Máttu ekki rukka í Námaskarði og við Leirhnjúk Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. febrúar 2016 16:30 Gjaldtakan hófst í júní 2014 og stóð yfir í um mánuð. Vísir/Völundur Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í apríl í fyrra þess efnis að landeigendum í Reykjahlíð var óheimilt að rukka inn gjald við náttúruperlur í Mývatnssveit. Landeigendurnir áfrýjuðu dómnum úr héraði til Hæstaréttar sem kvað upp dóm sinn í dag. Í júní 2014 hófst rukkun ferðamanna fyrir heimsókn í Námaskarð og Leirhnjúk. Kostaði 800 krónur inn á hvorn stað. Til stóð að hefja einnig gjaldtöku við Dettifoss en þeirri ákvörðun var frestað um eitt ár og kom aldrei til hennar. Mótmæli voru hávær meðal aðila í ferðaþjónustu.Ólafur H. Jónsson, formaður Landeigendafélags Reykjahlíðar.vísir/völundurÓlafur H. Jónsson, forsvarsmaður Landeigendafélags Reykjahlíðar ehf., sagði í viðtali við Fréttablaðið gjaldtökuna brýna nauðsyn til að geta lagað það land sem ferðamenn hafi eyðilagt. Gjaldtakan lifði í um það bil einn mánuð en þá féllst Sýslumaðurinn á Húsavík á lögbannskröfu hluta félaga í Landeigendafélaginu í Reykjahlíð. Málið fór fyrir héraðsdóm sem kvað sem fyrr segir upp dóm í apríl 2015 þess efnis að gjaldtakan væri ólögleg og lögbannið stæði. Áætlaðar tekjur af gjaldtökunni voru 250 milljónir á tveimur árum eins og sagði í dómnum. Landeigendafélag Reykjahlíðar var dæmt til að greiða þeim fimm landeigendum sem sóttu málið eina milljón króna hverjum í málskostnað fyrir hérað og í Hæstarétti.Dóm Hæstaréttar í heild má lesa hér. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Landeigendur tapa tugum milljóna Héraðsdómur Reykjavíkur tekur í byrjun september fyrir beiðni minnihluta landeigenda við Reykjahlíð um að fá staðfestingu á lögbanni sýslumannsins á Húsavík. 16. ágúst 2014 13:00 Lögbann á gjaldtöku við Leirhnjúk og Námaskarð Gjaldtaka hófst á svæðinu þann 18. júní síðastliðinn og voru ferðamenn rukkaðir um 800 krónur (5 evrur) á hvorn stað fyrir sig. 17. júlí 2014 12:08 Segja stöðvun gjaldheimtu vera óskynsamlega og ferðaþjónustunni í óhag Landeigendafélag Reykjahlíðar biðlar til ferðaþjónustufyrirtækja að fara ekki með hópa á hverasvæðin austan Námafjalls og við Leirhjnúk. 21. júlí 2014 17:54 Sveitarstjóri hyggst taka gjald af ferðamönnum á meðan ríkið borgar uppbygginguna Skútustaðahreppur fékk 10 milljóna styrk til að laga göngustíga í landi Reykjahlíðar. Guðrún María Valgeirsdóttir, sveitarstjóri Skútustaðahrepps, er forsvarsmaður Landeigendafélags Reykjahlíðar. 3. júní 2014 07:00 Gjaldtaka hafin á tveimur svæðum austan Mývatns Átta hundruð krónur kostar til að líta náttúruperlurnar augum. 19. júní 2014 10:07 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í apríl í fyrra þess efnis að landeigendum í Reykjahlíð var óheimilt að rukka inn gjald við náttúruperlur í Mývatnssveit. Landeigendurnir áfrýjuðu dómnum úr héraði til Hæstaréttar sem kvað upp dóm sinn í dag. Í júní 2014 hófst rukkun ferðamanna fyrir heimsókn í Námaskarð og Leirhnjúk. Kostaði 800 krónur inn á hvorn stað. Til stóð að hefja einnig gjaldtöku við Dettifoss en þeirri ákvörðun var frestað um eitt ár og kom aldrei til hennar. Mótmæli voru hávær meðal aðila í ferðaþjónustu.