Máttu ekki rukka í Námaskarði og við Leirhnjúk Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. febrúar 2016 16:30 Gjaldtakan hófst í júní 2014 og stóð yfir í um mánuð. Vísir/Völundur Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í apríl í fyrra þess efnis að landeigendum í Reykjahlíð var óheimilt að rukka inn gjald við náttúruperlur í Mývatnssveit. Landeigendurnir áfrýjuðu dómnum úr héraði til Hæstaréttar sem kvað upp dóm sinn í dag. Í júní 2014 hófst rukkun ferðamanna fyrir heimsókn í Námaskarð og Leirhnjúk. Kostaði 800 krónur inn á hvorn stað. Til stóð að hefja einnig gjaldtöku við Dettifoss en þeirri ákvörðun var frestað um eitt ár og kom aldrei til hennar. Mótmæli voru hávær meðal aðila í ferðaþjónustu.Ólafur H. Jónsson, formaður Landeigendafélags Reykjahlíðar.vísir/völundurÓlafur H. Jónsson, forsvarsmaður Landeigendafélags Reykjahlíðar ehf., sagði í viðtali við Fréttablaðið gjaldtökuna brýna nauðsyn til að geta lagað það land sem ferðamenn hafi eyðilagt. Gjaldtakan lifði í um það bil einn mánuð en þá féllst Sýslumaðurinn á Húsavík á lögbannskröfu hluta félaga í Landeigendafélaginu í Reykjahlíð. Málið fór fyrir héraðsdóm sem kvað sem fyrr segir upp dóm í apríl 2015 þess efnis að gjaldtakan væri ólögleg og lögbannið stæði. Áætlaðar tekjur af gjaldtökunni voru 250 milljónir á tveimur árum eins og sagði í dómnum. Landeigendafélag Reykjahlíðar var dæmt til að greiða þeim fimm landeigendum sem sóttu málið eina milljón króna hverjum í málskostnað fyrir hérað og í Hæstarétti.Dóm Hæstaréttar í heild má lesa hér. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Landeigendur tapa tugum milljóna Héraðsdómur Reykjavíkur tekur í byrjun september fyrir beiðni minnihluta landeigenda við Reykjahlíð um að fá staðfestingu á lögbanni sýslumannsins á Húsavík. 16. ágúst 2014 13:00 Lögbann á gjaldtöku við Leirhnjúk og Námaskarð Gjaldtaka hófst á svæðinu þann 18. júní síðastliðinn og voru ferðamenn rukkaðir um 800 krónur (5 evrur) á hvorn stað fyrir sig. 17. júlí 2014 12:08 Segja stöðvun gjaldheimtu vera óskynsamlega og ferðaþjónustunni í óhag Landeigendafélag Reykjahlíðar biðlar til ferðaþjónustufyrirtækja að fara ekki með hópa á hverasvæðin austan Námafjalls og við Leirhjnúk. 21. júlí 2014 17:54 Sveitarstjóri hyggst taka gjald af ferðamönnum á meðan ríkið borgar uppbygginguna Skútustaðahreppur fékk 10 milljóna styrk til að laga göngustíga í landi Reykjahlíðar. Guðrún María Valgeirsdóttir, sveitarstjóri Skútustaðahrepps, er forsvarsmaður Landeigendafélags Reykjahlíðar. 3. júní 2014 07:00 Gjaldtaka hafin á tveimur svæðum austan Mývatns Átta hundruð krónur kostar til að líta náttúruperlurnar augum. 19. júní 2014 10:07 Mest lesið Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Innlent Fleiri fréttir Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Sjá meira
Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í apríl í fyrra þess efnis að landeigendum í Reykjahlíð var óheimilt að rukka inn gjald við náttúruperlur í Mývatnssveit. Landeigendurnir áfrýjuðu dómnum úr héraði til Hæstaréttar sem kvað upp dóm sinn í dag. Í júní 2014 hófst rukkun ferðamanna fyrir heimsókn í Námaskarð og Leirhnjúk. Kostaði 800 krónur inn á hvorn stað. Til stóð að hefja einnig gjaldtöku við Dettifoss en þeirri ákvörðun var frestað um eitt ár og kom aldrei til hennar. Mótmæli voru hávær meðal aðila í ferðaþjónustu.Ólafur H. Jónsson, formaður Landeigendafélags Reykjahlíðar.vísir/völundurÓlafur H. Jónsson, forsvarsmaður Landeigendafélags Reykjahlíðar ehf., sagði í viðtali við Fréttablaðið gjaldtökuna brýna nauðsyn til að geta lagað það land sem ferðamenn hafi eyðilagt. Gjaldtakan lifði í um það bil einn mánuð en þá féllst Sýslumaðurinn á Húsavík á lögbannskröfu hluta félaga í Landeigendafélaginu í Reykjahlíð. Málið fór fyrir héraðsdóm sem kvað sem fyrr segir upp dóm í apríl 2015 þess efnis að gjaldtakan væri ólögleg og lögbannið stæði. Áætlaðar tekjur af gjaldtökunni voru 250 milljónir á tveimur árum eins og sagði í dómnum. Landeigendafélag Reykjahlíðar var dæmt til að greiða þeim fimm landeigendum sem sóttu málið eina milljón króna hverjum í málskostnað fyrir hérað og í Hæstarétti.Dóm Hæstaréttar í heild má lesa hér.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Landeigendur tapa tugum milljóna Héraðsdómur Reykjavíkur tekur í byrjun september fyrir beiðni minnihluta landeigenda við Reykjahlíð um að fá staðfestingu á lögbanni sýslumannsins á Húsavík. 16. ágúst 2014 13:00 Lögbann á gjaldtöku við Leirhnjúk og Námaskarð Gjaldtaka hófst á svæðinu þann 18. júní síðastliðinn og voru ferðamenn rukkaðir um 800 krónur (5 evrur) á hvorn stað fyrir sig. 17. júlí 2014 12:08 Segja stöðvun gjaldheimtu vera óskynsamlega og ferðaþjónustunni í óhag Landeigendafélag Reykjahlíðar biðlar til ferðaþjónustufyrirtækja að fara ekki með hópa á hverasvæðin austan Námafjalls og við Leirhjnúk. 21. júlí 2014 17:54 Sveitarstjóri hyggst taka gjald af ferðamönnum á meðan ríkið borgar uppbygginguna Skútustaðahreppur fékk 10 milljóna styrk til að laga göngustíga í landi Reykjahlíðar. Guðrún María Valgeirsdóttir, sveitarstjóri Skútustaðahrepps, er forsvarsmaður Landeigendafélags Reykjahlíðar. 3. júní 2014 07:00 Gjaldtaka hafin á tveimur svæðum austan Mývatns Átta hundruð krónur kostar til að líta náttúruperlurnar augum. 19. júní 2014 10:07 Mest lesið Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Innlent Fleiri fréttir Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Sjá meira
Landeigendur tapa tugum milljóna Héraðsdómur Reykjavíkur tekur í byrjun september fyrir beiðni minnihluta landeigenda við Reykjahlíð um að fá staðfestingu á lögbanni sýslumannsins á Húsavík. 16. ágúst 2014 13:00
Lögbann á gjaldtöku við Leirhnjúk og Námaskarð Gjaldtaka hófst á svæðinu þann 18. júní síðastliðinn og voru ferðamenn rukkaðir um 800 krónur (5 evrur) á hvorn stað fyrir sig. 17. júlí 2014 12:08
Segja stöðvun gjaldheimtu vera óskynsamlega og ferðaþjónustunni í óhag Landeigendafélag Reykjahlíðar biðlar til ferðaþjónustufyrirtækja að fara ekki með hópa á hverasvæðin austan Námafjalls og við Leirhjnúk. 21. júlí 2014 17:54
Sveitarstjóri hyggst taka gjald af ferðamönnum á meðan ríkið borgar uppbygginguna Skútustaðahreppur fékk 10 milljóna styrk til að laga göngustíga í landi Reykjahlíðar. Guðrún María Valgeirsdóttir, sveitarstjóri Skútustaðahrepps, er forsvarsmaður Landeigendafélags Reykjahlíðar. 3. júní 2014 07:00
Gjaldtaka hafin á tveimur svæðum austan Mývatns Átta hundruð krónur kostar til að líta náttúruperlurnar augum. 19. júní 2014 10:07