðið svolítið sérkennilegt að sá sem nýtur, hann borgar ekki. Það er enginn að hugsa um náttúruna, bara rassgatið á sjálfum sér. Sterkt til orða tekið en ég stend við þetta allt saman. Mér blöskrar að hér skuli sitja ríkisstjórn sem telur sig vera að verja hlut landeigenda um land allt, en það er öðru nær. Hæstiréttur gleypir svo því sem er að gerast í þjóðfélaginu, og náttúran líður fyrir stjórnleysi þeirra sem ráða í þjóðfélaginu. Ég óska samtökum ferðaþjónustunnar (SAS) innilega til hamingju með daginn, þar sem þeir greiddu lögbannstrygginguna upp á 40 milljónir króna. Náttúran nýtur einskis af þeim peningum. Nú byrjar ballið og líklega verður það ekki hringdans.“Hugsanlega uppboð innan fárra áraÓlafur segir landeigendur nú spyrja sig hvað megi gera og hvað ekki. „Við hljótum að mega loka svæðum ef þörf krefur í þágu náttúrunnar. Við eigum eftir að ákveða það. Ég sé ekki fram á að hægt verði að gera nokkuð í landi Reykjahlíðar fyrr en niðurstaða sé komin í hver eigi hvað. Þá þýðir það bara að landinu verði skipt upp og hugsanlega uppboð á óskiptri sameign innan fárra ára,“ segir Ólafur. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Máttu ekki rukka í Námaskarði og við Leirhnjúk Hæstiréttur hefur staðfest lögbann sýslumannsins á Húsavík um lögbann á gjaldtöku við náttúruperlur í Mývatnssveit. 11. febrúar 2016 16:30 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
„Þetta er bara mjög dapurlegt fyrir náttúru Íslands, að gjaldtaka skuli ekki vera leyfð,“ segir Ólafur H. Jónsson, verkefnisstjóri gjaldtöku LR ehf., um nýfallinn dóm Hæstaréttar þess efnis að landeigendum í Reykjahlíð sé óheimilt að rukka inn gjald við náttúruperlur í Mývatnssveit. Hæstiréttur staðfesti með þessu dóm Héraðsdóms Reykjavíkur, en landeigendurnir áfrýjuðu dómnum til Hæstaréttar.Hæstiréttur sammála um að ekkert megi geraÓlafur kveðst mjög ánægður með dóminn, að niðurstaða skuli loks vera komin varðandi hvað menn megi gera í óskiptri sameign. „Þetta eru góð skilaboð til allra þeirra sem eiga í óskiptri sameign. Samkvæmt jarðalögum hefur verið bent á að menn skuli stofna með sér félög. Hæstiréttur virðist ekki túlka það sem ákvörðunarvald fyrir viðkomandi eigendur, heldur segja að hlutafélagsfundi sé ekki heimilt að taka ákvörðun um gjaldtöku. Hæstiréttur virðist sammála því að ef náttúran er að eyðileggjast þá megum við ekkert gera.“ Ólafur líkir þessu við að fimmtán prósent eigandi í átta íbúða blokk hefur ekki neitunarvald til að hindra viðgerðir á þaki blokkar sem liggur undir skemmdum. Annað virðist hins vegar upp á teningnum í þessum málum.Vildu rukka 800 krónur innÍ júní 2014 hófst rukkun ferðamanna fyrir heimsókn í Námaskarð og Leirhnjúk. Kostaði 800 krónur inn á hvorn stað. Til stóð að hefja einnig gjaldtöku við Dettifoss en þeirri ákvörðun var frestað um eitt ár og kom aldrei til hennar. Mótmæli voru hávær meðal aðila í ferðaþjónustu. Ólafur sagði gjaldtökuna brýna nauðsyn til að geta lagað það land sem ferðamenn hafi eyðilagt. Gjaldtakan lifði í um það bil einn mánuð en þá féllst Sýslumaðurinn á Húsavík á lögbannskröfu hluta félaga í Landeigendafélaginu í Reykjahlíð.Hræddur og óþroskaður Hæstaréttur„Ég segi eins og er að ég vorkenni þeim sem standa frammi fyrir því að vera í meirihluta, þar sem minnihlutinn – allt niður í 0,5 prósent – ræður því sem, líkt og hér, við viljum gera í þágu náttúrunnar. Það er bara gott en ég bjóst ekki við að Hæstiréttur væri svona óþroskaður,“ segir Ólafur. Hann segir greinilegt að Hæstiréttur hafi stjórnast af hræðslu vegna Geysismálsins svokallaða. Málin séu hins vegar ólík. „Við erum öll saman í félagi en í Geysismálinu er ríkið ekki með í félagi með landeigendum Geysis. Í sjálfu sér kemur þessi niðurstaða mér ekki á óvart miðað við marga aðra dóma sem fallið hafa í Hæstarétti. Hann þorir ekki að taka á aðalmálinu – hvað menn mega gera til að verja sína óskiptu sameign – þrátt fyrir að vera í félagi líkt og jarðalög krefja menn um að vera í.“Gjaldtakan hófst í júní 2014 og stóð yfir í um mánuð.Vísir/VölundurHugsa um rassgatið á sjálfum sérÓlafur segir málið mjög dapurt fyrir náttúru landsins. „Við lesum fréttir af sextán milljarða hagnaði Icelandair og gríðarlegan hagnað Bláa lónsins og rútufyrirtækja. Þau græða á tá og fingri, greiða sér arð, en borga ekki krónu til náttúrunnar. Dæmin eru fleiri. Þetta er orðið svolítið sérkennilegt að sá sem nýtur, hann borgar ekki. Það er enginn að hugsa um náttúruna, bara rassgatið á sjálfum sér. Sterkt til orða tekið en ég stend við þetta allt saman. Mér blöskrar að hér skuli sitja ríkisstjórn sem telur sig vera að verja hlut landeigenda um land allt, en það er öðru nær. Hæstiréttur gleypir svo því sem er að gerast í þjóðfélaginu, og náttúran líður fyrir stjórnleysi þeirra sem ráða í þjóðfélaginu. Ég óska samtökum ferðaþjónustunnar (SAS) innilega til hamingju með daginn, þar sem þeir greiddu lögbannstrygginguna upp á 40 milljónir króna. Náttúran nýtur einskis af þeim peningum. Nú byrjar ballið og líklega verður það ekki hringdans.“Hugsanlega uppboð innan fárra áraÓlafur segir landeigendur nú spyrja sig hvað megi gera og hvað ekki. „Við hljótum að mega loka svæðum ef þörf krefur í þágu náttúrunnar. Við eigum eftir að ákveða það. Ég sé ekki fram á að hægt verði að gera nokkuð í landi Reykjahlíðar fyrr en niðurstaða sé komin í hver eigi hvað. Þá þýðir það bara að landinu verði skipt upp og hugsanlega uppboð á óskiptri sameign innan fárra ára,“ segir Ólafur.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Máttu ekki rukka í Námaskarði og við Leirhnjúk Hæstiréttur hefur staðfest lögbann sýslumannsins á Húsavík um lögbann á gjaldtöku við náttúruperlur í Mývatnssveit. 11. febrúar 2016 16:30 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Máttu ekki rukka í Námaskarði og við Leirhnjúk Hæstiréttur hefur staðfest lögbann sýslumannsins á Húsavík um lögbann á gjaldtöku við náttúruperlur í Mývatnssveit. 11. febrúar 2016 16:30