Ólafur H. Jónsson, formaður Landeigendafélags Reykjahlíðar.vísir/völundurÓlafur H. Jónsson, forsvarsmaður Landeigendafélags Reykjahlíðar ehf., sagði í viðtali við Fréttablaðið gjaldtökuna brýna nauðsyn til að geta lagað það land sem ferðamenn hafi eyðilagt. Gjaldtakan lifði í um það bil einn mánuð en þá féllst Sýslumaðurinn á Húsavík á lögbannskröfu hluta félaga í Landeigendafélaginu í Reykjahlíð. Málið fór fyrir héraðsdóm sem kvað sem fyrr segir upp dóm í apríl 2015 þess efnis að gjaldtakan væri ólögleg og lögbannið stæði. Áætlaðar tekjur af gjaldtökunni voru 250 milljónir á tveimur árum eins og sagði í dómnum. Landeigendafélag Reykjahlíðar var dæmt til að greiða þeim fimm landeigendum sem sóttu málið eina milljón króna hverjum í málskostnað fyrir hérað og í Hæstarétti.Dóm Hæstaréttar í heild má lesa hér.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Landeigendur tapa tugum milljóna Héraðsdómur Reykjavíkur tekur í byrjun september fyrir beiðni minnihluta landeigenda við Reykjahlíð um að fá staðfestingu á lögbanni sýslumannsins á Húsavík. 16. ágúst 2014 13:00 Lögbann á gjaldtöku við Leirhnjúk og Námaskarð Gjaldtaka hófst á svæðinu þann 18. júní síðastliðinn og voru ferðamenn rukkaðir um 800 krónur (5 evrur) á hvorn stað fyrir sig. 17. júlí 2014 12:08 Segja stöðvun gjaldheimtu vera óskynsamlega og ferðaþjónustunni í óhag Landeigendafélag Reykjahlíðar biðlar til ferðaþjónustufyrirtækja að fara ekki með hópa á hverasvæðin austan Námafjalls og við Leirhjnúk. 21. júlí 2014 17:54 Sveitarstjóri hyggst taka gjald af ferðamönnum á meðan ríkið borgar uppbygginguna Skútustaðahreppur fékk 10 milljóna styrk til að laga göngustíga í landi Reykjahlíðar. Guðrún María Valgeirsdóttir, sveitarstjóri Skútustaðahrepps, er forsvarsmaður Landeigendafélags Reykjahlíðar. 3. júní 2014 07:00 Gjaldtaka hafin á tveimur svæðum austan Mývatns Átta hundruð krónur kostar til að líta náttúruperlurnar augum. 19. júní 2014 10:07 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Landeigendur tapa tugum milljóna Héraðsdómur Reykjavíkur tekur í byrjun september fyrir beiðni minnihluta landeigenda við Reykjahlíð um að fá staðfestingu á lögbanni sýslumannsins á Húsavík. 16. ágúst 2014 13:00
Lögbann á gjaldtöku við Leirhnjúk og Námaskarð Gjaldtaka hófst á svæðinu þann 18. júní síðastliðinn og voru ferðamenn rukkaðir um 800 krónur (5 evrur) á hvorn stað fyrir sig. 17. júlí 2014 12:08
Segja stöðvun gjaldheimtu vera óskynsamlega og ferðaþjónustunni í óhag Landeigendafélag Reykjahlíðar biðlar til ferðaþjónustufyrirtækja að fara ekki með hópa á hverasvæðin austan Námafjalls og við Leirhjnúk. 21. júlí 2014 17:54
Sveitarstjóri hyggst taka gjald af ferðamönnum á meðan ríkið borgar uppbygginguna Skútustaðahreppur fékk 10 milljóna styrk til að laga göngustíga í landi Reykjahlíðar. Guðrún María Valgeirsdóttir, sveitarstjóri Skútustaðahrepps, er forsvarsmaður Landeigendafélags Reykjahlíðar. 3. júní 2014 07:00
Gjaldtaka hafin á tveimur svæðum austan Mývatns Átta hundruð krónur kostar til að líta náttúruperlurnar augum. 19. júní 2014 10:07