Áhættugreining í bígerð eftir banaslys Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 11. febrúar 2016 07:00 Almannavarnarnefnd Mýrdalshrepps fundar í dag vegna slyssins í Reynisfjöru. Mynd/Haraldur Guðjónsson Mynd/Haraldur Guðjónsson Lögregluvakt verður komið fyrir í Reynisfjöru í dag í kjölfar banaslyss sem varð í fjörunni í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu. Í tilkynningunni segir: „Þá verði gerð áhættugreining á svæðinu í samræmi við tillögur nefndar sem innanríkisráðherra skipaði á síðasta ári til að gera tillögur um öryggi ferðamanna. Í kjölfar niðurstöðu hennar verður tekin ákvörðun um frekari aðgerðir til að tryggja öryggi ferðamanna sem fara um svæðið. Þá er fyrirhugað að gera sambærilega áhættugreiningu fyrir aðra fjölsótta ferðamannastaði.“ Þá mun almannavarnanefnd Mýrdalshrepps funda um málið í dag. Í fjörunni eru viðvörunarskilti og kastlína með björgunarhring líkt og þekkist í fjörum víða um landið.Helga ÁrnadóttirSveinn Kristján Rúnarsson, lögreglustjóri á Hvolsvelli, segir þetta vera grunnbúnað ef nokkrir tugir manns koma í heimsókn á dag en nú skipta ferðamennirnir hundruðum. „Við þurfum að fara að endurhugsa þessa staði. Hvernig viljum við hafa þá og hvernig viljum við búa þá?“ segir hann. „Það er almennt á þessum ferðamannastöðum sem við þurfum að endurhugsa hvernig þessum öryggismálum er háttað.“ Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir heildræna öryggisstefnu fyrir ferðamannastaði á landinu vera eitt af þeim forgangsverkefnum stjórnvalda og aðila í ferðaþjónustunni sem sérstaklega eru til umfjöllunar í Vegvísi í ferðaþjónustu. „Þetta er einn af þeim mikilvægu og aðkallandi þáttum sem eru tíundaðir í Vegvísinum sem við gáfum út ásamt stjórnvöldum í október síðastliðnum. Þá var stjórnstöð ferðamanna sett á laggirnar til þess að fara ofan í þau verkefni sem eru mest aðkallandi næstu mánuði og ár,“ segir Helga en um er að ræða samráðsvettvang til fimm ára til að tryggja traustan grunn sem kallað hefur verið eftir í íslenskri ferðaþjónustu um langa hríð. „Þar er einmitt öryggi ferðamanna til sérstakrar umfjöllunar. Þar er áherslan á að markvisst verði metnar leiðir til að draga úr slysum og óhöppum ferðamanna og öryggi þeirra aukið,“ segir hún. „Sérstaka áherslu á að leggja á markvisst forvarnarstarf sem felst meðal annars í því að skilgreina hættur og setja reglur og öryggistakmarkanir sem og stýra aðgengi ferðamanna að stöðum þar sem að öryggi þeirra gæti verið ógnað.“SlysiðKlukkan 10.39 í gær barst Neyðarlínu tilkynning um að maður hefði fallið í sjóinn við Reynisfjöru. Rannsókn lögreglu leiddi í ljós að maðurinn stóð á stuðlabergssteini við myndatöku þegar að alda hreif hann á haf út.Hann fannst um hálfan kílómetra frá landi og var látinn þegar björgunarmenn komu á vettvang. Maðurinn var kínverskur ríkisborgari, fæddur 1976, og var hér á ferðalagi ásamt eiginkonu sinni. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Stóð á steini og tók myndir þegar aldan greip hann Lögreglan á Suðurlandi fer með rannsókn málsins. 10. febrúar 2016 20:22 Reynisfjara verður ekki lokuð ferðamönnum Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir ekki koma til greina að loka Reynisfjöru fyrir ferðamönnum en vill að fjaran verði vöktuð allan sólarhringinn. 10. febrúar 2016 19:30 Hinn látni var Kínverji um fertugt Fólk sem varð vitni að banaslysinu í Reynisfjöru í morgun lýsir því hvernig stór alda náði til hans í stuðlaberginu. 10. febrúar 2016 15:11 Mest lesið Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Erlent Fleiri fréttir „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Sjá meira
Lögregluvakt verður komið fyrir í Reynisfjöru í dag í kjölfar banaslyss sem varð í fjörunni í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu. Í tilkynningunni segir: „Þá verði gerð áhættugreining á svæðinu í samræmi við tillögur nefndar sem innanríkisráðherra skipaði á síðasta ári til að gera tillögur um öryggi ferðamanna. Í kjölfar niðurstöðu hennar verður tekin ákvörðun um frekari aðgerðir til að tryggja öryggi ferðamanna sem fara um svæðið. Þá er fyrirhugað að gera sambærilega áhættugreiningu fyrir aðra fjölsótta ferðamannastaði.“ Þá mun almannavarnanefnd Mýrdalshrepps funda um málið í dag. Í fjörunni eru viðvörunarskilti og kastlína með björgunarhring líkt og þekkist í fjörum víða um landið.Helga ÁrnadóttirSveinn Kristján Rúnarsson, lögreglustjóri á Hvolsvelli, segir þetta vera grunnbúnað ef nokkrir tugir manns koma í heimsókn á dag en nú skipta ferðamennirnir hundruðum. „Við þurfum að fara að endurhugsa þessa staði. Hvernig viljum við hafa þá og hvernig viljum við búa þá?“ segir hann. „Það er almennt á þessum ferðamannastöðum sem við þurfum að endurhugsa hvernig þessum öryggismálum er háttað.“ Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir heildræna öryggisstefnu fyrir ferðamannastaði á landinu vera eitt af þeim forgangsverkefnum stjórnvalda og aðila í ferðaþjónustunni sem sérstaklega eru til umfjöllunar í Vegvísi í ferðaþjónustu. „Þetta er einn af þeim mikilvægu og aðkallandi þáttum sem eru tíundaðir í Vegvísinum sem við gáfum út ásamt stjórnvöldum í október síðastliðnum. Þá var stjórnstöð ferðamanna sett á laggirnar til þess að fara ofan í þau verkefni sem eru mest aðkallandi næstu mánuði og ár,“ segir Helga en um er að ræða samráðsvettvang til fimm ára til að tryggja traustan grunn sem kallað hefur verið eftir í íslenskri ferðaþjónustu um langa hríð. „Þar er einmitt öryggi ferðamanna til sérstakrar umfjöllunar. Þar er áherslan á að markvisst verði metnar leiðir til að draga úr slysum og óhöppum ferðamanna og öryggi þeirra aukið,“ segir hún. „Sérstaka áherslu á að leggja á markvisst forvarnarstarf sem felst meðal annars í því að skilgreina hættur og setja reglur og öryggistakmarkanir sem og stýra aðgengi ferðamanna að stöðum þar sem að öryggi þeirra gæti verið ógnað.“SlysiðKlukkan 10.39 í gær barst Neyðarlínu tilkynning um að maður hefði fallið í sjóinn við Reynisfjöru. Rannsókn lögreglu leiddi í ljós að maðurinn stóð á stuðlabergssteini við myndatöku þegar að alda hreif hann á haf út.Hann fannst um hálfan kílómetra frá landi og var látinn þegar björgunarmenn komu á vettvang. Maðurinn var kínverskur ríkisborgari, fæddur 1976, og var hér á ferðalagi ásamt eiginkonu sinni.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Stóð á steini og tók myndir þegar aldan greip hann Lögreglan á Suðurlandi fer með rannsókn málsins. 10. febrúar 2016 20:22 Reynisfjara verður ekki lokuð ferðamönnum Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir ekki koma til greina að loka Reynisfjöru fyrir ferðamönnum en vill að fjaran verði vöktuð allan sólarhringinn. 10. febrúar 2016 19:30 Hinn látni var Kínverji um fertugt Fólk sem varð vitni að banaslysinu í Reynisfjöru í morgun lýsir því hvernig stór alda náði til hans í stuðlaberginu. 10. febrúar 2016 15:11 Mest lesið Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Erlent Fleiri fréttir „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Sjá meira
Stóð á steini og tók myndir þegar aldan greip hann Lögreglan á Suðurlandi fer með rannsókn málsins. 10. febrúar 2016 20:22
Reynisfjara verður ekki lokuð ferðamönnum Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir ekki koma til greina að loka Reynisfjöru fyrir ferðamönnum en vill að fjaran verði vöktuð allan sólarhringinn. 10. febrúar 2016 19:30
Hinn látni var Kínverji um fertugt Fólk sem varð vitni að banaslysinu í Reynisfjöru í morgun lýsir því hvernig stór alda náði til hans í stuðlaberginu. 10. febrúar 2016 15:11